Færsluflokkur: Lífstíll

Fara rotturnar að éta tyggjó?

Athyglisvert framtak þetta að leggjast í kassa með 50 hungruðum rottum til að hvetja fólk til að hætta að henda matarleifum og drasli á götur London. Víða erlendis fyllist allt af maurum ef brauðmylsna dreifist eða af kakkalökkum ef matarleifar eru látnar liggja í ruslinu. Reykjavík er líka full af rottum, þar er staðreynd, og þetta vekur mann til umhugsunar. En hvernig með tyggjóklessurnar á götunum? Hvernig gætum við vakið athygli á því fyrirbæri?

Fjör í fjölmiðlaheimi

Fróði seldur, Mogginn breytist og nýtt blað í uppsiglingu. Þetta eru spennandi tímar í fjölmiðlun og ég hlakka til að fylgjast með breytingum sem af þessu hljótast! Það er einhver fiðringur í loftinu og frekari sviptingar munu jafnvel eiga sér stað...


mbl.is Íslendingasagnaútgáfan hefur keypt tímarit Fróða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ég vera með?

Þetta er leyndardómsfull keppni. Hvernig fer hún fram? Hverjir gefa sig út fyrir að vera hrútaþuklarar, og hvernig eru þeir þjálfaðir? Þarf sérstaka menntun? Eftir hverju er dæmt? Og kannski síðast en ekki síst: Hvað er þuklað og til hvers?! Hvaðan kemur siðurinn, og er þetta stundað í fleiri löndum en hér? Gætum við kannski sett upp Norðurlandakeppni? Má ég vera með? Meeeee....
mbl.is Keppt í hrútaþukli á Ströndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegur-son

Spænskir fjölmiðlar fara hamförum í dag vegna leiksins á móti Íslandi. Þetta er sagður vera leiðinlegasti leikur sem sést hefur og leikmenn kallaðir daufir og bjánalegir. Ég er sammála því, en fór samt á völlinn vegna stemmningarinnar. Þjálfari Spánverja fær sína sneið, enda sagt að Spánverjar hefðu átt að vinna leikinn ef þeir hefðu nennt að spila fótbolta. Á www.marca.es hefur verið sett inn skoðanakönnun um hvort þjálfarinn hefði átt að velja aðra menn í liðið á móti Íslandi, en nokkrir spænskir fjölmiðlar gera meira úr því að Raúl hefði verið að spila sinn 100. leik, heldur en að ræða leikinn sjálfan! Best var að þar sem allir þessir Íslendingar virtust heita eitthvað "-son", þá var talað um liðið sem "aburridoson" sem útleggst "leiðinlegurson"!

Auglýsing um afhommun

Mér svelgdist illilega á ristaða brauðinu í morgun þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Mogganum frá einhverjum hóp kristinna trúfélaga. Yfirskriftin er: "Frjáls... úr viðjum samkynhneigðar". Er ekki í lagi með fólk? Er virkilega til einhver sem heldur því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir?! Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Kannski væri ráð að draga andann djúpt og líta á þetta sem brandara á þessum annars gleðidegi, þegar ástæða er til að fagna leiðréttingu mikilvægra mannréttinda með samkynhneigðum.

Öfgarnar í Kína

Hundaeign hefur farið ört vaxandi í Kína og er þar greinilega allt leyfilegt, öfganna á milli, allt frá því að hundar eru klæddir í föt og sendir í sundskóla til þess að allt í lagi sé að berja þá til dauða ef það hentar. Það er hræðilegt til þess að hugsa að engin landslög fjalli um hvernig meðferð dýra skuli háttað í svona stóru landi.


mbl.is 50.000 hundum lógað í Kína vegna hundaæðisfaraldurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Förum út í garð

Reykvíkingar gætu notað stóra sem smáa almenningsgarða borgarinnar miklu betur. Með tónleikum Sigur Rósar á Miklatúni hefur vonandi verið sleginn tónn í þessa átt. Hljómskálagarðurinn er þannig staðsettur, að ef flugvöllurinn skæri ekki helminginn af miðbænum, hefði garðurinn þróast líkt og Hyde Park í London eða Central Park í New York. þá kæmi fólk þangað í hádegishléi frá vinnu og börn kæmu og gæfu öndunum allan hringinn í kringum Tjörnina. Þar er hægt að grilla, leika sér og njóta lífsins. Einhvern tíma stóð til að opna þar kaffihús, hvað ætli hafi orðið um þau plön?

Frábær hestaþáttur

Ég vil lýsa ánægju minni með þáttinn Kóngur um stund, sem sýndur er í Sjónvarpinu á mánudögum. Stjórnendurnir, Brynja Þorgeirsdóttir og félagar, eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan stíll og efnistök, enda einkenna frábær vinnubrögð þennan þátt á allan hátt. Hestamennska er vaxandi íþróttagrein og ekki síður mikilvægt fjölskyldusport og endurspeglar Kóngurinn það. Þegar þátturinn byrjaði aftur nú í vor heyrðust einhverjar fúlar raddir, á annars frábærum hestavef, um að þetta væri "eins og Séð og heyrt hestamennskunnar", en ég vona að það álit fárra merkikerta hafi verið kveðið í kútinn. Það sem skiptir mestu máli er sameiginlegur áhugi okkar á hestum og reiðmennsku, og að auki held ég að allflestir Íslendingar hafi mikinn áhuga á fólki, þannig að þátturinn höfðar til breiðari hóps en innvígðra snillinga, og er það vel. Fyrir nú utan það hve mikil þörf er á skemmtilegum íslenskum þáttum úr okkar daglega veruleika. Meira svona!

Elsku Makkinn minn!

Ég er einn af þessum Makka "nördum" (í jákvæðasta skilningi þess orðs), en varð fyrir því óláni fyrir skemmstu að skjárinn "brotnaði" á Kraftbókinni minni. Eins og heimsbyggð veit, og sífellt fleiri gera sér grein fyrir, þá bila Makkar yfirleitt ekki, en það varð semsagt slys. Ég kveið dálítið fyrir því að setja tölvuna á verkstæði, en þegar allt kom til alls var ég barasta ánægð með þjónustuna hjá Apple á Íslandi. Það var greinilega brjálað að gera, en þeir tóku fullt tillit til slyssins, tryggingavafsturs og þess að ég er að sjálfsögðu á leið til útlanda og vantar vélina fljótt. Um leið og nýr skjár hafði borist að utan, leið varla dagurinn áður en það var hringt í mig! Takk Apple, fyrir að vera til og enn í baráttunni!

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband