Lost eða ekki Lost?

Ný þáttaröð af Lost er að byrja á RÚV en ég get ekki gert upp við mig hvort ég á að byrja að horfa á hana. Ég datt algerlega inní fyrstu þættina og fannst þetta vera nýtt og ferskt efni en svo fannst mér þetta farið að vera til bara til að halda lífi í sjálfu sér og hugmyndir voru endurunnar. Samt fylgdist ég með svona þegar ég var fyrir framan sjónvarpið. Þetta er náttúrulega ruglþáttur, en það er eitthvað sem heldur manni. Ætli það sé ekki óvæntu atvikin, hugmyndaruglið og hryllingurinn... Kannski ég reyni að komast að því hvernig þáttaröðin endar og spari mér tímann.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Athugasemdin þín er lost af bloggpistlinum um Blogg og tabú hjá mér. So sorry. Var eitthvað að eiga við að stækka myndina og athugasemdin bara hvarf. Eins og hún var góð!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.2.2007 kl. 00:03

2 Smámynd: Guðríður Haraldsdóttir

Það er spurning hvort maður eigi að láta draga sig út í þetta Lost-dæmi aftur. Alltaf þegar þættir ná svona vinsældum er reynt að draga þetta á langinn, arrrggg. Alveg óþolandi. Reyndu að komast að þessu og ég treysti þér ef þú bloggar um að það taki því ekki ... þá get ég lesið meira ....

Guðríður Haraldsdóttir, 2.2.2007 kl. 22:03

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Lost eru fínir og fyrir mína parta hef ég ekkert skárra að gera á mánudagskvöldum. Verst að þeir eru á sama tíma og Heroes! En þá kemur til skjalanna RÚV plús. :)

Svala Jónsdóttir, 3.2.2007 kl. 20:44

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég og konan mín erum algjörir Lost nördar... við kaupum seríuna um leið og hún kemur í búðirnar... ekki vill ég vita endirinn núna. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2007 kl. 13:11

5 identicon

Haldiði að þessi þvæla taki nokkurntímann enda?

Laulau (IP-tala skráð) 4.2.2007 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband