Frábær hestaþáttur

Ég vil lýsa ánægju minni með þáttinn Kóngur um stund, sem sýndur er í Sjónvarpinu á mánudögum. Stjórnendurnir, Brynja Þorgeirsdóttir og félagar, eiga hrós skilið fyrir skemmtilegan stíll og efnistök, enda einkenna frábær vinnubrögð þennan þátt á allan hátt. Hestamennska er vaxandi íþróttagrein og ekki síður mikilvægt fjölskyldusport og endurspeglar Kóngurinn það. Þegar þátturinn byrjaði aftur nú í vor heyrðust einhverjar fúlar raddir, á annars frábærum hestavef, um að þetta væri "eins og Séð og heyrt hestamennskunnar", en ég vona að það álit fárra merkikerta hafi verið kveðið í kútinn. Það sem skiptir mestu máli er sameiginlegur áhugi okkar á hestum og reiðmennsku, og að auki held ég að allflestir Íslendingar hafi mikinn áhuga á fólki, þannig að þátturinn höfðar til breiðari hóps en innvígðra snillinga, og er það vel. Fyrir nú utan það hve mikil þörf er á skemmtilegum íslenskum þáttum úr okkar daglega veruleika. Meira svona!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband