Færsluflokkur: Matur og drykkur
1.3.2007
Sælkeraframleiðsla úr sveitinni
Ég er svo ánægð með að loksins geta frumframleiðendur (lesist bændur) þróað, kynnt og markaðssett sínar eigin vörur á Íslandi. Þannig hafa allar gúrmet vörur heimsins þróast, og hver vegna ekki hér? Bestu vínin, ostar, pylsur, krydd og allar aðrar landbúnaðarvörur hafa þróast svoleiðis (svona svipað og við vorum pínd til að þróa súrsuð matvæli og lýsi!) Eigendur Friðriks V, eins besta veitingastaðar á Íslandi, fara þarna fremst í flokki í samstarfi við bændur og voru flott í fréttunum í kvöld að bjóða landbúnaðarráðherra Blóðbergsdrykk með bláberjabragði. Það kom líka fram að hér álandi sé eini blóðbergsakurinn sem vitað er um í okkar heimshluta? Hvar er hann og hvernig lítur hann út? Forvitni mín er vakin, ég sé mig í anda eitthvert sumarið, fara bæ af bæ og smakka heimagerðar lystisemdir! Þetta er skemmtileg þróun og hlaut að koma að því að þessi höft væru afnumin eins og fleiri. Nú er komið að okkar að þróa þessa framleiðslu.
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.2.2007
Skoppandi líkamspartar og spiktutlur
Mikill áhugi á líkamsrækt fyrir nakta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2007
Frábær helgi - takk fyrir mig!
Gullmót Sunddeildar KR, Frönsk menningarhátíð, Vetrarhátið, AFMÆLIÐ MITT.... Það var alveg sama hvert litið var, þetta var mikilvæg helgi. Ég hélt upp á stórafmælið með pompi og allnokkurri pragt, mæting var gífurlega góð og nóg af veigum og veitingum. Stórfjölskyldan, vinir og vinufélagar mættu og ég fékk að heyra fagrar mæringar um mig sjálfa í ræðum sem mér finnst nú ekki leiðinlegt. Ég fékk frábærar gjafir og langar að segja takk, takk kærlega fyrir mig, þið þekkið mig greinilega vel!
19.2.2007
Vínsmökkun
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2007
Boston á morgun
Getið þið ímyndað ykkur að kaupa ekkert nýtt í eitt ár nema það allra nauðsynlegasta? Mér finnst þetta áhugaverð tilraun og er viss um að maður myndi í fyrsta lagi gera sér grein fyrir hverjar raunverulegar nauðsynjar eru og í öðru lagi hvers maður getur hæglega verið án þess að gera sér grein fyrir því. Í þriðja lagi myndi maður eflaust þróa með sér ákveðna virðingu fyrir hlutum, virðngu sem mér finnst algerlega á undanhaldi hér á landi og síðast en ekki síst myndi maður spara pening! Hvernig væri að draga niður í neyslukapphlaupinu?
Fóru í eins árs verslunarbann á ónauðsynlegt dót | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.1.2007
Ég elska túrista!
Undarlegar spurningar ferðamanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.12.2006
Baugur styrkir sig á prentmiðlamarkaði
Útgáfufélag í eigu Baugs og 365 tekur við útgáfu DV | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)