Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Það er frábært hjá Agli að hvetja til vatnsdrykkju, en mér finnst ekki passa að í kjölfarið komi: fáðu þér vatn fáðu þér Kristal. Viljum við byrja að kalla sódavatn, vatn með bragðefnum, og aðrar slíkar vörur vatn? Ég veit þetta er gert í mörgum löndum, þar sem vatn er ekki jafnmikið vatn og á Íslandi (skiljið þið hvað ég á við? - hér er vatnið náttúrulegt og gott). Ég vandist snemma á að þurfa að biðja um agua sin gas, því annars væri komið með gosdrykk. Getum við einhvern veginn reynt að passa að vatn verði vatn en gosdrykkir verði ekki vatn? Eruð þið með hugmyndir?
Vinir og fjölskylda | Breytt 16.3.2007 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007
Zero hvað?
Ég er líklega einn helsti neytandi sykurlausra gosdrykkja fyrr og síðar á Íslandi, þótt víðar væri leitað, en er ekki nóg komið af mismunandi tegundum af sykurlausu kóki? Hvað mig varðar persónulega, þá er þetta allt á kostnað diet kók, sem er minn drykkur í dag, og síðan held ég að neytendur þurfi ekki meira. Hver greinir markaðsþarfirnar, og hvað segir þeim að það þurfi Coke Zero? Sniðinn að smekk karlmanna segja þeir, en hvernig vita þeir það? Vilja karlmenn sykurlaust kók með moldarbragði frekar en alvöru kók? Er þetta sett til höfuðs Pepsi Max eða hvað? Mig langar að komast inn í markaðsþarfagreininguna og ákvarðanaferlið hjá þessu frábæra fyrirtæki, sem á svo mikið undir mér!
Forstjóri Coca-Cola í Skandinavíu aðstoðar við kynningu hjá Vífilfelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.3.2007
Að sofa saman
Hrotur maka kosta mikinn svefn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
26.2.2007
Frábær helgi - takk fyrir mig!
Gullmót Sunddeildar KR, Frönsk menningarhátíð, Vetrarhátið, AFMÆLIÐ MITT.... Það var alveg sama hvert litið var, þetta var mikilvæg helgi. Ég hélt upp á stórafmælið með pompi og allnokkurri pragt, mæting var gífurlega góð og nóg af veigum og veitingum. Stórfjölskyldan, vinir og vinufélagar mættu og ég fékk að heyra fagrar mæringar um mig sjálfa í ræðum sem mér finnst nú ekki leiðinlegt. Ég fékk frábærar gjafir og langar að segja takk, takk kærlega fyrir mig, þið þekkið mig greinilega vel!
19.2.2007
Vínsmökkun
Svona rannsóknir sanna að það eru að sjálfsögðu ekki gáfur eða persónutöfrar sem laða okkur að körlum. Þeir þurfa ekkert á því að halda. Þetta er allt miklu prímitívara, enda erum við einfaldlega ein dýrategund enn. Persónulega er ég ekki mikið fyrir fýluna per se, þótt það geti verið flott að sjá svitastorkna, vel vaxna drengi púla við erfiðisverk, svona í fjarlægð. Það er miklu þolanlegri lykt af mörgum öðrum dýrategundum en körlum. Að mínu viti jafnast t.d. ekkert á við ilminn undir faxi hesta, eða angan af hlýjum, bangsalegum voffa. En kannski er það ég sem er bara svona mikil skepna...
Sviti karla getur bætt skap og aukið kynferðislega örvun kvenna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.2.2007
RAUÐI ipodinn minn
Ég var að fá ipod, eldrauðan að sjálfsögðu og er ægilega ánægð með hann. Er hann ekki flottur? Ég féll alveg gjörsamlega fyrir honum. Ekki skemmir fyrir að þetta er svona rauð sérútgáfa og ákveðin upphæð seldra tækja rennur til rannsókna til góða fyrir þriðja heiminn. Sem gerir mig ekki bara flotta, heldur líka góða manneskju. Annars á Villi vinur min, leikari og snillingur, afmæli í dag 1. febrúar. Til hamingju með afmælið!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)