Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Þörf á upplýstri umræðu um ESB á vettvangi stjórnmála

Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu úr Evrópunefnd um að þeir séu á móti aðild Íslands að ESB, þar sem hagsmunum Íslands yrði ekki gætt varðandi sjávarútvegsmál. Það er ekki hægt að slá því föstu hvernig samið yrði milli ESB og Íslands, fyrr en gengið er til viðræðna um hugsanlega aðild. Ég tel það vera gunguskap í íslenskum stjórnmálaflokkum að vilja ekki fara í aðildarviðræður. Viðræður eru ekki samningur, og til að upplýst umræða geti átt sér stað hér á landi meðal almennigns jafnt sem stjórnmálamanna, þá er ekki nóg að byggja á einhliða upplýsingum. Það þarf að skoða rök, og vil ég benda á erindi Michael Köhlers um sjávarútvegsstefnu ESB og Íslands á evropa.is í þessu samhengi. Fjöldi sjálfstæðismanna eru nefnilega ESB-sinnar (í felum) og enn fleiri eru með opinn huga varðandi að skoða hvernig aðild Íslands liti út. En á meðan stjórnmálamenn, sem eru á móti aðild stýra umræðunni, þá fær allur almenningur ekki upplýsingar sem byggjandi er á. Og nei, ég tel ekki að þessi sameiginlega yfirlýsing segi til um hugsanlegt stjórnarsamstarf, a.m.k. ekki á meðan enginn flokkur hefur "cojones" til að gera ESB að kosningamáli.
mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Diet kók gerir sama gagn

Nú skil ég af hverju ég þarf Diet kók á morgnana, það er náttúrulega bara til að slá á fráhvarfseinkennin!
mbl.is Lítið gagn í kaffibollanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undarleg sjálfspíningarhvöt

Fyndið að lesa umræðu um Vista stýrikerfið og þurfa að heyra að tölvur "krassi" hjá vinum sínum eða að fólk eyði heilu og hálfu dögunum í vírusskann, en ég heyrði um þetta bæði í dag. Hvað er þetta eiginlega? Er fólk yfirleitt að nota PC vélar ennþá?!? Það er undarlegt í ljósi þess að: 1. þær virka aldrei eins og maður vill og stýrikerfið sem þær flestar keyra á er gallagripur frá upphafi og 2. það hafa verið til betri vélar í 20 ár sem byggja á þeirri hugmyndafræði að tölvur eigi ekki að vera með vesen, heldur bara að virka fyrir mann. Þær heita Apple Macintosh. Eignist líf, losið ykkur við vandamálin, hættið að pína ykkur, frelsist!

Þroskasaga kirkjunnar

Kirkjan og þróun trúmála eru mér hugleikin efni um þessar mundir, annars vegar vegna þess að þetta er annar veturinn sem ég sæki kirkju reglulega þar sem ég er að ferma afkvæmin, og hins vegar vegna þess að ég held að allir sem hafa áhuga á alþjóðastjórnmálum hljóti að fylgjast með trúmálum á alþjóðavettvangi, þar sem þau eru oft afsakanir fyrir stríðum og glæpum.
Hugmyndir um að sameina kirkjudeildir kristinnar kirkju eru ákaflega áhugaverðar að mínu mati, sérstaklega þar sem það myndi vera merki um ákveðinn þroska og gagnkvæman skilning kristins samfélags. Mér finnst líka áhugaverðar kenningar þess efnis að siðbót í ætt við þá sem M.Lúter stóð fyrir í kristinni kirkju, hafi enn ekki átt sér stað í trúarsamfélagi múslíma, og því vanti upp á ákveðinn þroska þess samfélags sem notar gjarna trú sem skálkaskjól fyrir rangtúlkanir og samfélagslega glæpi á borð við ofsóknir. Ef við skoðum trúna í tímalegu samhengi, þá ætti kannski að fara að koma að slíkri umbreytingu, þótt hún virðist reyndar ekki vera í sjónmáli!
Kirkjuhefðir á Íslandi hafa líka þroskast mikið undanfarin ár og get ég altént hrósað prestum í Nesirkju fyrir að hafa leitt kirkjuna inn í nútímann án allrar helgislepju. Þar er talað um dægurmál, mannleg samskipti skoðuð, boðið upp á tónleika, börnin látin njóta sín og svo er hlegið hjartanlega og klappað. Halelúja!

Skoppandi líkamspartar og spiktutlur

Þetta gæti orðið grafískt og líka ákaflega vandræðalegt. Ímyndið ykkur hressilegan tröpputíma. Spinning með hraðri tónlist. Brjóst af öllum stærðum og gerðum að hristast í allar áttir, teygð og toguð. Pungar skutlast upp og niður, svitastorknir og klepraðir. Fitukeppir og spiktutlur fá alla athyglina. Nei, þá vil ég heldur þurfa að gangast undir tískuna í líkamsræktarsalnum. Ég verð að játa að ég sé ekkert eftirsóknarvert við nakið fólk saman í líkamsrækt. Kannski er ég bara svona púkó?
mbl.is Mikill áhugi á líkamsrækt fyrir nakta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nautasæði í hárið

Ég rak augun í texta framan á Bændablaðinu, sem liggur alltaf frammi á kassanum í Melabúðinni, um kosti nautasæðis sem hárnæringar. Þar er fullyrt að sæðið gefi gljáa og næringu og geri hárið líflegt og fallegt. Þetta er afskaplega forvitnilegt, þótt ég vilji nú frekar halda áfram að vera með hálmkennt strý frekar en brúka þennan gæðavökva. MaryMaður sér fyrir sér ákveðið vandamál ef æði grípur um sig og eftirspurnin verður mikil. En það góða er að það verður gaman hjá nautunum ef þær aðferðir eru notaðar við að ná glundrinu sem ímyndunarafl mitt segir til um. Vonandi gefst það betur en sullið úr öðru spendýri, sem Cameron Díaz notaði óvænt í stað hárgels í snilldarmyndinni "There is Something About Mary", það var snilldar atriði, en oj, ég held ég haldi mig við kemískar hárvörur!

Svitafýla áhrifameiri en gáfur og persónutöfrar

Svona rannsóknir sanna að það eru að sjálfsögðu ekki gáfur eða persónutöfrar sem laða okkur að körlum. Þeir þurfa ekkert á því að halda. Þetta er allt miklu prímitívara, enda erum við einfaldlega ein dýrategund enn. Persónulega er ég ekki mikið fyrir fýluna per se, þótt það geti verið flott að sjá svitastorkna, vel vaxna drengi púla við erfiðisverk, svona í fjarlægð. Það er miklu þolanlegri lykt af mörgum öðrum dýrategundum en körlum. Að mínu viti jafnast t.d. ekkert á við ilminn undir faxi hesta, eða angan af hlýjum, bangsalegum voffa. En kannski er það ég sem er bara svona mikil skepna...


mbl.is Sviti karla getur bætt skap og aukið kynferðislega örvun kvenna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Glórulaust rugl

Þetta er nú algjört rugl. Vonandi verður þetta til að flýta fyrir því að "einkaflugvöllurinn" fari úr miðbænum, svo borgin geti þróast eðlilega. Nú er lag að blása lífi í umræðuna, fá tilboð í lagningu hraðlestar til Keflavíkur og spara þannig mannslíf, mengun, bíla og vegaframkvæmdir. Og hvar eru samkeppnissjónarmiðin? Maður verður bara orðlaus!
mbl.is Iceland Express fær ekki inni á Reykjavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eingöngu karlmenn notaðir sem tilraunadýr?

Ég set spurningamerki við niðurstöður þessarar rannsóknar þar sem ég tel að konur hafi varla verið með í tilrauninni, en það hlýtur að vera nauðsynlegt til að fá rétta mynd af mannskepnuninni. Ef karlar voru þarna í meirihluta var rannsóknafé kastað á glæ þar sem það var fyrirfram viað að þeir geta fæstir gert meira en eitt í einu. Flestir karlmenn sem ég þekki kannast samt við fyrirbærið og kunna að hlæja að þessum líffræðilegu takmörkunum sínum!
mbl.is Flöskuháls kemur í veg fyrir að heilinn vinni tvö verk í einu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Boston á morgun

Á morgun liggur leið mín í stutta ferð til lærdómsborgarinnar Boston þar sem ég mun heimsækja einn af bestu háskólum heims. Mér dettur ekki í hug að ferðast án þess að njóta þess líka, og því mun ég, allan sunnudaginn og milli funda, spranga um Cambridge, rölta um Harvard Square og Newbury Street, og svo er víst skylda að snæða á Legal Seafoods í borginni. Verst að það er svo ferlegakalt þarna núna, það er svona veður eins og var hér um daginn, frost og snjór. Það er bara 66N peysan, úlpa og bomsur í búðirnar. En bókabúðirnar maður, jedúddamía, ég á eftir að gleyma mér! Sleppi bara Leyndardómum Viktoríu í staðinn. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband