Sælueyja án karla

Þetta er áhugavert framtak hjá Írönum. Ef konur geta hvergi verið í friði og verða sífellt að lúta reglum karla, hvers vegna þá ekki að útbúa stað þar sem engir karlar eru?! Maður ímyndar sér að það felist ákveðið frelsi í að losna undan drottnurunum, sem í mörgum samfélögum eru slíkir í krafti líkamsútlitslegs munar. (Þetta hefur nú verið get áður, samkvæmt sögunni, á eyjunni Lesbos undan strönd Grikklands, en það er önnur saga!) Íranir eru ekki svo galnir. Þeir hafa svarað Vesturlöndum því til, að ef þau krefjist þess að þeir hætti auðgun úrans til þróunar kjarnorku, þá ættu Vesturlönd að gera það líka. Hvers vegna ekki? Væri ekki nær að eyða fjármunum í að þróa aðra orkugjafa? Það myndi leysa nokkur vandamál á einu bretti, skal ég segja ykkur.
mbl.is Aðeins fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurning hvort einhverjar noti ekki bara tækifærið og panti flóttaskip á eyjuna. Því miður er nefnilega staðreyndin sú að þær eru ekkert annað en gíslar feðraveldisins sem er þar, kona getur ekki farið úr landi án þess að vera í fylgd karlmanns eða fá undirskrift frá tveimur (yfirleitt föður og eiginmanns).

Mæli með kvikmyndinni "Not Without My Daughter" með Sally Field í aðalhlutverki, myndin fjallar um bandarískar mæðgur sem eru fastar í Íran.

Geiri (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:26

2 identicon

Sæl

Ég er hissa á þér sem femínista að þú skulir vera að mæra klerkaveldið í Íran.  Klerkaveldið í Íran er þekkt af allt öðru en manngæsku (kvengæsku), hvað þá frelsi og jafnrétt.  Að vera búa til sérstaka nýlendu fyrir konur er stórt skref aftur á bak og er alls ekki til þess fallið að auka jafnrétti kynjanna.  Ef femístar frá Íslandi þyrftu að búa í Íran og giftar þarlendum mönnum og yrði að sætta sig við boð og bönn klerkaveldisins, myndi Iran vera staður sem jafnaðist við helvíti á jörð. 

Það vita allir sem ekki eru "bláeygðir" að tilgangur Írana með kjarnorku stefnu sinni er ekki að framleiða orku fyrir landið.  Þeir þurfa ekki á kjarnorku að halda.  Íran er næst auðugsta ríki veralda hvað varðar gaslindir og þriðja auðugsta land í veröldinni hvað varðar olíuforða með 137 mia. lesta olíuforða.  Þarf slíkt ríki á kjarnorku að halda??  Eru umhverfissamtök svona sterk í Íran að þau hafi fengið það í gegn að betra sé að geyma olíuna og gasið í jörðinni út frá einstöku verndar- og náttúrugildi þess líkt og fólk vill að gert verði við fallvötnin hér á landi?

Nei, vertu ekki svona einföld.  Íranir líkt og N-Kóreu menn ætla að búa til kjarnorku sprengju til að jafna Íraelsríki við jörðu með manni og mús, og myrða svona ca. 7 mió. gyðinga sem þar búa og þar með að slá met "öðlingsins" Hitlers og reka endapunktinn á helfarar hans gegn gyðingum.

Hvar eru friðar- og umhverfissinnar nú þegar Íranir og N-Kórumenn eru að koma sér upp kjarnorku og kjarnorkuvopnum?  Þessir sömu friðarsinnar hafa farið hamförum þegar Vestræn ríki ætla að koma sér upp kjarnorkuverum til að mæta aukinni orkuþörf, en þessi ríki eiga enga olíu eða gas í jörðu líkt og Írand til að mæta orkuþörf sinni.

Það særir mig sem jafnréttissina að þú skulir vera að hrósa svona afturhaldsríki eins og Íran, sem þekkt er fyrir afturhalds- og öfgastefnu.

Örn Jónasson (IP-tala skráð) 21.2.2007 kl. 11:41

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

"Íranir líkt og N-Kóreu menn ætla að búa til kjarnorku sprengju til að jafna Íraelsríki við jörðu með manni og mús, og myrða svona ca. 7 mió. gyðinga sem þar búa og þar með að slá met "öðlingsins" Hitlers og reka endapunktinn á helfarar hans gegn gyðingum."

 Það er einmitt það. Hver er þá tilgangur Ísraelsmanna með sínum bombum, sem þeir eru búnir að eiga nokkuð lengi í trássi við alþjóðalög og samninga? Bara til varnar, eða hvað?

Dettur þér ekki í hug, Örn, að Íranir séu að koma sér upp kjarnorku til þess að koma í veg fyrir að landið verði sprengt aftur til steinaldar líkt og Afganistan og Írak?

Svala Jónsdóttir, 22.2.2007 kl. 11:56

4 Smámynd: halkatla

það er ekkert að því að benda á að þessi röksemdafærsla sem íranir nota er ekkert bull, annað sem stendur um þá í þessari grein tók ég sem kaldhæðni, ég á einhvernvegin ekki von á því að íslendingar geti litið á hryllinginn sem þar viðgengst án þess að búa til úr honum einhverskonar kaldhæðni og klikkja svo út með því að þótt okkar heimshluti sé alltaf að setja sig á háan hest, þá er það af mjög vafasömum ástæðum. ég segi nú bara svona, af því að Örn varð svo fúll... 

halkatla, 26.2.2007 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband