Þörf á upplýstri umræðu um ESB á vettvangi stjórnmála

Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu úr Evrópunefnd um að þeir séu á móti aðild Íslands að ESB, þar sem hagsmunum Íslands yrði ekki gætt varðandi sjávarútvegsmál. Það er ekki hægt að slá því föstu hvernig samið yrði milli ESB og Íslands, fyrr en gengið er til viðræðna um hugsanlega aðild. Ég tel það vera gunguskap í íslenskum stjórnmálaflokkum að vilja ekki fara í aðildarviðræður. Viðræður eru ekki samningur, og til að upplýst umræða geti átt sér stað hér á landi meðal almennigns jafnt sem stjórnmálamanna, þá er ekki nóg að byggja á einhliða upplýsingum. Það þarf að skoða rök, og vil ég benda á erindi Michael Köhlers um sjávarútvegsstefnu ESB og Íslands á evropa.is í þessu samhengi. Fjöldi sjálfstæðismanna eru nefnilega ESB-sinnar (í felum) og enn fleiri eru með opinn huga varðandi að skoða hvernig aðild Íslands liti út. En á meðan stjórnmálamenn, sem eru á móti aðild stýra umræðunni, þá fær allur almenningur ekki upplýsingar sem byggjandi er á. Og nei, ég tel ekki að þessi sameiginlega yfirlýsing segi til um hugsanlegt stjórnarsamstarf, a.m.k. ekki á meðan enginn flokkur hefur "cojones" til að gera ESB að kosningamáli.
mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Tryggvi Jóhannsson

Það er líka fátt annaðsem breytist Galdrameistari. Við þurfum að nútímavæða landbúnaðarkerfið okkar við inngöngu í ESB og fáum að taka upp Evruna. Allt hitt kom í raun í gegnum EES samninginn og Schengen.

Jónas Tryggvi Jóhannsson, 16.3.2007 kl. 14:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband