Færsluflokkur: Matur og drykkur
23.12.2006
Í göngutúr með ruslið
Ég hef verið að reyna að bæta mig í að fara með fernur, pappaílát og blöð í endurvinnsluna og hefur orðið vel ágengt síðan gámarnir komu hingað í hverfið. Um daginn höfðu safnast saman pappaílát í kassa og blöð í poka, og ákvað ég að taka það með mér þar sem ég var á leiðinni út í búð og skila því í gáminn. Þetta var um það leyti dags sem fólk er að koma úr vinnu og fara í búðir og margt fólk á ferli á Hofsvallagötunni. En það átti ekkert að líta illa út að vera úti að ganga með ruslið undir hendinni, því ég stefndi á gáminn. Þangað til ég komst að því að gámurinn var FARINN! Þá var ekkert um neitt annað að ræða en snúa við og fara í Melabúðina með ruslið í poka, eins og ég hefði skroppið með það í skemmtigöngu. Mjög lekkert. Hvert eru gámarnir farnir? Vilji minn til að safna fernum og öðru slíku er eiginlega gufaður upp og nágrannarnir halda að ég sé klikkuð. Og ég hlýt að spyrja mig hve mikils virði það er að ég taki þátt í endurvinnslunni.
23.12.2006
Kók er ekki það sama og kók
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 01:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.11.2006
Viltu auga, tungu eða hnakkaspik?
Borgarstjóri gæddi sér á sviðum með nemendum í Hagaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.10.2006
Hittu skyndibitann lifandi
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.8.2006
Fara rotturnar að éta tyggjó?
Matur og drykkur | Breytt 28.8.2006 kl. 15:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.8.2006
Má ég vera með?
Keppt í hrútaþukli á Ströndum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)