Leiðinlegur-son

Spænskir fjölmiðlar fara hamförum í dag vegna leiksins á móti Íslandi. Þetta er sagður vera leiðinlegasti leikur sem sést hefur og leikmenn kallaðir daufir og bjánalegir. Ég er sammála því, en fór samt á völlinn vegna stemmningarinnar. Þjálfari Spánverja fær sína sneið, enda sagt að Spánverjar hefðu átt að vinna leikinn ef þeir hefðu nennt að spila fótbolta. Á www.marca.es hefur verið sett inn skoðanakönnun um hvort þjálfarinn hefði átt að velja aðra menn í liðið á móti Íslandi, en nokkrir spænskir fjölmiðlar gera meira úr því að Raúl hefði verið að spila sinn 100. leik, heldur en að ræða leikinn sjálfan! Best var að þar sem allir þessir Íslendingar virtust heita eitthvað "-son", þá var talað um liðið sem "aburridoson" sem útleggst "leiðinlegurson"!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband