Færsluflokkur: Spil og leikir
16.8.2006
Leiðinlegur-son
Spænskir fjölmiðlar fara hamförum í dag vegna leiksins á móti Íslandi. Þetta er sagður vera leiðinlegasti leikur sem sést hefur og leikmenn kallaðir daufir og bjánalegir. Ég er sammála því, en fór samt á völlinn vegna stemmningarinnar. Þjálfari Spánverja fær sína sneið, enda sagt að Spánverjar hefðu átt að vinna leikinn ef þeir hefðu nennt að spila fótbolta. Á www.marca.es hefur verið sett inn skoðanakönnun um hvort þjálfarinn hefði átt að velja aðra menn í liðið á móti Íslandi, en nokkrir spænskir fjölmiðlar gera meira úr því að Raúl hefði verið að spila sinn 100. leik, heldur en að ræða leikinn sjálfan! Best var að þar sem allir þessir Íslendingar virtust heita eitthvað "-son", þá var talað um liðið sem "aburridoson" sem útleggst "leiðinlegurson"!
Spil og leikir | Breytt 22.8.2006 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2006
Högg og holur = golf?
Hvað er málið? Um helgina var höggkeppni og núna er holukeppni?! Er þetta ekki allt golf? Er hægt að vera Íslandsmeistari í höggum en ekki í holum? Hver er eiginlega munurinn? Snýst þetta ekki allt um að slá högg og hitta kúlu í holu?!
Íslandsmótið í holukeppni hefst á morgun í Grafarholti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Spil og leikir | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
24.7.2006
ÍBV þrýstir á sjúkraflug
Eyjamenn geta verið stoltir af sínum mönnum, en fótboltamenn ÍBV sem sóttu KR heim nú í bikarnum notuðu tækifærið og lögðu áherslu á mikla þörf fyrir sjúkraflug milli lands og Eyja. Drengirnir lögðust hver um annan þveran í grasið hvað eftir annað og héldu um fót, læri, maga, bak og fleiri líkamshluta og engdust af kvölum. Virtist þetta vera þeirra leið til að láta landsmenn vita um þörfina á sjúkraflugi, því ekki hefur fundist önnur skýring. KR vann hins vegar og fengu áhorfendur eitthvað fyrir allan peninginn, þar sem leikurinn fór í framlengingu og vítaspyrnukeppni.
Spil og leikir | Breytt 25.7.2006 kl. 10:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)