Færsluflokkur: Matur og drykkur
21.4.2007
Var þetta ekki snilld?!?
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
26.3.2007
TaB, TaB Cola, for beautiful people!
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að blogga enn einu sinni um markaðssetningu gosdrykkja hér, en þar sem ég var ein af þeim sem hélt framleiðslunni á TaB uppi á sínum tíma á Íslandi fann ég mig knúna til þess. Ég flutti mig síðan yfir í Diet Coke þegar ég bjó á Spáni og erfitt var að fá TaB, auk þess sem það var bragðverra þar. Man einhver eftir sjónvarpsauglýsingunni sem gekk 1982-1983, þegar sykurlausir gosdrykkir voru að ryðja sér til rúms? Lagið var svona: Tab, Tab Cola, what a wonderful dream (eða drink?!), Tab, Tab Cola for beautiful people!, la,la,la...!"
TaB af markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.3.2007
Kúkakaffi
Nú verður maður að fara í Te & kaffi og smakka kaffið sem allir tala um - kúkakaffið. Hreysikettir í Indónesíu velja sér bestu kaffifræin af plöntunum, sem eru ákkúrat á réttum tíma í vexti, og éta þau. Baunin sjálf meltist ekki, svo þeir skila af sér einstakri baun sem fer náttúrulega leið í gegnum hreysiköttinn og er síðan tínd og brennd. Kaffið úr þessum baunum á að vera eitthvað alverlega sérstakt. Bollin kostar 600 krónur og ágóðinn rennur til langveikra barna. Ef þetta er ekki lífrænt ræktað, þá veit ég ekki hvað!
18.3.2007
Keflavíkurmenningin beint í bílinn
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007
Það sem karlmenn vilja
Matur og drykkur | Breytt 16.3.2007 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Það er frábært hjá Agli að hvetja til vatnsdrykkju, en mér finnst ekki passa að í kjölfarið komi: fáðu þér vatn fáðu þér Kristal. Viljum við byrja að kalla sódavatn, vatn með bragðefnum, og aðrar slíkar vörur vatn? Ég veit þetta er gert í mörgum löndum, þar sem vatn er ekki jafnmikið vatn og á Íslandi (skiljið þið hvað ég á við? - hér er vatnið náttúrulegt og gott). Ég vandist snemma á að þurfa að biðja um agua sin gas, því annars væri komið með gosdrykk. Getum við einhvern veginn reynt að passa að vatn verði vatn en gosdrykkir verði ekki vatn? Eruð þið með hugmyndir?
Matur og drykkur | Breytt 16.3.2007 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007
Zero hvað?
Ég er líklega einn helsti neytandi sykurlausra gosdrykkja fyrr og síðar á Íslandi, þótt víðar væri leitað, en er ekki nóg komið af mismunandi tegundum af sykurlausu kóki? Hvað mig varðar persónulega, þá er þetta allt á kostnað diet kók, sem er minn drykkur í dag, og síðan held ég að neytendur þurfi ekki meira. Hver greinir markaðsþarfirnar, og hvað segir þeim að það þurfi Coke Zero? Sniðinn að smekk karlmanna segja þeir, en hvernig vita þeir það? Vilja karlmenn sykurlaust kók með moldarbragði frekar en alvöru kók? Er þetta sett til höfuðs Pepsi Max eða hvað? Mig langar að komast inn í markaðsþarfagreininguna og ákvarðanaferlið hjá þessu frábæra fyrirtæki, sem á svo mikið undir mér!
Forstjóri Coca-Cola í Skandinavíu aðstoðar við kynningu hjá Vífilfelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
13.3.2007
Tilboð sem drepa
9.3.2007
Eru þetta ekki núna fyrst pizzur?
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007
Diet kók gerir sama gagn
Lítið gagn í kaffibollanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |