Færsluflokkur: Spil og leikir

Lost eða ekki Lost?

Ný þáttaröð af Lost er að byrja á RÚV en ég get ekki gert upp við mig hvort ég á að byrja að horfa á hana. Ég datt algerlega inní fyrstu þættina og fannst þetta vera nýtt og ferskt efni en svo fannst mér þetta farið að vera til bara til að halda lífi í sjálfu sér og hugmyndir voru endurunnar. Samt fylgdist ég með svona þegar ég var fyrir framan sjónvarpið. Þetta er náttúrulega ruglþáttur, en það er eitthvað sem heldur manni. Ætli það sé ekki óvæntu atvikin, hugmyndaruglið og hryllingurinn... Kannski ég reyni að komast að því hvernig þáttaröðin endar og spari mér tímann.

Fallin fyrir handboltanum

Þá er maður gjörsamlega orðinn forfallinn handboltaaðdáandi enn á ný! Það er eitthvað geggjað við íslenska handboltaliðið, væntingarnar af hálfu landsmanna og svo náttúrulega frábært gengi liðsins. Það er ekki hægt að missa af þessu. Áfram Ísland!

Kominn tími til að endurmeta menntunarstig þjóðarinnar

Það getur ekki annað verið en þessar tölur - ef þær eru raunverulegar, hafi eitthvað að segja um menntunarstig íslensku þjóðarinnar. Nú er lag að gera úttekt á ný á brottfalli úr skólum og uppfæra rannsóknir á téðu lágu menntunarstigi okkar. Burtu með barlóminn í aðilum vinnumarkaðarins og förum að vera stolt af menntakerfinu okkar. Ef við trúum ekki að það virki, þá virkar það ekki.


mbl.is Mikil fjölgun nemenda í háskólum og framhaldsskólum á síðustu árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fíflagangur í Gettu betur?

Annað hvort var þetta fullkomið áhugaleysi eða keppendur ákváðu að gera lítið úr Gettu betur í kvöld. Lið Iðnskólans í Hafnarfirði var eins og það væri sofandi eins og það lagði sig og svaraði tveimur spurningum rétt. Önnur svör voru síðan algerlega út í hött, ekki einu sinni ágiskanir, heldur bara djók. Þetta eru svo klárir krakkar allt saman, að mér finnst þetta til skammar og lýsi eftir áhuga og undirbúningi og hana nú!

Viltu auga, tungu eða hnakkaspik?

Við fengum svið á sunnudögum eða á hátíðisdögum. Svið voru höfð á gamlárskvöld heima hjá okkur. Hvers vegna eldar maður ekki svið? Börnin í Hagaskóla léku sér með sviðin í dag og reyndu að ganga fram af hvoru öðru með því að bjóða tungu og stinga út augu. Sagði enginn þeim að það mætti ekki leika sér með matinn? Ætli þau trúi því að svið voru eitt sinn talin herramannsmatur?
mbl.is Borgarstjóri gæddi sér á sviðum með nemendum í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geggjað ímyndunarafl í auglýsingum - skoðið!

Það er óhætt að segja að hér hafi hugmyndaflugið verið í lagi:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Loksins eignaðist ég græjuna!

Loksins, loksins, ég fór og keypti mér borvél í dag, sumir segja karlmennskutáknið sem mig vantaði til að stjórna alveg örugglega öllu. Ég er búin að biðja fólk að gefa mér borvél í jólagjöf frá því ég keypti fyrstu íbúðina mína, en ég held að fólk hafi haldið að ég væri að djóka, að það gæti ekki verið að mig langaði virkilega í borvél. Það besta er, að hún er RAUÐ, bara flott græja! Svo var hún bara á fínu verði, í nýja raftækjamarkaðnum í Fellsmúla, þar sem ég fékk þjónustu, kennslu og allt. Get ekki beðið eftir að nota hana, brrmmm, brmmmm!!

Fjör í fjölmiðlaheimi

Fróði seldur, Mogginn breytist og nýtt blað í uppsiglingu. Þetta eru spennandi tímar í fjölmiðlun og ég hlakka til að fylgjast með breytingum sem af þessu hljótast! Það er einhver fiðringur í loftinu og frekari sviptingar munu jafnvel eiga sér stað...


mbl.is Íslendingasagnaútgáfan hefur keypt tímarit Fróða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ég vera með?

Þetta er leyndardómsfull keppni. Hvernig fer hún fram? Hverjir gefa sig út fyrir að vera hrútaþuklarar, og hvernig eru þeir þjálfaðir? Þarf sérstaka menntun? Eftir hverju er dæmt? Og kannski síðast en ekki síst: Hvað er þuklað og til hvers?! Hvaðan kemur siðurinn, og er þetta stundað í fleiri löndum en hér? Gætum við kannski sett upp Norðurlandakeppni? Má ég vera með? Meeeee....
mbl.is Keppt í hrútaþukli á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Með franskar á öxlinni?

Ég ELSKA slæmar þýðingar! Uppáhaldið mitt er held ég þegar setningin "The problem with him, is that he has a chip on his shoulder" var þýtt í íslensku sjónvarpi sem "hans vandamál er að hann er með franskar á öxlinni": Hér eru nokkur klassísk dæmi, þar sem segja má að meiningin hafi tapast að mestu!!

  • "Drop your pants here for best results."
    -skilti við fatahreinsun í Tokyo
  • "We take your bags and send them in all directions."
    -skilti á flugvelli einhvers staðar í Skandinavíu
  • "Ladies may have a fit upstairs."
    -frá fatahreinsun í Bangkok
  • "Please leave your values at the front desk."
    -leiðbeiningar á hóteli í París.
  • "Here speeching American."
    -í verslun í Marokkó.
  • "No smoothen the lion."
    -úr dýragarði í Tékklandi.
  • "The lift is being fixed. During that time we regret that you will be unbearable."
    -á hóteli í Búkarest 
  • "Teeth extracted by latest methodists."
    -á tannlæknastofu í Hong Kong.
  • "STOP! Drive Sideways."
    -vegaskilti við afrein í Japan.
  • "Ladies, leave your clothes here and spend the afternoon having a good time."
    -stuð á þvottahúsi í Róm.
  • "If you consider our help impolite, you should see the manager."
    -á hóteli í Aþenu.
  • "Our wines leave you nothing to hope for."
    -á vínseðli svissnesks veitingastaðar 
  • "It is forbidden to enter a woman even a foreigner if dressed as a man."
    -í bænahúsi í Bangkok 
  • "Fur coats made for ladies from their own skin."
    -í búðarglugga feldskera í Svíþjóð
  • "Specialist in women and other diseases."
    -á læknastofu í Róm 
  • "When passenger of foot heave in sight, tootle the horn. Trumpet him melodiously at first, but if he still obstacles your passage then tootle him with vigor."
    -bæklingur bílaleigu í Tokyo

mbl.is Varað við blöðrubólgu á velsku umferðarskilti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband