Umskurður kvenna og hryllingur heimsins

BíómyndirÁ sunnudaginn sá ég tvær fantagóðar bíómyndir, svona myndir sem vekja mann til umhugsunar um heiminn og mannkynið sem hann byggir. Önnur var Beyond bordersmeð Angelinu Jolie og Colin Powell. Hún fjallaði um yfirstéttarpjásu í London sem fær mjög sterka köllun til að taka þátt í hjálparstarfi sem síðan leiðir hana frá Afríku til Tsjétsjéníu í gegnum Kambódíu. Þar mæta henni hryllilegar aðstæður, allt frá þurrkum og hungursneyð til öfgahópa og hryðjuverkastríðs. Hin myndir var sunnudagsmynd Sjónvarpsins, Moolaadé eða Verndarkraftur, senegölsk mynd um konu sem hjálpar litlum stelpum að flýja umskurð eða "hreinsun" sem viðgengst á ungum telpum í mörgum löndum Afríku. Það er eitt af þeim málefnum sem ég tel að þurfi að berjast gegnhvað ötullegast í heiminum í dag, og eitthvað sem myndi ekki viðgangast ef fleiri konur hefðu verið við stjórnvölinn undanfarnar aldir, en það er önnur saga. Frábær mynd, sem tók á viðkvæmu efni á smekklegan hátt með blöndu af kaldhæðni yfir lífinu og tilverunni. Þakka RÚV fyrir að sýna mynd frá Senegal, gott framtak! Ekki skemmir fyrir að Pollý, Senegalpáfagaukurinn okkar gat heyrt tungu forfeðra sinna...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband