Látum viðfangsefnið ekki flækjast fyrir okkur

Ég ætlaði ekki að tjá mig um klámþingið margumrædda, en get ekki orða bundist. Ég fer fremst í flokki þeirra sem vilja veg Íslands sem ferðamannalands og fýsilegs staðar til ráðstefnu- og fundarhalda sem mestan og tel hæpið að stjórnvöld eða aðrir geti valið viðfangsefni viðburða sem hér eru haldnir. Hér er um að ræða hóp sem hefur lifibrauð af ákveðnum iðnaði. Auðvitað getur ýmislegt vafasamt tengst þessum iðnaði sem öðrum. Eigum við að banna læknaþing af því sumir læknar í heiminum útvega fíklum lyf? Við höfum tekið með virktum á móti ráðamönnum ríkja þar sem mannréttindi eru fótum troðin, bjóðum stórfyrirtæki sem styrkir vopnaframleiðslu að setja á fót starfsemi hér, seljum fatnað fyrirtækja sem þykir sannað að hafi börn í þrælavinnu, og svo mætti áfram telja. Viðkomandi aðilar hafa valið okkar land til að hittast, þau leigja sér dýr hótelherbergi, ráðstefnusali og samgöngutæki og greiða fáránlegt verð fyrir mat og drykk til að koma hingað. Í þessum stóra hópi er meirihlutinn eflaust frekar venjulegt fólk, sem jafnvel gæti komið hingað síðar með fjölskyldu sína eða vinnufélaga og kynnt fallegt land og góðar móttökur víða. Tekjur og gott orðspor er okkur til framdráttar en forræðishyggjan til vansa.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband