Færsluflokkur: Menning og listir

Var að lesa...

Ég las loksins Flugdrekahlauparann um daginn. Ég byrjaði á bókinni um borð í flugvél og var mjög pirruð að þurfa að lenda og leggja bókina frá mér! Hún vekur gífurlega sterk viðbrögð hjá manni, það liggur við að maður tárfelli í hverjum kafla. Ekki af því bókin sé sorgleg eða ofurgleðileg, heldur er frásögnin svo sterk að hún rústar algerlega tilfinningalegum vörnum. Menningarheimurinn og aðstæðurnar sem maður kemst í kynni við í gegnum frásögn Khaled Hosseini eru ótrúlegar og ættu að vera skyldulesning fyrir okkur Westrænu menningarvitana. Mæli hiklaust með henni, þótt ég sé kannski svolítið sein að lesa hana!

Hver verða stóru málin?

Formaður Íslandshreyfingarinna segir að umhverfismálin verði langstærsta kosningamálið. Hvað með Evrópusambandið og hugsanlega aðild Íslands? Er ekki komin tími til að athuga með aðildarviðræður? Það er alveg merkilegt hvernig tekst alltaf að svæfa þetta mál, kosningar eftir kosningar!

Miðaldra pönkarar og eilífar diskódúllur

mohawk hairstyleAldarfjórðungur er frá því kvikmyndin Rokk í Reykjavík var frumsýnd, og að því tilefni bauð Jón Ólafs nokkrum pönkurum, sem voru í myndinni, í sjónvarpsþátt sinn í kvöld. Það er sniðugt að sjá miðaldra menn rifja upp bernskubrekin, og eiginlega frekar krúttlegt.  En svakalega voru sumir ungir menn reiðir á þessum tíma! Var það bara til að vera eins og ungt fólk samtímans í London? Þar bjó fólk við ofbeldi og langtíma atvinnuleysi og sá ástæðu til að gera uppreisn gegn kerfinu. Hér voru aðstæður aðrar, en samt um að gera að taka þátt í nýjustu straumum í tónlist og tísku. Það komu rosa margir áhugaverðir tónlistarmenn upp á þessum tíma sem hafa haft áhrif á íslenska tónlist, eins og t.d. Þeyr og Björk, og óhætt að segja að þetta hafi verið einstakur tími. Ég man vel eftir þessum tíma, en ég var svoddan diskódrottning og nýbylgjudúlla að umræddir menn hefðu sjálfsagt ælt. 

Eiríkur flottur

Stigagjafaþættir Norðurlandaþjóðanna, þar sem lögin í Eurovision eru sýnd og dæmd, er alltaf hin besta skemmtun og orðin mun betri en keppnin sjálf! Þar er keppnin tekin mátulega alvarlega og skapaðar umræður um þetta menningarlega fyrirbæri sem Eurovision er. Eiríkur kemur vel út, drengur góður, lítillátur og norrænn án þess að tapa kúlinu - þrátt fyrir að vera hluti af geiminu í ár.

Borgað fyrir lífsreynslusögur - líka á Íslandi?

Þrátt fyrir bann við því að bresku hermennirnir sem voru í haldi Írana selji fjölmiðlum sögu sína, er svo kristaltært í mínum huga að það bann má sín lítils gegn ofurkrafti fjölmiðla og skemmtanabransans. Hvort sem það verður í spjallþætti, þar sem þeir segja krassandi sögur eða nota sjónvarp sem áfallahjálp og gráta úr sér augun, eða í formi nýrrar spennumyndar, þá mun sagan verða sögð. Og fjölmiðlar munu borga fyrir hana. Þannig gerast kaupin á Eyrinni. Þetta er líka orðið þekkt hér á landi, þótt hitt sé sem betur fer enn normið. Svo er það líka algengt hér að fólk borgi fjölmiðlunum fyrir að taka viðtal við það, og þykir eðlilegt sem PR þjónusta.
mbl.is Breska varnarmálaráðuneytið bannar hermönnum að selja sögur sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnslausar spurningar?

Þetta minnir mig á spurningarnar sem maður þarf að svara til að komast inn í Bandaríkin! Spurningarnar sem slíkar virka ákaflega hjákátlegar, því það væri undarlegt að einhver væri að sækjast eftir þjónustu þar sem ákveðin skilyrði eru sett, en myndi síðan skemma það fyrir sér með því að ljóstra upp um sig. Í því ljósi hef ég alltaf hlegið með sjálfri mér að svona spurningum. Hins vegar má lita á þetta frá hinni hliðinni, því með stórauknum alþjóðaviðskiptum og aukinni vitund manna um Ísland og möguleika þess, þá er aldrei að vita nema óprúttnir aðilar myndu nýta landið og fjármálakerfið til peningaþvættis. Við getum ekki stungið hausnum í sandinn með slíkt. Það þyrfti kannski að finna aðra aðferð en þessar beinu, undarlegu spurningar, sem ég get ekki ímyndað mér að skili árangri.  
mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um höfuðslæður múslima og sexý nærföt

Muslim womanFjöldi innflytjenda af arabískum uppruna hefur aukist í Brussel undanfarið, en ég tók sérstaklega eftir því núna þar sem það er frekar langt síðan ég var hér síðast. Á leið frá lestarstöðinni á hótelið gekk ég eftir götu sem heitir Rue Brabant, en þar eru margar verslanir í eigu múslímskra innflytjenda. Verslanirnar selja vefnaðarvöru og heimilisvöru og er þeim mörgum stýrt af konum, sem eru þá oftast klæddar á vestrænan máta, en með slæðu um höfuðið. Viðskiptavinirnir í verslunum á Rue Brabant eru líka aðallega konur, glæsilegar og fallega málaðar en með slæðu yfir hárinu. Í búðargluggum var víða stillt út höfuðgínum með fallegar, vandaðar slæður í öllum litum og mynstrum, en í sumum gluggum var stillt út svaka sexý nærfatnaði við hliðina á slæðunum.

red lingerieÍ einum glugganum voru t.d. rauðar efnislitlar brækur með glitrandi palíettum og rauður brjóstahaldari ásamt slæðum tilað hylja hárið. Þetta virkar tvíbent, mér fannst þetta mjög sérstakt og langaði mest að taka mynd af besta búðarglugganum, til menningarlegra rannsókna. Eru múslimakonur í sexý fötum undir kuflum og slæðum?  Eru þetta vestræn áhrif? Er þetta kannski hluti af menningunni? Hvers vegna er haldið í þann sið að hylja hárið ef manneskjan er síðan klædd á vestrænan máta, í gallapilsi og kafmáluð? Er þetta það sem koma skal, eftir því sem menningarheimarnir blandast?


Beint flug til Brussel

Mannekin PisÍ hvert sinn sem ég fer til Brussel velti ég fyrir mér hvers vegna Icelandair flýgur ekki beint til höfuðborgar Evrópusambandsins. Maður fer eldsnemma af stað og þarf að skipta um vél t.d. í Kaupmannahöfn og kemur á áfangastað seinnipartinn eða að kvöldi. Þannig fer heill dagur í ferðalag. En það fynda er, að stór hluti þeirra sem leggja af stað frá Íslandi að morgni eru einmitt á leið til Brussel og verða manni samferða alla leið. Sífellt fleiri eiga erindi þangað, hvort sem er úr stjórnsýslunni, frá menntageiranum eða fyrirtækjum. Það er flogið beint til Amsterdam, og einnig fer fragtvél daglega til Brussel. Hvers vegna er ekki sett upp áætlunarflug til borgarinnar, a.m.k. þrisvar í viku til reynslu? Kannski fattar Iceland Express þetta á undan? Ég er viss um að flug til Brussel myndi borga sig.

Tiplað á línu lögleysis og siðleysis

SmáblómUm leið og Spaugstofumenn hófu upp raust sína og sungu texta um álver og álvæðingu, vissi maður hvað var að gerast. Þeir njóta þess að tipla á tánum á línu þess sem telst löglegt og / eða siðlaust, sbr. páskaþáttinn um árið, sem mér fannst reyndar mjög fyndinn. Þetta er náttúrulega spurning um viðkvæmni og virðingu og hve mikið af hvoru við viljum hafa í heiðri. Mér fannst þjóðsöngsgrínið ekkert mjög smekklegt, en þá er hægt að spyrja: er hægt að banna fólki að syngja sinn eigin texta við þekkt lög? hvað um það þegar landslið Íslands í íþróttum syngja bandvitlausan texta við lagið? en þegar erlendar lúðrasveitir nauðga laginu sjálfu svo það er vart þekkjanlegt, t.d. á alþjóðlegum íþróttaviðburðum? hve viðkvæm ætlum við að vera, t.d. í samanburði við Breta, en í þeirra gríni er allt leyfilegt? Ég verð reyndar að játa að mín fyrsta hugsun á laugardagskvöldið var að blogga um þetta, -talandi um að vilja vera fyrstur með fréttirnar!


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TaB, TaB Cola, for beautiful people!

TaBÞað er kannski að bera í bakkafullan lækinn að blogga enn einu sinni um markaðssetningu gosdrykkja hér, en þar sem ég var ein af þeim sem hélt framleiðslunni  á TaB uppi á sínum tíma á Íslandi fann ég mig knúna til þess. Ég flutti mig síðan yfir í Diet Coke þegar ég bjó á Spáni og erfitt var að fá TaB, auk þess sem það var bragðverra þar. Man einhver eftir sjónvarpsauglýsingunni sem gekk 1982-1983, þegar sykurlausir gosdrykkir voru að ryðja sér til rúms? Lagið var svona: “Tab, Tab Cola, what a wonderful dream (eða drink?!), Tab, Tab Cola for beautiful people!, la,la,la...!"


mbl.is TaB af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband