Svitafýla áhrifameiri en gáfur og persónutöfrar

Svona rannsóknir sanna að það eru að sjálfsögðu ekki gáfur eða persónutöfrar sem laða okkur að körlum. Þeir þurfa ekkert á því að halda. Þetta er allt miklu prímitívara, enda erum við einfaldlega ein dýrategund enn. Persónulega er ég ekki mikið fyrir fýluna per se, þótt það geti verið flott að sjá svitastorkna, vel vaxna drengi púla við erfiðisverk, svona í fjarlægð. Það er miklu þolanlegri lykt af mörgum öðrum dýrategundum en körlum. Að mínu viti jafnast t.d. ekkert á við ilminn undir faxi hesta, eða angan af hlýjum, bangsalegum voffa. En kannski er það ég sem er bara svona mikil skepna...


mbl.is Sviti karla getur bætt skap og aukið kynferðislega örvun kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sylvía

sammála, hundalyktin er best.

Sylvía , 13.2.2007 kl. 20:12

2 Smámynd: Jens Guð

  Það er hormón í svitanum sem heitir ferómónar.  Samkvæmt vísindalegri rannsókn sem gerð var í Bretlandi auka ferómónarnir aðdráttaraflið hjá gagnstæða kyninu um 83%.  Á sólbaðsstofum hérlendis sem selja Banana Boat eru líka seld sólkrem með ferónómum.  Kremin heita Embrace.  Fólk upplifir greinilegan mun í samskiptum við hitt kynið.

www.jensgud.blog.is

Jens Guð, 17.2.2007 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband