Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Skoppandi líkamspartar og spiktutlur

Þetta gæti orðið grafískt og líka ákaflega vandræðalegt. Ímyndið ykkur hressilegan tröpputíma. Spinning með hraðri tónlist. Brjóst af öllum stærðum og gerðum að hristast í allar áttir, teygð og toguð. Pungar skutlast upp og niður, svitastorknir og klepraðir. Fitukeppir og spiktutlur fá alla athyglina. Nei, þá vil ég heldur þurfa að gangast undir tískuna í líkamsræktarsalnum. Ég verð að játa að ég sé ekkert eftirsóknarvert við nakið fólk saman í líkamsrækt. Kannski er ég bara svona púkó?
mbl.is Mikill áhugi á líkamsrækt fyrir nakta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sorrí mamma, hann er endanlega genginn út

Ofurtöffari landsins, Rúnar Júl giftist loks sinni heittelskuðu til hundrað ára, Maríu Baldursdóttur, í dag. Mömmu fannst hann æði. Fór á tónleika í Glaumbæ og reyndi að komast sem næst goðinu. Ég dáist að Maríu og Rúnari að hafa verið saman í gegnum súrt og sætt, frægð og frama beggja. Til hamingju með hvort annað! Mamma hefur það bara fínt, takk...

Nautasæði í hárið

Ég rak augun í texta framan á Bændablaðinu, sem liggur alltaf frammi á kassanum í Melabúðinni, um kosti nautasæðis sem hárnæringar. Þar er fullyrt að sæðið gefi gljáa og næringu og geri hárið líflegt og fallegt. Þetta er afskaplega forvitnilegt, þótt ég vilji nú frekar halda áfram að vera með hálmkennt strý frekar en brúka þennan gæðavökva. MaryMaður sér fyrir sér ákveðið vandamál ef æði grípur um sig og eftirspurnin verður mikil. En það góða er að það verður gaman hjá nautunum ef þær aðferðir eru notaðar við að ná glundrinu sem ímyndunarafl mitt segir til um. Vonandi gefst það betur en sullið úr öðru spendýri, sem Cameron Díaz notaði óvænt í stað hárgels í snilldarmyndinni "There is Something About Mary", það var snilldar atriði, en oj, ég held ég haldi mig við kemískar hárvörur!

Kynnstu einhleypum í Reykjavík

Þessi texti var á auglýsingaborða á netsíðu bólivísks dagblaðs í dag, www.larazon.com. Forvitnilegt, ekki satt? -Og hefur örugglega vakið athygli margra. Auglýsingin leiddi síðan inn á síðuna Amigos.com, sem ég skoðaði ekki nánar.

Frábær helgi - takk fyrir mig!

Gullmót Sunddeildar KR, Frönsk menningarhátíð, Vetrarhátið, AFMÆLIÐ MITT.... Það var alveg sama hvert litið var, þetta var mikilvæg helgi. Ég hélt upp á stórafmælið með pompi og allnokkurri pragt, mæting var gífurlega góð og nóg af veigum og veitingum. Stórfjölskyldan, vinir og vinufélagar mættu og ég fékk að heyra fagrar mæringar um mig sjálfa í ræðum sem mér finnst nú ekki leiðinlegt. Ég fékk frábærar gjafir og langar að segja takk, takk kærlega fyrir mig, þið þekkið mig greinilega vel!  


Kartöflumús er góð en ekki í frásögur færandi

CheesyEr gúrkutíð, er verið að breiða yfir umræðuna um hátt matarverð, eða er kannski verið að færa áhersluna í Baugsmálinu yfir á léttara plan? Þetta er algjör "ekki-frétt". Það eru ekki mýs í Bónus. Gott. Og? Ég held tryggð við mína Melabúð hvort sem mýs finnast þar eður ei, enda mikill nagdýravinur eins og alkunna er.
mbl.is Stóra kartöflumúsarmálið leyst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sælueyja án karla

Þetta er áhugavert framtak hjá Írönum. Ef konur geta hvergi verið í friði og verða sífellt að lúta reglum karla, hvers vegna þá ekki að útbúa stað þar sem engir karlar eru?! Maður ímyndar sér að það felist ákveðið frelsi í að losna undan drottnurunum, sem í mörgum samfélögum eru slíkir í krafti líkamsútlitslegs munar. (Þetta hefur nú verið get áður, samkvæmt sögunni, á eyjunni Lesbos undan strönd Grikklands, en það er önnur saga!) Íranir eru ekki svo galnir. Þeir hafa svarað Vesturlöndum því til, að ef þau krefjist þess að þeir hætti auðgun úrans til þróunar kjarnorku, þá ættu Vesturlönd að gera það líka. Hvers vegna ekki? Væri ekki nær að eyða fjármunum í að þróa aðra orkugjafa? Það myndi leysa nokkur vandamál á einu bretti, skal ég segja ykkur.
mbl.is Aðeins fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamaldags gaur

Brad kallinn á greinilega erfitt með að sætta sig við að konur hafa önnur viðhorf en hann var alinn upp við, því Jennifer hárfyrirmynd níunda áratugarins vildi ekki eiga fullt af börnum eins og hann, og nú vill Angelina stútulína góðgerðarprinsessa ekki rjúka upp að altarinu. Í stað þess að játast undir ný viðhorf, þá fer hann í tómt tjón greyið. Of þrjóskur, eins og er nú reyndin með marga góða drengi, hóst, hóst...


mbl.is Samband Jolie og Pitt sagt í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf að færast í umræður um ESB aðild

Umræðan um ESB og hugsanlega aðild Íslands hefur undanfarið breyst úr yfirhylmingum og rangfærslum stjórnmálamanna, sem treystu því að almenningur væri almennt illa upplýstur, í meiri "matter-of-fact" umræðu. Ég fagna því, þar sem ég tel að Íslendingar þurfi að fara í aðildarviðræður til að vita í alvöru um alla kosti og galla þess að vera innan ESB. Reyndar er mín skoðun sú, að með EES samningnum höfum við í raun byrjað að taka þátt í Evrópusamrunanum, en séum í þrjósku okkar að fresta því að okkar forsendur og skoðanir hafi eitthvað að segja. Koma Michael A. Köhler, helsta aðstoðarmanns sjávarútvegsmálastjóra ESB hingað til lands og yfirlýsingar hans um að Íslendingar munu alltaf stýra aðgangi að sínum fiskimiðum, gæti haft áhrif á þróun umræðunnar. Pétur Gunnarsson minnir á að það voru Sjálfstæðismenn sem bentu á að aðild að Evrópusambandinu væri líklega heppilegasta leiðin fyrir Ísland, en síðan gerðist eitthvað dularfullt í þeim flokki. Í Háskólanum í Reykjavík var um daginn áhugavert málþing um evru eða ekki evru og nú í vikunni verður þar fundur um hvort hægrimenn eigi heima í ESB. Öll slík umræða er að sjálfsögðu af hinu góða, en nú er bara að sjá hvort einhver flokkur hafi hugrekki til að gera þetta virkilega að kosningamáli en drekki því ekki í dægurmálaþrasi.

Vínsmökkun

Þá er hafin vika vínsmökkunar á heimilinu. Það verður að velja vínið vel fyrir afmælisgestina, þannig að við munum fórna okkur við að smakka eina til tvær vel valdar tegundir daglega. Í dag var það eitt ítlaskt Chianti og ástralskt Shiraz með grúví miða. Leitin heldur áfram á morgun...

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband