Færsluflokkur: Matur og drykkur
16.8.2007
Hundur í berjamó
Við skruppum í heimsókn í sumarbústað á Suðurlandi í gær til vinkonu minnar og fjölskyldu sem þar dvelja, og fannst tilvalið að fá okkur göngutúr og líta eftir berjum. Það þurfti ekki að ganga lengi til að hnjóta um svört krækilyng og ilmandi bláberjalyng. Ber, ber, ber út um allt, svo við lögðumst í mosann (sem er frekar harður eftir þetta þurra sumar!) og hófum tínsluna. Börnin skoppuðu um og tíndu ber, unglingurinn talaði í gemsann með annarri hendinni og tíndi ber með hinni og við vinkonurnar veltum okkur frá einu lyngi til annars, liggjandi í mosanum masandi. Eins og í öðru, vildi lögregluhundurinn Rex (sem ég passa á sumrin) ólmur vera með og hóf að tína ber af mikilli áfergju. Ég hef aldrei áður séð hund í berjamó, tína af lynginu og kjamsa á berjunum, en þetta var mjög fyndin sjón! Svo var haldið í sumarbústaðinn og berin höfð í eftirrétt um kvöldið ásamt ís, rjóma og grilluðum sykurpúðum. Indæll dagur, og góð afsökun til að svíkjast um frá verkefnum og próflestri!
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 10:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.7.2007
Ostaskeraleitin mikla
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Auglýsingar á vinsælar bloggsíður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2007
Alltaf gaman á Akureyri
16.5.2007
Óður til sauðkindarinnar
Í Bændablaðinu er snilldarljóðabálkur sem heitir "Óður til sauðkindarinnar", sem er sagður eftir Þorfinn nokkurn Jónsson. Í blaðinu kemur fram að lesendur hafi lagt hart að blaðinu að birta ljóðið á ný eftir langan tíma. Þótt í þetta sinn hafi Bændablaðið orðið á vegi mínum á Akureyrarflugvelli, þá má geta þess fyrir áhugasama höfuðborgarbúa, að blaðið liggur jafnan frammi ókeypis á kassanum á Melabúðinni - nema hvað. Þetta er semsagt í 9. tbl. Bændablaðsins frá 15. maí 2007. Rafræn útgáfa hér.
Þetta er gargandi snilld og mikið eigum við blessaðri kindinni að þakka!
Matur og drykkur | Breytt 30.7.2007 kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2007
Frétt eða auglýsing?
Ný kynslóð lágvöruverðsverslana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
30.4.2007
Grannar og graðar
Þessi hópur vísindamanna sem vinnur að því að þróa pillu til að örva kynhvöt kvenna um leið og hún dregur úr matarlyst þeirra, samanstendur væntanlega af karlmönnum, sem skemmta sér vonandi konunglega. Er það ekki draumur allra karlmanna að hafa konur grannar og graðar? Kannski spurning hvort vísindamenn ættu ekki að nota tímann í að þróa aðferðir til að koma í veg fyrir eða lækna hættulega sjúkdóma, t.d. brjóstakrabbamein. Allt spurning um forgangsröðun...
Vonir bundnar við pillu sem örvar kynhvötina og dregur úr matarlyst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 18:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.4.2007
Orgasmic!
26.4.2007
Markaðsbrella ársins
Hverju finnur fólk ekki upp á! Það hlýtur að vera mjög spennandi að fylgjast með þroska þessa merkilega osts. Maður getur rétt ímyndað sér lyktina! En í alvöru, þetta er snilld. Ég tilnefni bændurna þarna í Suður-Englandi til markaðsverðlauna ársins.
Ostur orðinn internetstjarna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
22.4.2007