Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Styttum grunnskólann en ekki framhaldsskólann

Nýjungar í menntakerfinu hafa oft komið frá grasrótinni og þróast síðan út í kerfið, eins og nú sýnir sig í tilraunum framhaldsskólanna til að taka inn nema beint úr 9. bekk. Stjórnvöld byrjuðu eiginlega á vitlausum enda þegar þau komu fram með tillögur til styttingar á framhaldsskólanum, svo íslenskir nemar kæmust fyrr í háskóla og út í atvinnulífið. Tímanum í framhaldsskóla er alls ekki illa varið og árin þar eru skemmtileg og félagslega mikilvæg. Það er frekar að tímanum sé sóað á fyrstu árum grunnskólans, þegar börn fá ekki að glíma við verkefni sem höfða nægilega til þeirra sem vitsmunavera. Ef farið er í hinn endann og grunnskólinn endurskilgreindur og tengdur vetur við framhaldsskólann, þá gætu ungmenni hafið nám í framhaldsskóla ekki seinna en 15 ára, og yrðu komin í háskólanám 18-19 ára.

Framfarir en ekki samfarir

Þetta var líklega þarfasta frumvarpið sem samþykkt var á þessu þingi sem var að ljúka og mikið framfararstökk hjá þjóð þar sem kynferðisafbrot virðast því miður talin léttvæg. Hvað varðar hitt, þá hefði viljað sjá lágmarkssamræðisaldurinn hækkaðan í 16 ár, en fagna samt að hann sé ekki lengur 14. Eða eins og unglingarnir segja: "ég er orðin lögríða, þótt ég sé ekki orðin lögráða!" Ég tek ofan fyrir Ágústi Ólafi, þingmanninum og frænda mínum, enda er maðurinn snillingur.
mbl.is Fyrningarfrestur á kynferðisafbrotum gegn börnum afnuminn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mælt af viti

Kannski las hann bara bloggið mitt um ESB þar sem ég lýsti eftir upplýstri umræðu!?
mbl.is Umræða um ESB óviðunandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það sem ég ætla að gera í rúminu í kvöld

...er að lesa þessa skýrslu Evrópunefndar. Finnst fólki það almennt sexý hugmynd? Ekki?
mbl.is EES-samningurinn nýttur til að hafa áhrif á Evrópusambandið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kannski fullseint í rassinn gripið...

...og ekki alveg ljóst hvað fengist með þessari frekar afturvirku aðgerð!
mbl.is Vilja svipta Hitler þýskum ríkisborgararétti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þörf á upplýstri umræðu um ESB á vettvangi stjórnmála

Nú hafa Sjálfstæðisflokkur og Vinstri grænir sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu úr Evrópunefnd um að þeir séu á móti aðild Íslands að ESB, þar sem hagsmunum Íslands yrði ekki gætt varðandi sjávarútvegsmál. Það er ekki hægt að slá því föstu hvernig samið yrði milli ESB og Íslands, fyrr en gengið er til viðræðna um hugsanlega aðild. Ég tel það vera gunguskap í íslenskum stjórnmálaflokkum að vilja ekki fara í aðildarviðræður. Viðræður eru ekki samningur, og til að upplýst umræða geti átt sér stað hér á landi meðal almennigns jafnt sem stjórnmálamanna, þá er ekki nóg að byggja á einhliða upplýsingum. Það þarf að skoða rök, og vil ég benda á erindi Michael Köhlers um sjávarútvegsstefnu ESB og Íslands á evropa.is í þessu samhengi. Fjöldi sjálfstæðismanna eru nefnilega ESB-sinnar (í felum) og enn fleiri eru með opinn huga varðandi að skoða hvernig aðild Íslands liti út. En á meðan stjórnmálamenn, sem eru á móti aðild stýra umræðunni, þá fær allur almenningur ekki upplýsingar sem byggjandi er á. Og nei, ég tel ekki að þessi sameiginlega yfirlýsing segi til um hugsanlegt stjórnarsamstarf, a.m.k. ekki á meðan enginn flokkur hefur "cojones" til að gera ESB að kosningamáli.
mbl.is VG og Sjálfstæðisflokkur gegn ESB-aðild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tími (væri) til kominn!

Ef Hillary yrði næsti forseti Bandaríkjanna lofa ég að endurskoða afstöðu mína gagnvart bandarískum hugsunarhætti, en þótt ég sé að eðlisfari bjartsýn á ég erfitt með að sjá þetta gerast. Það eru einfaldega svo margir fundamentalistar í Bandaríkjunum, sem aðhyllast undarlega þjóðfélagshætti sem endurspeglast í hinu týpíska miðvesturríkja millistéttarsamfélagi. Ég ætla ekki nánar út í þá sálma, en svo sannarlega er kominn tími fyrir leiðtoga eins og Hilary í Bandaríkjunum.
mbl.is Hillary Clinton vill brjótast upp úr glerþakinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bleik hafmeyja tilvalið PR tæki

Enginn veit hver eða hvers vegna Hafmeyjan var máluð bleik, og til að kveða niður raddir um hryðjuverk eða fordóma, ættu borgaryfirvöld að eigna sér glæpinn og segja að þetta sé til að vera með í baráttu gegn brjóstakrabbameini. Sniðugt PR múv, ekki satt?!
mbl.is Litla hafmeyjan máluð bleik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sælueyja án karla

Þetta er áhugavert framtak hjá Írönum. Ef konur geta hvergi verið í friði og verða sífellt að lúta reglum karla, hvers vegna þá ekki að útbúa stað þar sem engir karlar eru?! Maður ímyndar sér að það felist ákveðið frelsi í að losna undan drottnurunum, sem í mörgum samfélögum eru slíkir í krafti líkamsútlitslegs munar. (Þetta hefur nú verið get áður, samkvæmt sögunni, á eyjunni Lesbos undan strönd Grikklands, en það er önnur saga!) Íranir eru ekki svo galnir. Þeir hafa svarað Vesturlöndum því til, að ef þau krefjist þess að þeir hætti auðgun úrans til þróunar kjarnorku, þá ættu Vesturlönd að gera það líka. Hvers vegna ekki? Væri ekki nær að eyða fjármunum í að þróa aðra orkugjafa? Það myndi leysa nokkur vandamál á einu bretti, skal ég segja ykkur.
mbl.is Aðeins fyrir konur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gamaldags gaur

Brad kallinn á greinilega erfitt með að sætta sig við að konur hafa önnur viðhorf en hann var alinn upp við, því Jennifer hárfyrirmynd níunda áratugarins vildi ekki eiga fullt af börnum eins og hann, og nú vill Angelina stútulína góðgerðarprinsessa ekki rjúka upp að altarinu. Í stað þess að játast undir ný viðhorf, þá fer hann í tómt tjón greyið. Of þrjóskur, eins og er nú reyndin með marga góða drengi, hóst, hóst...


mbl.is Samband Jolie og Pitt sagt í vanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband