Færsluflokkur: Dægurmál

Tiplað á línu lögleysis og siðleysis

SmáblómUm leið og Spaugstofumenn hófu upp raust sína og sungu texta um álver og álvæðingu, vissi maður hvað var að gerast. Þeir njóta þess að tipla á tánum á línu þess sem telst löglegt og / eða siðlaust, sbr. páskaþáttinn um árið, sem mér fannst reyndar mjög fyndinn. Þetta er náttúrulega spurning um viðkvæmni og virðingu og hve mikið af hvoru við viljum hafa í heiðri. Mér fannst þjóðsöngsgrínið ekkert mjög smekklegt, en þá er hægt að spyrja: er hægt að banna fólki að syngja sinn eigin texta við þekkt lög? hvað um það þegar landslið Íslands í íþróttum syngja bandvitlausan texta við lagið? en þegar erlendar lúðrasveitir nauðga laginu sjálfu svo það er vart þekkjanlegt, t.d. á alþjóðlegum íþróttaviðburðum? hve viðkvæm ætlum við að vera, t.d. í samanburði við Breta, en í þeirra gríni er allt leyfilegt? Ég verð reyndar að játa að mín fyrsta hugsun á laugardagskvöldið var að blogga um þetta, -talandi um að vilja vera fyrstur með fréttirnar!


mbl.is Spaugstofumenn brutu lög um þjóðsönginn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

TaB, TaB Cola, for beautiful people!

TaBÞað er kannski að bera í bakkafullan lækinn að blogga enn einu sinni um markaðssetningu gosdrykkja hér, en þar sem ég var ein af þeim sem hélt framleiðslunni  á TaB uppi á sínum tíma á Íslandi fann ég mig knúna til þess. Ég flutti mig síðan yfir í Diet Coke þegar ég bjó á Spáni og erfitt var að fá TaB, auk þess sem það var bragðverra þar. Man einhver eftir sjónvarpsauglýsingunni sem gekk 1982-1983, þegar sykurlausir gosdrykkir voru að ryðja sér til rúms? Lagið var svona: “Tab, Tab Cola, what a wonderful dream (eða drink?!), Tab, Tab Cola for beautiful people!, la,la,la...!"


mbl.is TaB af markaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kúkakaffi

Nú verður maður að fara í Te & kaffi og smakka kaffið sem allir tala um - kúkakaffið. Hreysikettir í Indónesíu velja sér bestu kaffifræin af plöntunum, sem eru ákkúrat á réttum tíma í vexti, og éta þau. Baunin sjálf meltist ekki, svo þeir skila af sér einstakri baun sem fer náttúrulega leið í gegnum hreysiköttinn og er síðan tínd og brennd. Kaffið úr þessum baunum á að vera eitthvað alverlega sérstakt. Bollin kostar 600 krónur og ágóðinn rennur til langveikra barna. Ef þetta er ekki lífrænt ræktað, þá veit ég ekki hvað!


Sameinum úthverfin Reykjavík

Heyrst hefur að borgaryfirvöld telji nauðsynlegt að fjölga íbúum Reykjavíkur en ég veit ekki alveg hvort ég sé sammála því að í því liggi helsti byggðavandi þjóðarinnar, en gott og vel. Hvernig væri þá að viðurkenna vöxt höfuðborgarsvæðisins með því að innleiða fyrrum bæi og nú úthverfi, eins og Kópavog, Garðabæ, Seltjarnarnes og Álftanes, og viðurkenna þau sem hluta af Reykjavík? Hugsið ykkur hve mikið mætti spara og hagræða með einni borgarstjórn, einu stjórnkerfi í stað margra! Þetta hefur verið gert víða um land þar sem bæir eru meira að segja í töluverðri fjarlægð hver frá öðrum, með góðum árangri. Þá fengjum við kannski heildstæða borg í stað safns svefnbæja sem hafa hvorki miðbæ, líf né karakter, í kringum borgina okkar. Ég auglýsi eftir umræðu um þetta mál.
mbl.is Nauðsynlegt að fjölga borgarbúum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Styttum grunnskólann en ekki framhaldsskólann

Nýjungar í menntakerfinu hafa oft komið frá grasrótinni og þróast síðan út í kerfið, eins og nú sýnir sig í tilraunum framhaldsskólanna til að taka inn nema beint úr 9. bekk. Stjórnvöld byrjuðu eiginlega á vitlausum enda þegar þau komu fram með tillögur til styttingar á framhaldsskólanum, svo íslenskir nemar kæmust fyrr í háskóla og út í atvinnulífið. Tímanum í framhaldsskóla er alls ekki illa varið og árin þar eru skemmtileg og félagslega mikilvæg. Það er frekar að tímanum sé sóað á fyrstu árum grunnskólans, þegar börn fá ekki að glíma við verkefni sem höfða nægilega til þeirra sem vitsmunavera. Ef farið er í hinn endann og grunnskólinn endurskilgreindur og tengdur vetur við framhaldsskólann, þá gætu ungmenni hafið nám í framhaldsskóla ekki seinna en 15 ára, og yrðu komin í háskólanám 18-19 ára.

Framfarir en ekki samfarir

Þetta var líklega þarfasta frumvarpið sem samþykkt var á þessu þingi sem var að ljúka og mikið framfararstökk hjá þjóð þar sem kynferðisafbrot virðast því miður talin léttvæg. Hvað varðar hitt, þá hefði viljað sjá lágmarkssamræðisaldurinn hækkaðan í 16 ár, en fagna samt að hann sé ekki lengur 14. Eða eins og unglingarnir segja: "ég er orðin lögríða, þótt ég sé ekki orðin lögráða!" Ég tek ofan fyrir Ágústi Ólafi, þingmanninum og frænda mínum, enda er maðurinn snillingur.
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Keflavíkurmenningin beint í bílinn

Pulsa og kókÉg fór til Keflavíkur á föstudaginn til að halda fyrirlestur og lagði af stað til baka í bæinn um hádegið. Þegar ég var að keyra í gegnum Keflavík og Ytri Njarðvík og svipast um eftir búð eða veitingastað til að fá mér eitthvað að snæða, ákvað ég að taka þátt í Keflavíkurmenningunni af fullum þunga. Það felur í sér að kaupa mat í gegnum bílalúgu, í stað þess að fara inn í sjoppu eða veitingastað. Þannig að ég skellti mér í röðina með Suðurnesjamönnum og gleypti svo í mig matinn í bílnum, alveg eins og innfædd! When in Rome...

George og Ringo syngja fyrir nútímann

BeatlesUm daginn kom út platan "Love" með endurhljóðblönduðum og mixuðum lögum Bítlanna. Ég hef ekki heyrt hana alla en tek eftir að þau lög, sem einkum heyrast í útvarpi, eru "Octopussy's Garden" sem Ringo syngur og "While my Guitar Gently Weeps" sem George syngur. Þeir voru alltaf einhvern veginn Bítlarnir sem féllu í skuggan af John og Paul. Ekki skrifaðir sem lagahöfundar að mörgum lögum og sungu fá lög. Gaman að heyra þá syngja fyrir nútímann! Lagið sem George syngur finnst mér frábært, bæði lagið og textinn, en hitt er svona meira eins og það hafi verið samið í einhverju vitundarvíkkandi ástandi. Nema ég hafi ekki lesið nógu djúpt í textann.

Mælt af viti

Kannski las hann bara bloggið mitt um ESB þar sem ég lýsti eftir upplýstri umræðu!?
mbl.is Umræða um ESB óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem karlmenn vilja

Markaðssetningin fyrir Coke Zero er algerlega skýr, og já, ég er mjög upptekin af markaðssetningu gosdrykkja í dag! Auglýsingin hljómar eitthvað á þessa leið: "kynlíf með zero forleik, hasarmynd með zero rómantík, brjóstahaldari með zero smellum, helgi með zero þynnku, kærasta með zero eigum við að ræða málin..." Augljóslega eitthvað sem haldið er að karlmenn sækist eftir, enda er Coke Zero ætlað KARLMÖNNUM.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband