Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Umskurður kvenna og hryllingur heimsins

BíómyndirÁ sunnudaginn sá ég tvær fantagóðar bíómyndir, svona myndir sem vekja mann til umhugsunar um heiminn og mannkynið sem hann byggir. Önnur var Beyond bordersmeð Angelinu Jolie og Colin Powell. Hún fjallaði um yfirstéttarpjásu í London sem fær mjög sterka köllun til að taka þátt í hjálparstarfi sem síðan leiðir hana frá Afríku til Tsjétsjéníu í gegnum Kambódíu. Þar mæta henni hryllilegar aðstæður, allt frá þurrkum og hungursneyð til öfgahópa og hryðjuverkastríðs. Hin myndir var sunnudagsmynd Sjónvarpsins, Moolaadé eða Verndarkraftur, senegölsk mynd um konu sem hjálpar litlum stelpum að flýja umskurð eða "hreinsun" sem viðgengst á ungum telpum í mörgum löndum Afríku. Það er eitt af þeim málefnum sem ég tel að þurfi að berjast gegnhvað ötullegast í heiminum í dag, og eitthvað sem myndi ekki viðgangast ef fleiri konur hefðu verið við stjórnvölinn undanfarnar aldir, en það er önnur saga. Frábær mynd, sem tók á viðkvæmu efni á smekklegan hátt með blöndu af kaldhæðni yfir lífinu og tilverunni. Þakka RÚV fyrir að sýna mynd frá Senegal, gott framtak! Ekki skemmir fyrir að Pollý, Senegalpáfagaukurinn okkar gat heyrt tungu forfeðra sinna...

Vekið mig!

Ég vil vakna af þessari martröð! KR-ingar, nú er djókið farið að ganga of langt, vekið mig!!!

mbl.is KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er greddan strákar?!

Það vantar eitthvað hjá KR liðinu núna í byrjun sumars. Þetta er hópur bestu knattspyrnumanna landsins, en þeir ná ekki að spila sem lið. Það vantar alla grimmd, alla greddu í liðið sem heild. Spurning hvort þjálfarinn þurfi ekki að skoða aðferðir sínar. Það er ekki eðlilegt að tapa þremur heimaleikjum. Koma svo KR, sumarið er rétt að byrja! Hífið ykkur upp úr þessu og farið að vinna sem lið! 
mbl.is Tvö mörk á KR-velli með skömmu millibili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sígaunarnir eru komnir

Gypsy familyHver hefði trúað því að hingað kæmu á endanum sígaunar, svona alvöru sígaunar, sem láta hverjum degi nægja sína þjáningu. Rúmenum er að fjölga hér á landi, eftir að Rúmenía bættist í hóp landa sem mynda Evrópska efnahagssvæðið, og þar með er þeim frjálst að fara milli landa, dvelja og vinna í öðrum EES löndum. Hingað eru komnar fjölskyldur, sem eru alveg eins og sígaunarnir sem voru svo áberandi á götum ferðamannastaða Spánar í kringum 1980, fólk sem á ekki samastað, finnst ekkert tiltökumál að vera ekki með fasta vinnu, og lifir fyrir einn dag í einu. Þau eru meira að segja alveg eins útlítandi, nema helsti munurinn er að hér verða þau að klæða sig heldur betur en á Costa del Sol! Kunningi minn gaf sig á tal við sígaunahjón á Lækjartorgi nú í vikunni, sem spurðu hvort hann vissi um herbergi til að halla sér eða einhverja vinnu til að stunda í stuttan tíma. Hver hefði trúað því að sígaunar sæktust eftir því að búa á Íslandi!? Spennandi verður að sjá hvernig þeim gengur að aðlagast lífinu hér, - kannski eigum við eftir að sjá sígauna dansa og spila á götum Reykjavíkur í sumar, alveg eins og maður man eftir frá Torremolinos. Það væri hægt að ímynda sér að þeir gætu lífgað við landbúnaðinn, en mikið held ég að þeim eigi eftir að blöskra verðið á hjólhýsum!

Var að lesa...

Ég las loksins Flugdrekahlauparann um daginn. Ég byrjaði á bókinni um borð í flugvél og var mjög pirruð að þurfa að lenda og leggja bókina frá mér! Hún vekur gífurlega sterk viðbrögð hjá manni, það liggur við að maður tárfelli í hverjum kafla. Ekki af því bókin sé sorgleg eða ofurgleðileg, heldur er frásögnin svo sterk að hún rústar algerlega tilfinningalegum vörnum. Menningarheimurinn og aðstæðurnar sem maður kemst í kynni við í gegnum frásögn Khaled Hosseini eru ótrúlegar og ættu að vera skyldulesning fyrir okkur Westrænu menningarvitana. Mæli hiklaust með henni, þótt ég sé kannski svolítið sein að lesa hana!

Gaman að fljúga

Flug er öruggur, þægilegur og fljótlegur ferðamáti, vilji maður skoppa milli heimshluta. Það er líka frekar skemmtilegt að fljúga og allt í kringum flug hefur alltaf verið ákaflega skemmtileg upplifun í hvert sinn. Þess vegna finnst mér svo óendanlega óréttlátt, að þegar flug var um það bil að verða gallalaust og þægilegra en nokkru sinni fyrr (rétt fyrir aldamótin), þá plöntuðu hryðjuverkamenn fræi tortryggni í flóru flugsamgangna, og síðan þá er eins og reynt sé að gera skipulagið í kringum flugið eins óþægilegt og hægt er. Ég þreytist seint að tala um þetta, því þetta fer svo í mig. Fyrst voru það oddhvöss tól, og núna er það vökvi af öllu tagi sem gerður er upptækur við innritun í flug. Í síðustu ferð minni voru flugvallarstarfsmenn svo uppteknir af sturtusápunni minni að þeir hirtu ekkert um naglaþjölina, sem er í lengra lagi og úr málmi. Svo er búið að taka stálhnífapörin upp aftur. Hverju verður tekið upp á næst? Það fer væntanlega eftir útspili þeirra sem hófu þennan leiðindaleik!
mbl.is Farþegaflug aldrei verið öruggara en nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gagnslausar spurningar?

Þetta minnir mig á spurningarnar sem maður þarf að svara til að komast inn í Bandaríkin! Spurningarnar sem slíkar virka ákaflega hjákátlegar, því það væri undarlegt að einhver væri að sækjast eftir þjónustu þar sem ákveðin skilyrði eru sett, en myndi síðan skemma það fyrir sér með því að ljóstra upp um sig. Í því ljósi hef ég alltaf hlegið með sjálfri mér að svona spurningum. Hins vegar má lita á þetta frá hinni hliðinni, því með stórauknum alþjóðaviðskiptum og aukinni vitund manna um Ísland og möguleika þess, þá er aldrei að vita nema óprúttnir aðilar myndu nýta landið og fjármálakerfið til peningaþvættis. Við getum ekki stungið hausnum í sandinn með slíkt. Það þyrfti kannski að finna aðra aðferð en þessar beinu, undarlegu spurningar, sem ég get ekki ímyndað mér að skili árangri.  
mbl.is „Ertu hryðjuverkamaður?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um höfuðslæður múslima og sexý nærföt

Muslim womanFjöldi innflytjenda af arabískum uppruna hefur aukist í Brussel undanfarið, en ég tók sérstaklega eftir því núna þar sem það er frekar langt síðan ég var hér síðast. Á leið frá lestarstöðinni á hótelið gekk ég eftir götu sem heitir Rue Brabant, en þar eru margar verslanir í eigu múslímskra innflytjenda. Verslanirnar selja vefnaðarvöru og heimilisvöru og er þeim mörgum stýrt af konum, sem eru þá oftast klæddar á vestrænan máta, en með slæðu um höfuðið. Viðskiptavinirnir í verslunum á Rue Brabant eru líka aðallega konur, glæsilegar og fallega málaðar en með slæðu yfir hárinu. Í búðargluggum var víða stillt út höfuðgínum með fallegar, vandaðar slæður í öllum litum og mynstrum, en í sumum gluggum var stillt út svaka sexý nærfatnaði við hliðina á slæðunum.

red lingerieÍ einum glugganum voru t.d. rauðar efnislitlar brækur með glitrandi palíettum og rauður brjóstahaldari ásamt slæðum tilað hylja hárið. Þetta virkar tvíbent, mér fannst þetta mjög sérstakt og langaði mest að taka mynd af besta búðarglugganum, til menningarlegra rannsókna. Eru múslimakonur í sexý fötum undir kuflum og slæðum?  Eru þetta vestræn áhrif? Er þetta kannski hluti af menningunni? Hvers vegna er haldið í þann sið að hylja hárið ef manneskjan er síðan klædd á vestrænan máta, í gallapilsi og kafmáluð? Er þetta það sem koma skal, eftir því sem menningarheimarnir blandast?


Framfarir en ekki samfarir

Þetta var líklega þarfasta frumvarpið sem samþykkt var á þessu þingi sem var að ljúka og mikið framfararstökk hjá þjóð þar sem kynferðisafbrot virðast því miður talin léttvæg. Hvað varðar hitt, þá hefði viljað sjá lágmarkssamræðisaldurinn hækkaðan í 16 ár, en fagna samt að hann sé ekki lengur 14. Eða eins og unglingarnir segja: "ég er orðin lögríða, þótt ég sé ekki orðin lögráða!" Ég tek ofan fyrir Ágústi Ólafi, þingmanninum og frænda mínum, enda er maðurinn snillingur.
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilboð sem drepa

Þátturinn í Sjónvarpinu, um vinnuaðferðir þær sem viðgangast í Indlandi, var mjög sjokkerandi. Heilsa og líf fjölda fólks er lagt í stórhættu til að verslunarkeðjur á Norðurlöndum geti framleitt og selt ódýra vefnaðarvöru, auk þess sem umhverfismengun er stórfelld. Þarna var fólk úti á bómullarakri að úða eitri sem hvergi annars staðar er leyft, og þeir voru ekki einu sinni með grímu eða hanska. Svo fer þetta fólk og borðar mat sinn með höndunum. Enda eru bændur á svæðinu meira og minna með krabbamein. Í þættinum sáust líka verkamenn, hálfir ofan í sýrubaði eða kerjum með litarefnum eða klór, berfættir og hanskalausir að hræra í baðmullarefnum. Svo sást þar sem efnum, lit og tærandi lausnum var hleypt beint út um rör í næstu á eða undir næsta akur. Ætli stórfyrirtækin sem selja fullbúna vöru í smásölu þekki allt ferlið? Er farið á bak við þau, eða eru þau með í kúguninni og umhverfisspjöllunum?

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband