Allt í góðu Geiri beibí!

Hæstvirtur forsætisráðherra vor telur ekki að við eigum í neinum teljandi efnahagserfiðleikum, samkvæmt viðtölum við hann í fréttaþáttum beggja sjónvarpsstöðva í kvöld. Það er allt í góðu, þótt fólk missi vinnuna, fjöldauppsagnir hafi orðið víða, fyrirtæki verði gjaldþrota og loki áður blómlegri starfsemi. Það er allt í lagi þótt krónan dansi súludans og vextir séu orðnir svo háir að venjulegt fólk getur ekki einu sinni séð fyrir sér afleiðingarnar í verstu martröðum sínum. Og það er ekkert tiltökumál þótt eignatengdar skuldir fari langt umfram verðmæti eigna. Nei, nei, þetta er allt í góðu, ekkert stress, verið alveg róleg. Við höfum það gott. Hættið þessu væli....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huldabeib

Já... væl hefur ekkert upp á sig! Afneitun er yndislegt ástand fyrir þann sem er í því.... vonandi fær hann ekki slæma timburmenn karlgreyið.

Huldabeib, 4.9.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband