Zero hvað?

CokeLabelsÉg er líklega einn helsti neytandi sykurlausra gosdrykkja fyrr og síðar á Íslandi, þótt víðar væri leitað, en er ekki nóg komið af mismunandi tegundum af sykurlausu kóki? Hvað mig varðar persónulega, þá er þetta allt á kostnað diet kók, sem er minn drykkur í dag, og síðan held ég að neytendur þurfi ekki meira. Hver greinir markaðsþarfirnar, og hvað segir þeim að það þurfi Coke Zero? Sniðinn að smekk karlmanna segja þeir, en hvernig vita þeir það? Vilja karlmenn sykurlaust kók með moldarbragði frekar en alvöru kók? Er þetta sett til höfuðs Pepsi Max eða hvað? Mig langar að komast inn í markaðsþarfagreininguna og ákvarðanaferlið hjá þessu frábæra fyrirtæki, sem á svo mikið undir mér!


mbl.is Forstjóri Coca-Cola í Skandinavíu aðstoðar við kynningu hjá Vífilfelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Coke Zero er sett til höfuðs Pepsí max, þar sem að Coke Lite náði ekki þem vinsældum sem Vífilfell var að vonast eftir.
Samkvæmt könnunum eru það aðalega konur sem velja Coke Lite en karlar halda sig frekar við Pepsi Max og því hefur Vífilfell sett Coke Zero á markað og verður hann markaðsettur fyrir karlmenn á aldrinum 15-35 (eða eitthvað á því bili) þó svo að Coke Zero sé að sjálfsögðu fyrir alla.

Svona heyrði ég þetta allavega.
Ég smakkaði þennan drykk svo um daginn, þar sem ég haf nú sjálfur alltaf drukkðið coke lite, og ég mun núna bara drekka coke zero.
Loksins hefur komið sykurlaus kóladrykkur sem er alveg eins á bragðið og The Orginal one.

Guðmundur (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 16:21

2 Smámynd: Fararstjórinn

OK, ef við segjum að Coke Zero sé "kallakók" (eins og vodkaíkók var kallað í mínu ungdæmi) og Diet Coke sé "konukók", til hvers er þá Light?

Fararstjórinn, 14.3.2007 kl. 16:51

3 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

hahaha, já til hvers er þá Light? lespíur og homma? getur það verið?

Sigfús Sigurþórsson., 14.3.2007 kl. 16:59

4 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég drekk oftast Coke light og finnst það betra en Diet kók. Hef samt ekki sótt um félagsaðild í Samtökunum 78 vegna þess!

Nenni varla að prófa þetta zero, enda sýnist mér á markaðssetningunni að því sé ekki ætlað að höfða til mín.

Svala Jónsdóttir, 14.3.2007 kl. 18:29

5 identicon

Hva! nenniði að æsa ykkur yfir þessu?
Best að sleppa því bara að drekka svona óþverra

Laulau (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 12:30

6 Smámynd: halkatla

hahahaha ég hef aldrei hitt karlmann sem drekkur pepsi max hahahahha, þvílík firra, þeir vilja greinilega ekkert svona max, lite eða zero. Auglýsingar, sérstaklega herferðir, fara í taugarnar á mér

halkatla, 16.3.2007 kl. 13:53

7 Smámynd: halkatla

annars er ég öll í pepsi light og fæ mér pepsi max í neyð 

halkatla, 16.3.2007 kl. 13:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband