Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
23.12.2006
Í göngutúr með ruslið
Ég hef verið að reyna að bæta mig í að fara með fernur, pappaílát og blöð í endurvinnsluna og hefur orðið vel ágengt síðan gámarnir komu hingað í hverfið. Um daginn höfðu safnast saman pappaílát í kassa og blöð í poka, og ákvað ég að taka það með mér þar sem ég var á leiðinni út í búð og skila því í gáminn. Þetta var um það leyti dags sem fólk er að koma úr vinnu og fara í búðir og margt fólk á ferli á Hofsvallagötunni. En það átti ekkert að líta illa út að vera úti að ganga með ruslið undir hendinni, því ég stefndi á gáminn. Þangað til ég komst að því að gámurinn var FARINN! Þá var ekkert um neitt annað að ræða en snúa við og fara í Melabúðina með ruslið í poka, eins og ég hefði skroppið með það í skemmtigöngu. Mjög lekkert. Hvert eru gámarnir farnir? Vilji minn til að safna fernum og öðru slíku er eiginlega gufaður upp og nágrannarnir halda að ég sé klikkuð. Og ég hlýt að spyrja mig hve mikils virði það er að ég taki þátt í endurvinnslunni.
Þið verðið að skoða þessa snilldarlegu útfærslu á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins, en um leið verð ég að biðja hörundsárt fólk að hafa húmor fyrir þessu! Ég hef nú fengið upplýsingar um að Halldór Baldursson teiknaði og vona að hann afsaki dreifinguna þar sem ég get hans sem höfundar. Hér er tengill í síðuna hans. Smellið á myndina til að stækka:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2006
Allir hafa sinn vitjunartíma
![]() |
Bryndís Hlöðversdóttir tekur við sem rektor tímabundið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fagna því að þetta mikilvæga málefni hafi náð í gegn. Þeir sem velja að setjast hér að til lengri eða skemmri tíma fá svo miklu betri innsýn í daglegt líf, sögu og menningu okkar þjóðfélags með tungumálinu og öðlast þar með forsendur til að ákveða að verða hluti af því. Fjölmenningarlegt samfélag er sá veruleiki sem blasir við okkur og þá þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og halda að "vinnuaflið" hljóti að hverfa án þess að rífa kjaft. Núverandi ástand býður upp á myndun menningarhópaeyja í samfélaginu, en slæmar afleiðingar þess getum við séð í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi. Að kenna fólki íslensku og bjóða þeim upp á menntun sem því sæmir er besta ráðið til að hér megi þrífast heilbrigt þjóðfélag allra sem vilja vera Íslendingar. Ég óska félögum mínum í menntamálaráðuneytinu góðs gengis í að koma málinu í framkvæmd.
![]() |
100 milljónum varið til íslenskukennslu fyrir útlendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.10.2006
Hvalir í Noregi og álver í Hafnarfirði
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.10.2006
Hittu skyndibitann lifandi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.10.2006
Ísland? Æ, whatever!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2006
Samkomulag um hvað?
![]() |
Samkomulag Íslands og Bandaríkjanna um varnarmál undirritað á morgun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.10.2006
Tjáningarfrelsi er ekki til lengur
![]() |
Spánverjar stilla hátíðahöldum í hóf af ótta við að móðga múslima |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)