Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Hefur síðasta orðið verið sagt?

Ætli Kárahnjúkavirkjun verði draugalegur minnisvarði um skammsýni ráðamanna á Íslandi? Eru þetta stærstu mistök sögunnar? Ætli virkjunin færi okkur milljarða, fullt af vinnu og orku? Ætli Ómar vinni sigur? Hver verða áhrifin á ferðamannageirann? Allt frá því virkjunin var á teikniborðinu hef ég haft alls konar skoðanir á henni, heyrt flottan fyrirlestur hjá Landsvirkjun og haft áhyggjur af náttúru og ferðamönnum. Ég held að lestur Draumalandsins hafi verið minn "turning point" og gert mig algerlega andsnúna framkvæmdunum. Mér finnst þetta virkilega tilgangslaust.

Frábær götuhátíð

Hér má finna myndir af Hagamelshátíðinni sem var 9. sept sl. Hátíðin var haldin í tilefni af því að 60 ár eru frá því fyrstu húsin við Hagamelinn og Melaskólinn voru byggð og að 50 ár eru síðan yngri hluti görunnar og Melabúðin komu til sögunnar. Frábær mæting var, enda voru allir velkomnir, íbúar, velunnarar, vinir og aðdáendur. Fararstjórinn var að sjálfsögðu í undirbúningsnefndinni ásamt öðru frábæru fólki...

Enn um "val" á kynhneigð

Góðir lesendur, enn berast mér athugasemdir um færslu mína um afhommun, en hann Jón Valur hefur nú komið með nýja athugasemd. Það má segja að hann hafi trú á sínum skoðunum!! Fylgist með!

Hafnfirðingar í góðum málum

Það telst frétt að konur eru í formennsku allra nefnda innan stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Væri talað um það ef karlar stýrðu öllum nefndum? Held ekki. En þegar betur er rýnt í málið kemur í ljós að nefndarmenn skiptast nokkuð jafnt í heild, eða 57% karlar og 43% konur, sem ætti að vera innan skekkjumarka jafnréttissjónarmiða á báða bóga. Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að val á nefndarmönnum í Firðinum, svo og formönnum nefnda, hljóti að fara eftir einstaklingsbundnum hæfileikum, og er það vel. Hafnfirðingar rokka, enda er hún amma mín og nafna alin upp í Hafnarfirðinum!

Spilling á hæsta stigi

Maður getur ekki annað en verið agndofa yfir því að skýrslu um öryggi og hagkvæmni Kárahnjúka hafi vísvitandi verið leynt fyrir þeim sem þurftu að taka svo mikilvæga ákvörðun! Þvílík spilling að hygla ákveðnum hagsmunum en huga ekki að heildinni og lýðræðislegum réttindum! Krafan um að Alþingi komi tafarlaust saman er réttmæt og nauðsynlegt er að öll atriði málsins verði upplýst hið fyrsta.


mbl.is VG vill að Alþingi verði kallað saman til að ræða um Kárahnjúka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjör í fjölmiðlaheimi

Fróði seldur, Mogginn breytist og nýtt blað í uppsiglingu. Þetta eru spennandi tímar í fjölmiðlun og ég hlakka til að fylgjast með breytingum sem af þessu hljótast! Það er einhver fiðringur í loftinu og frekari sviptingar munu jafnvel eiga sér stað...


mbl.is Íslendingasagnaútgáfan hefur keypt tímarit Fróða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvers vegum er Desiree?

Er ekki frekar undarlegt að amerískur vatnsaflsverkfræðingur tjái sig um Kárahnjúkastífluna og tali um upplýsingaleysi í fjölmiðlum án þess að hún eða fjölmiðlar hafi haft samband við Landsvirkjun? Hér kemur gamli blaðamaðurinn upp í mér, sem þrátt fyrir allt lærði að heyra þarf báðar hliðar mála. Hún hefur mikið til síns máls, sérstaklega er scary að hlusta á hana segja frá því að líklegast sé þetta allt saman verkfræðilegt klúður sem er, eins og sumar framkvæmdir á Íslandi, því marki brennt að anað var út í framkvæmdir án þess að ganga frá öllum smáatriðum varðandi undirbúning verkefnisins. En kom hún hingað sem hlutlaus vísindamaður, eða er hún á vegum einhvers?

Þjóðin sem svaf yfir sig

Frábær grein Stefáns Mána, "Bakkafullur lækur" í Lesbókinni laugardaginn, 12.ág. segir það sem ég vildi segja um Kárahnjúkamálið ákkúrat núna. Greinin lýsir því hvernig fólk er orðið ringlað af því að hlusta á rök með og á móti, en það sem við stöndum í raun frammi fyrir er að þetta er orðið að veruleika, og þjóðin situr og fylgist með hvernig "skaðinn er skeður en samt er hann ekki skeður". Dramatískt, spennandi, ógnvænlegt, sorglegt? En við sofnuðum ekki aðeins á verðinum, heldur sváfum öll yfir okkur.

Auglýsing um afhommun

Mér svelgdist illilega á ristaða brauðinu í morgun þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Mogganum frá einhverjum hóp kristinna trúfélaga. Yfirskriftin er: "Frjáls... úr viðjum samkynhneigðar". Er ekki í lagi með fólk? Er virkilega til einhver sem heldur því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir?! Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Kannski væri ráð að draga andann djúpt og líta á þetta sem brandara á þessum annars gleðidegi, þegar ástæða er til að fagna leiðréttingu mikilvægra mannréttinda með samkynhneigðum.

Ferðagleðin eyðilögð

Öfgafullir íslamstrúarmenn hafa eyðilagt fyrir mér jákvæðustu hliðar alþjóðavæðingarinnar, sem sneru að því hvað ferðalög voru orðin auðveld. Landamæri eru nú aftur orðin sýnilegri, tortryggni svífur yfir vötnum í ferðalögum og ferðagleðin líður fyrir það. Hvers vegna þessi stefna, að ráðast á samgöngutæki eins og flugvélar og lestar? Heimskulegur óþarfi, eins og allar slíkar deilur eru!

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband