Tilboð sem drepa

Þátturinn í Sjónvarpinu, um vinnuaðferðir þær sem viðgangast í Indlandi, var mjög sjokkerandi. Heilsa og líf fjölda fólks er lagt í stórhættu til að verslunarkeðjur á Norðurlöndum geti framleitt og selt ódýra vefnaðarvöru, auk þess sem umhverfismengun er stórfelld. Þarna var fólk úti á bómullarakri að úða eitri sem hvergi annars staðar er leyft, og þeir voru ekki einu sinni með grímu eða hanska. Svo fer þetta fólk og borðar mat sinn með höndunum. Enda eru bændur á svæðinu meira og minna með krabbamein. Í þættinum sáust líka verkamenn, hálfir ofan í sýrubaði eða kerjum með litarefnum eða klór, berfættir og hanskalausir að hræra í baðmullarefnum. Svo sást þar sem efnum, lit og tærandi lausnum var hleypt beint út um rör í næstu á eða undir næsta akur. Ætli stórfyrirtækin sem selja fullbúna vöru í smásölu þekki allt ferlið? Er farið á bak við þau, eða eru þau með í kúguninni og umhverfisspjöllunum?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En er þetta í rauninni ekki eitthvað sem við vissum öll at the back of our heads? en kusum (og kjósum væntanlega enn) að stinga hausnum í sandinn?

Laulau (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 11:01

2 Smámynd: G.Helga Ingadóttir

Það er samstaðan, að hugsa sig um áður en verslað er á ótrúlegu verði. Skyldu manneskjur vera að hætta lífi sínu, svo að við getum versað ódýrt. Vissulega vita stórfyrirtækin meira en þau láta í ljós, allavega hafa þau alveg bolmagn til aða hafa með þessu eftirlit.

Enn og aftur er það græðgin sem að höfð er að leiðarljósi. Einhver sagði mér það, að ef að öllum auðæfum veraldar væri skift jafnt á alla jarðarbúa, þá hefði hvert mannsbarn u.þ.b. 20 miljónir í árstekjur. Merkilegt það!

Og þá er spurt og sumum finnst það vera einhvað sem ekki er hægt að svara; Þarf þá nokkur að svelta og líða skort? 

G.Helga Ingadóttir, 18.3.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband