Færsluflokkur: Ferðalög

Að sofa saman

Sofa samanHvers vegna sefur fólk saman? Hrotur maka kosta hinn aðilan jafnvel tveggja ára svefnleysi og eflaust má rekja ýmis önnur óþægindi til þess að hjón sofa í sama rúmi alla ævi. Á Spáni og í fleiri löndum (þar sem getnaðarvarnir hafa ekki alltaf verið aðgengilegar) þykir sjálfsagt að hjón sofi í tveimur rúmum, þótt þau séu reyndar í sama herbergi. Í Evrópu fyrri tíma voru hjón með sitt hvort herbergið og snyrtiherbergi, þannig að þau áttu sitt prívat. Það var ekki nema þau ætluðu að nota rúmin til annars en að sofa, að þau skriðu undir sömu sæng, en fóru svo í sitt hvort rúmið til að sofa og líklega til að fá svefnfrið. Væri þetta ekki meira spennandi?
mbl.is Hrotur maka kosta mikinn svefn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á upplýstri umræðu um ESB á vettvangi stjórnmála

Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu úr Evrópunefnd um að þeir séu á móti aðild Íslands að ESB, þar sem hagsmunum Íslands yrði ekki gætt varðandi sjávarútvegsmál. Það er ekki hægt að slá því föstu hvernig samið yrði milli ESB og Íslands, fyrr en gengið er til viðræðna um hugsanlega aðild. Ég tel það vera gunguskap í íslenskum stjórnmálaflokkum að vilja ekki fara í aðildarviðræður. Viðræður eru ekki samningur, og til að upplýst umræða geti átt sér stað hér á landi meðal almennigns jafnt sem stjórnmálamanna, þá er ekki nóg að byggja á einhliða upplýsingum. Það þarf að skoða rök, og vil ég benda á erindi Michael Köhlers um sjávarútvegsstefnu ESB og Íslands á evropa.is í þessu samhengi. Fjöldi sjálfstæðismanna eru nefnilega ESB-sinnar (í felum) og enn fleiri eru með opinn huga varðandi að skoða hvernig aðild Íslands liti út. En á meðan stjórnmálamenn, sem eru á móti aðild stýra umræðunni, þá fær allur almenningur ekki upplýsingar sem byggjandi er á. Og nei, ég tel ekki að þessi sameiginlega yfirlýsing segi til um hugsanlegt stjórnarsamstarf, a.m.k. ekki á meðan enginn flokkur hefur "cojones" til að gera ESB að kosningamáli.
mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími (væri) til kominn!

Ef Hillary yrði næsti forseti Bandaríkjanna lofa ég að endurskoða afstöðu mína gagnvart bandarískum hugsunarhætti, en þótt ég sé að eðlisfari bjartsýn á ég erfitt með að sjá þetta gerast. Það eru einfaldega svo margir fundamentalistar í Bandaríkjunum, sem aðhyllast undarlega þjóðfélagshætti sem endurspeglast í hinu týpíska miðvesturríkja millistéttarsamfélagi. Ég ætla ekki nánar út í þá sálma, en svo sannarlega er kominn tími fyrir leiðtoga eins og Hilary í Bandaríkjunum.
mbl.is Hillary Clinton vill brjótast upp úr glerþakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleik hafmeyja tilvalið PR tæki

Enginn veit hver eða hvers vegna Hafmeyjan var máluð bleik, og til að kveða niður raddir um hryðjuverk eða fordóma, ættu borgaryfirvöld að eigna sér glæpinn og segja að þetta sé til að vera með í baráttu gegn brjóstakrabbameini. Sniðugt PR múv, ekki satt?!
mbl.is Litla hafmeyjan máluð bleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sælkeraframleiðsla úr sveitinni

Ég er svo ánægð með að loksins geta frumframleiðendur (lesist bændur) þróað, kynnt og markaðssett sínar eigin vörur á Íslandi. Þannig hafa allar gúrmet vörur heimsins þróast, og hver vegna ekki hér? Bestu vínin, ostar, pylsur, krydd og allar aðrar landbúnaðarvörur hafa þróast svoleiðis (svona svipað og við vorum pínd til að þróa súrsuð matvæli og lýsi!) Eigendur Friðriks V, eins besta veitingastaðar á Íslandi, fara þarna fremst í flokki í samstarfi við bændur og voru flott í fréttunum í kvöld að bjóða landbúnaðarráðherra Blóðbergsdrykk með bláberjabragði. Það kom líka fram að hér álandi sé eini blóðbergsakurinn sem vitað er um í okkar heimshluta? Hvar er hann og hvernig lítur hann út? Forvitni mín er vakin, ég sé mig í anda eitthvert sumarið, fara bæ af bæ og smakka heimagerðar lystisemdir! Þetta er skemmtileg þróun og hlaut að koma að því að þessi höft væru afnumin eins og fleiri. Nú er komið að okkar að þróa þessa framleiðslu.


Kynnstu einhleypum í Reykjavík

Þessi texti var á auglýsingaborða á netsíðu bólivísks dagblaðs í dag, www.larazon.com. Forvitnilegt, ekki satt? -Og hefur örugglega vakið athygli margra. Auglýsingin leiddi síðan inn á síðuna Amigos.com, sem ég skoðaði ekki nánar.

Frábær helgi - takk fyrir mig!

Gullmót Sunddeildar KR, Frönsk menningarhátíð, Vetrarhátið, AFMÆLIÐ MITT.... Það var alveg sama hvert litið var, þetta var mikilvæg helgi. Ég hélt upp á stórafmælið með pompi og allnokkurri pragt, mæting var gífurlega góð og nóg af veigum og veitingum. Stórfjölskyldan, vinir og vinufélagar mættu og ég fékk að heyra fagrar mæringar um mig sjálfa í ræðum sem mér finnst nú ekki leiðinlegt. Ég fékk frábærar gjafir og langar að segja takk, takk kærlega fyrir mig, þið þekkið mig greinilega vel!  


Sælueyja án karla

Þetta er áhugavert framtak hjá Írönum. Ef konur geta hvergi verið í friði og verða sífellt að lúta reglum karla, hvers vegna þá ekki að útbúa stað þar sem engir karlar eru?! Maður ímyndar sér að það felist ákveðið frelsi í að losna undan drottnurunum, sem í mörgum samfélögum eru slíkir í krafti líkamsútlitslegs munar. (Þetta hefur nú verið get áður, samkvæmt sögunni, á eyjunni Lesbos undan strönd Grikklands, en það er önnur saga!) Íranir eru ekki svo galnir. Þeir hafa svarað Vesturlöndum því til, að ef þau krefjist þess að þeir hætti auðgun úrans til þróunar kjarnorku, þá ættu Vesturlönd að gera það líka. Hvers vegna ekki? Væri ekki nær að eyða fjármunum í að þróa aðra orkugjafa? Það myndi leysa nokkur vandamál á einu bretti, skal ég segja ykkur.
mbl.is Aðeins fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamaldags gaur

Brad kallinn á greinilega erfitt með að sætta sig við að konur hafa önnur viðhorf en hann var alinn upp við, því Jennifer hárfyrirmynd níunda áratugarins vildi ekki eiga fullt af börnum eins og hann, og nú vill Angelina stútulína góðgerðarprinsessa ekki rjúka upp að altarinu. Í stað þess að játast undir ný viðhorf, þá fer hann í tómt tjón greyið. Of þrjóskur, eins og er nú reyndin með marga góða drengi, hóst, hóst...


mbl.is Samband Jolie og Pitt sagt í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Líf að færast í umræður um ESB aðild

Umræðan um ESB og hugsanlega aðild Íslands hefur undanfarið breyst úr yfirhylmingum og rangfærslum stjórnmálamanna, sem treystu því að almenningur væri almennt illa upplýstur, í meiri "matter-of-fact" umræðu. Ég fagna því, þar sem ég tel að Íslendingar þurfi að fara í aðildarviðræður til að vita í alvöru um alla kosti og galla þess að vera innan ESB. Reyndar er mín skoðun sú, að með EES samningnum höfum við í raun byrjað að taka þátt í Evrópusamrunanum, en séum í þrjósku okkar að fresta því að okkar forsendur og skoðanir hafi eitthvað að segja. Koma Michael A. Köhler, helsta aðstoðarmanns sjávarútvegsmálastjóra ESB hingað til lands og yfirlýsingar hans um að Íslendingar munu alltaf stýra aðgangi að sínum fiskimiðum, gæti haft áhrif á þróun umræðunnar. Pétur Gunnarsson minnir á að það voru Sjálfstæðismenn sem bentu á að aðild að Evrópusambandinu væri líklega heppilegasta leiðin fyrir Ísland, en síðan gerðist eitthvað dularfullt í þeim flokki. Í Háskólanum í Reykjavík var um daginn áhugavert málþing um evru eða ekki evru og nú í vikunni verður þar fundur um hvort hægrimenn eigi heima í ESB. Öll slík umræða er að sjálfsögðu af hinu góða, en nú er bara að sjá hvort einhver flokkur hafi hugrekki til að gera þetta virkilega að kosningamáli en drekki því ekki í dægurmálaþrasi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband