Færsluflokkur: Lífstíll

Geggjað ímyndunarafl í auglýsingum - skoðið!

Það er óhætt að segja að hér hafi hugmyndaflugið verið í lagi:


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Loksins eignaðist ég græjuna!

Loksins, loksins, ég fór og keypti mér borvél í dag, sumir segja karlmennskutáknið sem mig vantaði til að stjórna alveg örugglega öllu. Ég er búin að biðja fólk að gefa mér borvél í jólagjöf frá því ég keypti fyrstu íbúðina mína, en ég held að fólk hafi haldið að ég væri að djóka, að það gæti ekki verið að mig langaði virkilega í borvél. Það besta er, að hún er RAUÐ, bara flott græja! Svo var hún bara á fínu verði, í nýja raftækjamarkaðnum í Fellsmúla, þar sem ég fékk þjónustu, kennslu og allt. Get ekki beðið eftir að nota hana, brrmmm, brmmmm!!

Friður sé með okkur

Það er bara frekar kúl að Yoko Ono velji að vera á Íslandi á afmæli Johns. Súlan í Viðey mun standa fyrir fordæmi Íslendinga sem friðsamrar þjóðar, en það vekur samt með mér nokkurn ugg. Fögur verk geta nefnilega verið misskilin eða haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Hvað ef þetta beinir athygli fólks að Íslandi sem friðarparadís sem sniðugt væri að ráðast á, bara svona táknrænt séð? Vonandi ekki. Spurning hvort við ættum að hafa hippahvataferðir út í Viðey, þá gæti fólk setið í kringum súluna og elskað friðinn með blóm í hárinu. Allir bara í gúddí fíling með gítar og friðarpípur. Til hamingju John, bara að við hefðum mátt njóta hæfileika hans enn þann dag í dag. Annars átti hún Carmen, tíkin mín, afmæli í dag og hefði orðið átján, mér finnst það miklu merkilegra!

Tjáningarfrelsi er ekki til lengur

Gamalgróin hátíð á Spáni, "Cristianos y Moros" á nú undir högg að sækja af ótta við að múslimar móðgist. Það hefur verið grafið svo gjörsamlega undan tjáningarfrelsi því, sem hingað til hefur verið við lýði í lýðræðisríkjum, að það er ei nema svipur hjá sjón. Við Vesturlandabúar erum svo meðvituð um að sýna ekki fordóma og passa að allir fái að njóta vafans, en leyfum um leið öðrum að troða á okkar rétti til tjáningar. Og nú eru hefðir hins kristna heims farnar að lúffa fyrir tilætlunarsemi og fordómum hópa sem þola ekki öðrum að hafa hefðir og skoðanir.
mbl.is Spánverjar stilla hátíðahöldum í hóf af ótta við að móðga múslima
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hefur síðasta orðið verið sagt?

Ætli Kárahnjúkavirkjun verði draugalegur minnisvarði um skammsýni ráðamanna á Íslandi? Eru þetta stærstu mistök sögunnar? Ætli virkjunin færi okkur milljarða, fullt af vinnu og orku? Ætli Ómar vinni sigur? Hver verða áhrifin á ferðamannageirann? Allt frá því virkjunin var á teikniborðinu hef ég haft alls konar skoðanir á henni, heyrt flottan fyrirlestur hjá Landsvirkjun og haft áhyggjur af náttúru og ferðamönnum. Ég held að lestur Draumalandsins hafi verið minn "turning point" og gert mig algerlega andsnúna framkvæmdunum. Mér finnst þetta virkilega tilgangslaust.

Svo bissí!

Ég hef fengið ótal kvartanir vegna bloggleysis í september, en þið vitið hvernig þetta er elskurnar, hjá mér fer allt á fullt í september, börnin í skólann, ég sjálf áfram í námi, og svo er klikkað í vinnunni! Og svo tók ég líka á mig verkefni starfsmanns sem var að hætta, ferlega gaman! En ég reyni að bæta frammistöðuna...

Frábær götuhátíð

Hér má finna myndir af Hagamelshátíðinni sem var 9. sept sl. Hátíðin var haldin í tilefni af því að 60 ár eru frá því fyrstu húsin við Hagamelinn og Melaskólinn voru byggð og að 50 ár eru síðan yngri hluti görunnar og Melabúðin komu til sögunnar. Frábær mæting var, enda voru allir velkomnir, íbúar, velunnarar, vinir og aðdáendur. Fararstjórinn var að sjálfsögðu í undirbúningsnefndinni ásamt öðru frábæru fólki...

Enn um "val" á kynhneigð

Góðir lesendur, enn berast mér athugasemdir um færslu mína um afhommun, en hann Jón Valur hefur nú komið með nýja athugasemd. Það má segja að hann hafi trú á sínum skoðunum!! Fylgist með!

Hafnfirðingar í góðum málum

Það telst frétt að konur eru í formennsku allra nefnda innan stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Væri talað um það ef karlar stýrðu öllum nefndum? Held ekki. En þegar betur er rýnt í málið kemur í ljós að nefndarmenn skiptast nokkuð jafnt í heild, eða 57% karlar og 43% konur, sem ætti að vera innan skekkjumarka jafnréttissjónarmiða á báða bóga. Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að val á nefndarmönnum í Firðinum, svo og formönnum nefnda, hljóti að fara eftir einstaklingsbundnum hæfileikum, og er það vel. Hafnfirðingar rokka, enda er hún amma mín og nafna alin upp í Hafnarfirðinum!

Motherfucker

Horfði með öðru auganu á Spike Lee myndina "The Original Kings of Comedy" og langar að biðja einhvern að horfa á hana fyrir mig og telja hve oft er sagt "motherfucker"?

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband