Ætti Muhamed að verða Jónsdóttir þegar hann flytur til Íslands?

Hvers vegna tíðkast það að margar aðfluttar konur taka upp eftirnafn mannsins síns við giftingu, t.d. Jackie Sigurðsson? Þetta er undarleg þróun og gæti endað með því að nafnahefðir íslenskrar tungu tapast og við tökum upp notkun fjölskyldunafna. Slíkt er einkennandi fyrir patríarkísk samfélög þar sem karlar slá eign sinni á konur og á ekki heima í samfélagi sem byggist á jafnrétti og einstaklingsfrelsi. Þetta var kannski skiljanlegt þegar ein og ein erlend kona giftist Íslendingum, en núna þegar vinsældir víkinganna hafa aukist á alþjóðlegum hjónabandsmarkaði og mannanafnalög eru orðin opnari, þá ættu þeir sjálfir að hafa vit á að leggja áherslu á að konur þeirra haldi sínu nafni til samræmis við íslenska málhefð. Það myndi örugglega flýta fyrir aðlögun kvennanna að siðum og þjóðfélagi því það er margsannað að menning er nátengd tungumálinu og málvenjum. Ég hef ekki enn heyrt um að aðfluttir eiginmenn íslenskra kvenna kalli sig t.d. Muhamed Jónsdóttir og get ekki séð að annað skuli gilda um konur og að þær taki karlmannseftirnöfn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Villi Asgeirsson

Sammála. Þetta var umræða á mínu heimili í fimm mínútur. Ég þvertók fyrir það. Bæði er eftirnafn mitt ekki ættarnafn, en það sem meira máli skiptir er að ég sé ekki af hveju konan eigi að kenna sig við manninn, eins og hann sé mikilvægari.

Hér í Hollandi er þetta frjálst, konur geta tekið upp nafn eiginmannsins ef þær vilja, en það eru sífellt fleiri sem halda sínu eigin nafni. Það er líka þannig að við fæðingu fyrsta barns mega foreldrarnir velja hvort ættarnafnið barnið fær.

Soldið fyndið, ef rétt er, að þegar önnur lönd eru að losna úr viðjum karlrembunnar eru íslendingar að kenna nýju konuna við pabba sinn. 

Villi Asgeirsson, 14.11.2006 kl. 09:16

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Maður má lika kenna barnið við móður sína...

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.11.2006 kl. 10:34

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Akkúrat. Sama kerfið, kenna barn við móður eða föður og hér (NL) að gefa því ættarnafn móður eða föður. Hér er valið frjálst við fyrsta barn, en eftir það fá þau sjálfkrafa það nafn sem valið var í upphafi.

Villi Asgeirsson, 14.11.2006 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband