Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Glærukynningar - of mikið af því góða?


Visakort eða dvalarleyfi?

Alltaf gaman að skemmtilegum þýðingum, eins og í sjónvarpsþætti nú í kvöld, þegar söguhetjurnar komu að vegatálma vörðuðum hermönnum í Rússlandi, og hann sagði: "there is a roadblock ahead, and my visa has expired" sem var snilldarlega þýtt: "vegartálmi framundan og kortið mitt er útrunnið"! Skenntlegt!

Óþarft átak

Ég hef aldrei vitað eins óþarft átak og gervi-tilstand eins og á bak við fréttina í kvöld um að "nú ætli krakkar að ganga eða hjóla í skólann" í takt við eitthvað evrópskt átak, og tekið dæmi af míkróbænum Seltjarnarnesi, þar sem skólinn er uppi á hæð og allir búa innan við 100 metra í kringum þann hól. Síðast þegar ég vissi, þá tíðkaðist að börn væru í hverfisskólum á Íslandi, nema með einstaka undantekningum. Það er einfaldlega ekki hægt annað en ganga í skólann! Við þurfum ekki að taka öll átök beint upp eftir öðrum þjóðum þar sem aðstæður barna eru allt aðrar og oft frelsisheftandi. Ég skil ekki hvernig er hægt að hugsa sér að keyra börn í skólann við okkar aðstæður. Það myndi bara breyta þeim í ósjálfstæða eymingja. 

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband