Framfarir en ekki samfarir

Þetta var líklega þarfasta frumvarpið sem samþykkt var á þessu þingi sem var að ljúka og mikið framfararstökk hjá þjóð þar sem kynferðisafbrot virðast því miður talin léttvæg. Hvað varðar hitt, þá hefði viljað sjá lágmarkssamræðisaldurinn hækkaðan í 16 ár, en fagna samt að hann sé ekki lengur 14. Eða eins og unglingarnir segja: "ég er orðin lögríða, þótt ég sé ekki orðin lögráða!" Ég tek ofan fyrir Ágústi Ólafi, þingmanninum og frænda mínum, enda er maðurinn snillingur.
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

já hann Ágúst barðist vel og lengi 

halkatla, 19.3.2007 kl. 12:30

2 Smámynd: Sigfús Sigurþórsson.

Ég trúi ekki öðru en að "ALLIR" íslendingar taki ofan fyrir Ágúst Ólafi og jafnvel væru til í að kalla hann frænda sinn fyrir þetta afrek, þetta var afrek.

Sigfús Sigurþórsson., 19.3.2007 kl. 13:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband