Færsluflokkur: Menning og listir

Sameinum úthverfin Reykjavík

Heyrst hefur að borgaryfirvöld telji nauðsynlegt að fjölga íbúum Reykjavíkur en ég veit ekki alveg hvort ég sé sammála því að í því liggi helsti byggðavandi þjóðarinnar, en gott og vel. Hvernig væri þá að viðurkenna vöxt höfuðborgarsvæðisins með því að innleiða fyrrum bæi og nú úthverfi, eins og Kópavog, Garðabæ, Seltjarnarnes og Álftanes, og viðurkenna þau sem hluta af Reykjavík? Hugsið ykkur hve mikið mætti spara og hagræða með einni borgarstjórn, einu stjórnkerfi í stað margra! Þetta hefur verið gert víða um land þar sem bæir eru meira að segja í töluverðri fjarlægð hver frá öðrum, með góðum árangri. Þá fengjum við kannski heildstæða borg í stað safns svefnbæja sem hafa hvorki miðbæ, líf né karakter, í kringum borgina okkar. Ég auglýsi eftir umræðu um þetta mál.
mbl.is Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keflavíkurmenningin beint í bílinn

Pulsa og kókÉg fór til Keflavíkur á föstudaginn til að halda fyrirlestur og lagði af stað til baka í bæinn um hádegið. Þegar ég var að keyra í gegnum Keflavík og Ytri Njarðvík og svipast um eftir búð eða veitingastað til að fá mér eitthvað að snæða, ákvað ég að taka þátt í Keflavíkurmenningunni af fullum þunga. Það felur í sér að kaupa mat í gegnum bílalúgu, í stað þess að fara inn í sjoppu eða veitingastað. Þannig að ég skellti mér í röðina með Suðurnesjamönnum og gleypti svo í mig matinn í bílnum, alveg eins og innfædd! When in Rome...

George og Ringo syngja fyrir nútímann

BeatlesUm daginn kom út platan "Love" með endurhljóðblönduðum og mixuðum lögum Bítlanna. Ég hef ekki heyrt hana alla en tek eftir að þau lög, sem einkum heyrast í útvarpi, eru "Octopussy's Garden" sem Ringo syngur og "While my Guitar Gently Weeps" sem George syngur. Þeir voru alltaf einhvern veginn Bítlarnir sem féllu í skuggan af John og Paul. Ekki skrifaðir sem lagahöfundar að mörgum lögum og sungu fá lög. Gaman að heyra þá syngja fyrir nútímann! Lagið sem George syngur finnst mér frábært, bæði lagið og textinn, en hitt er svona meira eins og það hafi verið samið í einhverju vitundarvíkkandi ástandi. Nema ég hafi ekki lesið nógu djúpt í textann.

Mælt af viti

Kannski las hann bara bloggið mitt um ESB þar sem ég lýsti eftir upplýstri umræðu!?
mbl.is Umræða um ESB óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjar láta ekki tískuna kúga sig

Mér finnst fínt hjá frændum vorum Spánverjum, að spyrna við fæti varðandi auglýsingar sem fara yfir velsæmismörk. Fyrirtæki ganga sífellt lengra til að ná athygli kaupenda og reyna að spila á tvírænina og dansa á velsæmislínunni, en fara því miður oft yfir strikið. Sjálf hef ég gaman af auglýsingum og er ekki auðhneyksluð, en sumt er bara ósmekklegt og sendir algerlega röng skilaboð. Spánverjar voru líka fyrstir til að banna horuð módel, því þeir sögðu að þær stæðu ekki fyrir það hvernig raunverulegar konur litu út. Ég er ánægð með að þeir láti ekki spila með sig!
mbl.is Dolce & Gabbana hættir að auglýsa á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ég ætla að gera í rúminu í kvöld

...er að lesa þessa skýrslu Evrópunefndar. Finnst fólki það almennt sexý hugmynd? Ekki?
mbl.is EES-samningurinn nýttur til að hafa áhrif á Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski fullseint í rassinn gripið...

...og ekki alveg ljóst hvað fengist með þessari frekar afturvirku aðgerð!
mbl.is Vilja svipta Hitler þýskum ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að sofa saman

Sofa samanHvers vegna sefur fólk saman? Hrotur maka kosta hinn aðilan jafnvel tveggja ára svefnleysi og eflaust má rekja ýmis önnur óþægindi til þess að hjón sofa í sama rúmi alla ævi. Á Spáni og í fleiri löndum (þar sem getnaðarvarnir hafa ekki alltaf verið aðgengilegar) þykir sjálfsagt að hjón sofi í tveimur rúmum, þótt þau séu reyndar í sama herbergi. Í Evrópu fyrri tíma voru hjón með sitt hvort herbergið og snyrtiherbergi, þannig að þau áttu sitt prívat. Það var ekki nema þau ætluðu að nota rúmin til annars en að sofa, að þau skriðu undir sömu sæng, en fóru svo í sitt hvort rúmið til að sofa og líklega til að fá svefnfrið. Væri þetta ekki meira spennandi?
mbl.is Hrotur maka kosta mikinn svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þetta ekki núna fyrst pizzur?

PizzaÞvílíkur munur! Nú verð ég frekar til í að kaupa Dominos pizzur með börnunum, því þetta sem þeir kalla "ítalskar" pizzur, eru altént líkari pizzum en hinar (amerísku?) sem eru ekkert nema brauð með tómatsósu og osti. Ég skil samt ekki hvers vegna þeir framleiða ekki bara þessar sem eru líkari pizzum? Finnst einhverjum þykkbrauðs magaþembandi flatbökurnar betri? Hvað finnst fólki um það?

Þörf á upplýstri umræðu um ESB á vettvangi stjórnmála

Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu úr Evrópunefnd um að þeir séu á móti aðild Íslands að ESB, þar sem hagsmunum Íslands yrði ekki gætt varðandi sjávarútvegsmál. Það er ekki hægt að slá því föstu hvernig samið yrði milli ESB og Íslands, fyrr en gengið er til viðræðna um hugsanlega aðild. Ég tel það vera gunguskap í íslenskum stjórnmálaflokkum að vilja ekki fara í aðildarviðræður. Viðræður eru ekki samningur, og til að upplýst umræða geti átt sér stað hér á landi meðal almennigns jafnt sem stjórnmálamanna, þá er ekki nóg að byggja á einhliða upplýsingum. Það þarf að skoða rök, og vil ég benda á erindi Michael Köhlers um sjávarútvegsstefnu ESB og Íslands á evropa.is í þessu samhengi. Fjöldi sjálfstæðismanna eru nefnilega ESB-sinnar (í felum) og enn fleiri eru með opinn huga varðandi að skoða hvernig aðild Íslands liti út. En á meðan stjórnmálamenn, sem eru á móti aðild stýra umræðunni, þá fær allur almenningur ekki upplýsingar sem byggjandi er á. Og nei, ég tel ekki að þessi sameiginlega yfirlýsing segi til um hugsanlegt stjórnarsamstarf, a.m.k. ekki á meðan enginn flokkur hefur "cojones" til að gera ESB að kosningamáli.
mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband