Færsluflokkur: Vefurinn

Glærukynningar - of mikið af því góða?


Stóriðja í takt við tímann

Sú hugmynd, að bjóða erlendum veffyrirtækjum að setja hér upp netþjónabú, er líklega besta hugmyndin sem fram hefur komið í umræðunni um iðnaðaruppbyggingu og orkunýtingu. Hér væri um að ræða umhverfisvænan iðnað sem tæki ekki mikið pláss og mengaði lítið sem ekkert. Hægt væri að koma orkunni í verð, eins og stjórnmálamenn okkar virðast fyrir alla muni vilja gera, þjóðarbúið fengi tekjur af einhverju öðru en þorski og áli, og ekki verra að loks myndi kuldinn og vindurinn nýtast okkur sem söluvara. Þetta kalla ég stóriðju í lagi!
mbl.is Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tækifæri fyrir ferðaskrifstofur að auglýsa

Mér líst ekki  illa þessa hugmynd, og bendi á bloggsíðu Fararstjórans sem ákaflega vænlegan miðil fyrir ferðaskrifstofur. Ég gæti þá látið fljóta með skemmtisögur af sólarströnd þegar ég tók þar á móti hundruðum Íslendinga, eða gæti sagt frá bestu hótelum og veitingastöðunum á mismunandi ferðamannastöðum...!
mbl.is Auglýsingar á vinsælar bloggsíður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nekt á forsíðu Moggans í dag

Forsíðumynd Morgunblaðsins í dag er frábær vegna óheppilegrar uppstillingar, og þess virði að skoða. Þar sjást tvær manneskjur halda á milli sín listaverki Andy Warhols af Elísabetu Taylor, en á bak við aðra þeirra er nákvæmt málverk af nakinni konu í fullri stærð sem virðist halda í aðra manneskjuna. Þar með er nektarmynd á forsíðu Morgunblaðsins í dag. Svona gerast tilviljanirnar stundum!

Tiplað á línu lögleysis og siðleysis

SmáblómUm leið og Spaugstofumenn hófu upp raust sína og sungu texta um álver og álvæðingu, vissi maður hvað var að gerast. Þeir njóta þess að tipla á tánum á línu þess sem telst löglegt og / eða siðlaust, sbr. páskaþáttinn um árið, sem mér fannst reyndar mjög fyndinn. Þetta er náttúrulega spurning um viðkvæmni og virðingu og hve mikið af hvoru við viljum hafa í heiðri. Mér fannst þjóðsöngsgrínið ekkert mjög smekklegt, en þá er hægt að spyrja: er hægt að banna fólki að syngja sinn eigin texta við þekkt lög? hvað um það þegar landslið Íslands í íþróttum syngja bandvitlausan texta við lagið? en þegar erlendar lúðrasveitir nauðga laginu sjálfu svo það er vart þekkjanlegt, t.d. á alþjóðlegum íþróttaviðburðum? hve viðkvæm ætlum við að vera, t.d. í samanburði við Breta, en í þeirra gríni er allt leyfilegt? Ég verð reyndar að játa að mín fyrsta hugsun á laugardagskvöldið var að blogga um þetta, -talandi um að vilja vera fyrstur með fréttirnar!


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg sjálfspíningarhvöt

Fyndið að lesa umræðu um Vista stýrikerfið og þurfa að heyra að tölvur "krassi" hjá vinum sínum eða að fólk eyði heilu og hálfu dögunum í vírusskann, en ég heyrði um þetta bæði í dag. Hvað er þetta eiginlega? Er fólk yfirleitt að nota PC vélar ennþá?!? Það er undarlegt í ljósi þess að: 1. þær virka aldrei eins og maður vill og stýrikerfið sem þær flestar keyra á er gallagripur frá upphafi og 2. það hafa verið til betri vélar í 20 ár sem byggja á þeirri hugmyndafræði að tölvur eigi ekki að vera með vesen, heldur bara að virka fyrir mann. Þær heita Apple Macintosh. Eignist líf, losið ykkur við vandamálin, hættið að pína ykkur, frelsist!

Kynnstu einhleypum í Reykjavík

Þessi texti var á auglýsingaborða á netsíðu bólivísks dagblaðs í dag, www.larazon.com. Forvitnilegt, ekki satt? -Og hefur örugglega vakið athygli margra. Auglýsingin leiddi síðan inn á síðuna Amigos.com, sem ég skoðaði ekki nánar.

Heimabankar hættulegir?

Hefur einhver áhyggjur af þessu? Hvers vegna gera lífið flókið og leiðinlegt, ljótt og hættulegt? Fáið ykkur alvöru tölvu! fáið ykkur Mac! Ekkert stress, bara skemmtilegt, einfalt og fallegt líf.

Fjör í fjölmiðlaheimi

Fróði seldur, Mogginn breytist og nýtt blað í uppsiglingu. Þetta eru spennandi tímar í fjölmiðlun og ég hlakka til að fylgjast með breytingum sem af þessu hljótast! Það er einhver fiðringur í loftinu og frekari sviptingar munu jafnvel eiga sér stað...


mbl.is Íslendingasagnaútgáfan hefur keypt tímarit Fróða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott tengslanet og krassandi sögur

Maður getur ekki annað en heimsótt Orðið á götunni til að sækja fréttir um það sem er efst á baugi. Þetta er snilldarsíða, og er eiginlega nýja uppáhaldsbloggsíðan mín eftir að ég kom að utan. Höfundar hafa greinilega yfir að ráða tenglum inn á flest svið þjóðmála, og dansa á þessari línu sem sumir blaðamenn kunna, en verða að passa sig að fara ekki yfir. Það er galdurinn.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband