Nautasæði í hárið

Ég rak augun í texta framan á Bændablaðinu, sem liggur alltaf frammi á kassanum í Melabúðinni, um kosti nautasæðis sem hárnæringar. Þar er fullyrt að sæðið gefi gljáa og næringu og geri hárið líflegt og fallegt. Þetta er afskaplega forvitnilegt, þótt ég vilji nú frekar halda áfram að vera með hálmkennt strý frekar en brúka þennan gæðavökva. MaryMaður sér fyrir sér ákveðið vandamál ef æði grípur um sig og eftirspurnin verður mikil. En það góða er að það verður gaman hjá nautunum ef þær aðferðir eru notaðar við að ná glundrinu sem ímyndunarafl mitt segir til um. Vonandi gefst það betur en sullið úr öðru spendýri, sem Cameron Díaz notaði óvænt í stað hárgels í snilldarmyndinni "There is Something About Mary", það var snilldar atriði, en oj, ég held ég haldi mig við kemískar hárvörur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðalheiður, þú ert með MJÖG líflegt ímyndunarafl

Laulau (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 22:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband