Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Keflavíkurmenningin beint í bílinn

Pulsa og kókÉg fór til Keflavíkur á föstudaginn til að halda fyrirlestur og lagði af stað til baka í bæinn um hádegið. Þegar ég var að keyra í gegnum Keflavík og Ytri Njarðvík og svipast um eftir búð eða veitingastað til að fá mér eitthvað að snæða, ákvað ég að taka þátt í Keflavíkurmenningunni af fullum þunga. Það felur í sér að kaupa mat í gegnum bílalúgu, í stað þess að fara inn í sjoppu eða veitingastað. Þannig að ég skellti mér í röðina með Suðurnesjamönnum og gleypti svo í mig matinn í bílnum, alveg eins og innfædd! When in Rome...

George og Ringo syngja fyrir nútímann

BeatlesUm daginn kom út platan "Love" með endurhljóðblönduðum og mixuðum lögum Bítlanna. Ég hef ekki heyrt hana alla en tek eftir að þau lög, sem einkum heyrast í útvarpi, eru "Octopussy's Garden" sem Ringo syngur og "While my Guitar Gently Weeps" sem George syngur. Þeir voru alltaf einhvern veginn Bítlarnir sem féllu í skuggan af John og Paul. Ekki skrifaðir sem lagahöfundar að mörgum lögum og sungu fá lög. Gaman að heyra þá syngja fyrir nútímann! Lagið sem George syngur finnst mér frábært, bæði lagið og textinn, en hitt er svona meira eins og það hafi verið samið í einhverju vitundarvíkkandi ástandi. Nema ég hafi ekki lesið nógu djúpt í textann.

Mælt af viti

Kannski las hann bara bloggið mitt um ESB þar sem ég lýsti eftir upplýstri umræðu!?
mbl.is Umræða um ESB óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem karlmenn vilja

Markaðssetningin fyrir Coke Zero er algerlega skýr, og já, ég er mjög upptekin af markaðssetningu gosdrykkja í dag! Auglýsingin hljómar eitthvað á þessa leið: "kynlíf með zero forleik, hasarmynd með zero rómantík, brjóstahaldari með zero smellum, helgi með zero þynnku, kærasta með zero eigum við að ræða málin..." Augljóslega eitthvað sem haldið er að karlmenn sækist eftir, enda er Coke Zero ætlað KARLMÖNNUM.

Vatn er ekki það sama og vatn, eða er það gosvatn?

vatnsglasÞað er frábært hjá Agli að hvetja til vatnsdrykkju, en mér finnst ekki passa að í kjölfarið komi: „fáðu þér vatn – fáðu þér Kristal“. Viljum við byrja að kalla sódavatn, vatn með bragðefnum, og aðrar slíkar vörur vatn? Ég veit þetta er gert í mörgum löndum, þar sem vatn er ekki jafnmikið vatn og á Íslandi (skiljið þið hvað ég á við? - hér er vatnið náttúrulegt og gott). Ég vandist snemma á að þurfa að biðja um „agua sin gas“, því annars væri komið með gosdrykk. Getum við einhvern veginn reynt að passa að vatn verði vatn en gosdrykkir verði ekki vatn? Eruð þið með hugmyndir?


Zero hvað?

CokeLabelsÉg er líklega einn helsti neytandi sykurlausra gosdrykkja fyrr og síðar á Íslandi, þótt víðar væri leitað, en er ekki nóg komið af mismunandi tegundum af sykurlausu kóki? Hvað mig varðar persónulega, þá er þetta allt á kostnað diet kók, sem er minn drykkur í dag, og síðan held ég að neytendur þurfi ekki meira. Hver greinir markaðsþarfirnar, og hvað segir þeim að það þurfi Coke Zero? Sniðinn að smekk karlmanna segja þeir, en hvernig vita þeir það? Vilja karlmenn sykurlaust kók með moldarbragði frekar en alvöru kók? Er þetta sett til höfuðs Pepsi Max eða hvað? Mig langar að komast inn í markaðsþarfagreininguna og ákvarðanaferlið hjá þessu frábæra fyrirtæki, sem á svo mikið undir mér!


mbl.is Forstjóri Coca-Cola í Skandinavíu aðstoðar við kynningu hjá Vífilfelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjar láta ekki tískuna kúga sig

Mér finnst fínt hjá frændum vorum Spánverjum, að spyrna við fæti varðandi auglýsingar sem fara yfir velsæmismörk. Fyrirtæki ganga sífellt lengra til að ná athygli kaupenda og reyna að spila á tvírænina og dansa á velsæmislínunni, en fara því miður oft yfir strikið. Sjálf hef ég gaman af auglýsingum og er ekki auðhneyksluð, en sumt er bara ósmekklegt og sendir algerlega röng skilaboð. Spánverjar voru líka fyrstir til að banna horuð módel, því þeir sögðu að þær stæðu ekki fyrir það hvernig raunverulegar konur litu út. Ég er ánægð með að þeir láti ekki spila með sig!
mbl.is Dolce & Gabbana hættir að auglýsa á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilboð sem drepa

Þátturinn í Sjónvarpinu, um vinnuaðferðir þær sem viðgangast í Indlandi, var mjög sjokkerandi. Heilsa og líf fjölda fólks er lagt í stórhættu til að verslunarkeðjur á Norðurlöndum geti framleitt og selt ódýra vefnaðarvöru, auk þess sem umhverfismengun er stórfelld. Þarna var fólk úti á bómullarakri að úða eitri sem hvergi annars staðar er leyft, og þeir voru ekki einu sinni með grímu eða hanska. Svo fer þetta fólk og borðar mat sinn með höndunum. Enda eru bændur á svæðinu meira og minna með krabbamein. Í þættinum sáust líka verkamenn, hálfir ofan í sýrubaði eða kerjum með litarefnum eða klór, berfættir og hanskalausir að hræra í baðmullarefnum. Svo sást þar sem efnum, lit og tærandi lausnum var hleypt beint út um rör í næstu á eða undir næsta akur. Ætli stórfyrirtækin sem selja fullbúna vöru í smásölu þekki allt ferlið? Er farið á bak við þau, eða eru þau með í kúguninni og umhverfisspjöllunum?

Það sem ég ætla að gera í rúminu í kvöld

...er að lesa þessa skýrslu Evrópunefndar. Finnst fólki það almennt sexý hugmynd? Ekki?
mbl.is EES-samningurinn nýttur til að hafa áhrif á Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski fullseint í rassinn gripið...

...og ekki alveg ljóst hvað fengist með þessari frekar afturvirku aðgerð!
mbl.is Vilja svipta Hitler þýskum ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband