Færsluflokkur: Dægurmál
Það er frábært hjá Agli að hvetja til vatnsdrykkju, en mér finnst ekki passa að í kjölfarið komi: fáðu þér vatn fáðu þér Kristal. Viljum við byrja að kalla sódavatn, vatn með bragðefnum, og aðrar slíkar vörur vatn? Ég veit þetta er gert í mörgum löndum, þar sem vatn er ekki jafnmikið vatn og á Íslandi (skiljið þið hvað ég á við? - hér er vatnið náttúrulegt og gott). Ég vandist snemma á að þurfa að biðja um agua sin gas, því annars væri komið með gosdrykk. Getum við einhvern veginn reynt að passa að vatn verði vatn en gosdrykkir verði ekki vatn? Eruð þið með hugmyndir?
Dægurmál | Breytt 16.3.2007 kl. 13:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.3.2007
Zero hvað?
Ég er líklega einn helsti neytandi sykurlausra gosdrykkja fyrr og síðar á Íslandi, þótt víðar væri leitað, en er ekki nóg komið af mismunandi tegundum af sykurlausu kóki? Hvað mig varðar persónulega, þá er þetta allt á kostnað diet kók, sem er minn drykkur í dag, og síðan held ég að neytendur þurfi ekki meira. Hver greinir markaðsþarfirnar, og hvað segir þeim að það þurfi Coke Zero? Sniðinn að smekk karlmanna segja þeir, en hvernig vita þeir það? Vilja karlmenn sykurlaust kók með moldarbragði frekar en alvöru kók? Er þetta sett til höfuðs Pepsi Max eða hvað? Mig langar að komast inn í markaðsþarfagreininguna og ákvarðanaferlið hjá þessu frábæra fyrirtæki, sem á svo mikið undir mér!
Forstjóri Coca-Cola í Skandinavíu aðstoðar við kynningu hjá Vífilfelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
13.3.2007
Tilboð sem drepa
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.3.2007
Kannski fullseint í rassinn gripið...
Vilja svipta Hitler þýskum ríkisborgararétti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.3.2007
Að sofa saman
Hrotur maka kosta mikinn svefn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.3.2007
Eru þetta ekki núna fyrst pizzur?
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 15:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.3.2007
Diet kók gerir sama gagn
Lítið gagn í kaffibollanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2007
Undarleg sjálfspíningarhvöt
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2007
Þroskasaga kirkjunnar
Hugmyndir um að sameina kirkjudeildir kristinnar kirkju eru ákaflega áhugaverðar að mínu mati, sérstaklega þar sem það myndi vera merki um ákveðinn þroska og gagnkvæman skilning kristins samfélags. Mér finnst líka áhugaverðar kenningar þess efnis að siðbót í ætt við þá sem M.Lúter stóð fyrir í kristinni kirkju, hafi enn ekki átt sér stað í trúarsamfélagi múslíma, og því vanti upp á ákveðinn þroska þess samfélags sem notar gjarna trú sem skálkaskjól fyrir rangtúlkanir og samfélagslega glæpi á borð við ofsóknir. Ef við skoðum trúna í tímalegu samhengi, þá ætti kannski að fara að koma að slíkri umbreytingu, þótt hún virðist reyndar ekki vera í sjónmáli!
Kirkjuhefðir á Íslandi hafa líka þroskast mikið undanfarin ár og get ég altént hrósað prestum í Nesirkju fyrir að hafa leitt kirkjuna inn í nútímann án allrar helgislepju. Þar er talað um dægurmál, mannleg samskipti skoðuð, boðið upp á tónleika, börnin látin njóta sín og svo er hlegið hjartanlega og klappað. Halelúja!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)