Að sofa saman

Sofa samanHvers vegna sefur fólk saman? Hrotur maka kosta hinn aðilan jafnvel tveggja ára svefnleysi og eflaust má rekja ýmis önnur óþægindi til þess að hjón sofa í sama rúmi alla ævi. Á Spáni og í fleiri löndum (þar sem getnaðarvarnir hafa ekki alltaf verið aðgengilegar) þykir sjálfsagt að hjón sofi í tveimur rúmum, þótt þau séu reyndar í sama herbergi. Í Evrópu fyrri tíma voru hjón með sitt hvort herbergið og snyrtiherbergi, þannig að þau áttu sitt prívat. Það var ekki nema þau ætluðu að nota rúmin til annars en að sofa, að þau skriðu undir sömu sæng, en fóru svo í sitt hvort rúmið til að sofa og líklega til að fá svefnfrið. Væri þetta ekki meira spennandi?
mbl.is Hrotur maka kosta mikinn svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Á Íslandi (þar sem hiti var ekki á hverju strái) var það helst besta skýringin á því að sofa í sama rúmi undir sömu sænginni: kuldinn. Nú er það bara sú menningarlega arfleifð sem við búum að svo heitri. 
Ekki eins og getnaðarvarnir hafi flotið á gólfum torfbæjanna.

Laulau (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 23:16

2 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

...Nei, þau voru miklu heldur fljótandi í börnum!

Ég held satt að segja að hrotur hafi stuðlað að mjög mörgum sambandsslitum; það getur orðið erfitt að sofa í stofunni árum saman...en svo má náttúrlega leita læknis og reyna að finna raunhæfa lausn á vandanum. Ég held að svefnvana aðilinn þurfi samt fyrst að taka konsertinn upp á band í sumum tilfellum, áður en makinn viðurkennir að um vandamál sé að ræða og að hann hrjóti ekki bara smá endrum og eins!

Greta Björg Úlfsdóttir, 10.3.2007 kl. 11:26

3 Smámynd: Jón Þór Bjarnason

Getur verið að fólk sem hreyfir sig of lítið, og er þar af leiðandi ekki nógu líkamlega þreytt þegar það leggst til svefns, sofi lausar og þoli því ver hrotur maka?

Jón Þór Bjarnason, 10.3.2007 kl. 12:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband