Færsluflokkur: Dægurmál
26.3.2007
Tiplað á línu lögleysis og siðleysis
Um leið og Spaugstofumenn hófu upp raust sína og sungu texta um álver og álvæðingu, vissi maður hvað var að gerast. Þeir njóta þess að tipla á tánum á línu þess sem telst löglegt og / eða siðlaust, sbr. páskaþáttinn um árið, sem mér fannst reyndar mjög fyndinn. Þetta er náttúrulega spurning um viðkvæmni og virðingu og hve mikið af hvoru við viljum hafa í heiðri. Mér fannst þjóðsöngsgrínið ekkert mjög smekklegt, en þá er hægt að spyrja: er hægt að banna fólki að syngja sinn eigin texta við þekkt lög? hvað um það þegar landslið Íslands í íþróttum syngja bandvitlausan texta við lagið? en þegar erlendar lúðrasveitir nauðga laginu sjálfu svo það er vart þekkjanlegt, t.d. á alþjóðlegum íþróttaviðburðum? hve viðkvæm ætlum við að vera, t.d. í samanburði við Breta, en í þeirra gríni er allt leyfilegt? Ég verð reyndar að játa að mín fyrsta hugsun á laugardagskvöldið var að blogga um þetta, -talandi um að vilja vera fyrstur með fréttirnar!
Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.3.2007
TaB, TaB Cola, for beautiful people!
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að blogga enn einu sinni um markaðssetningu gosdrykkja hér, en þar sem ég var ein af þeim sem hélt framleiðslunni á TaB uppi á sínum tíma á Íslandi fann ég mig knúna til þess. Ég flutti mig síðan yfir í Diet Coke þegar ég bjó á Spáni og erfitt var að fá TaB, auk þess sem það var bragðverra þar. Man einhver eftir sjónvarpsauglýsingunni sem gekk 1982-1983, þegar sykurlausir gosdrykkir voru að ryðja sér til rúms? Lagið var svona: Tab, Tab Cola, what a wonderful dream (eða drink?!), Tab, Tab Cola for beautiful people!, la,la,la...!"
TaB af markaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.3.2007
Kúkakaffi
Nú verður maður að fara í Te & kaffi og smakka kaffið sem allir tala um - kúkakaffið. Hreysikettir í Indónesíu velja sér bestu kaffifræin af plöntunum, sem eru ákkúrat á réttum tíma í vexti, og éta þau. Baunin sjálf meltist ekki, svo þeir skila af sér einstakri baun sem fer náttúrulega leið í gegnum hreysiköttinn og er síðan tínd og brennd. Kaffið úr þessum baunum á að vera eitthvað alverlega sérstakt. Bollin kostar 600 krónur og ágóðinn rennur til langveikra barna. Ef þetta er ekki lífrænt ræktað, þá veit ég ekki hvað!
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.3.2007
Sameinum úthverfin Reykjavík
Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.3.2007
Framfarir en ekki samfarir
Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.3.2007
Keflavíkurmenningin beint í bílinn
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.3.2007
George og Ringo syngja fyrir nútímann
Dægurmál | Breytt 18.3.2007 kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.3.2007
Mælt af viti
Umræða um ESB óviðunandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2007
Það sem karlmenn vilja
Dægurmál | Breytt 16.3.2007 kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)