Stóriðja í takt við tímann

Sú hugmynd, að bjóða erlendum veffyrirtækjum að setja hér upp netþjónabú, er líklega besta hugmyndin sem fram hefur komið í umræðunni um iðnaðaruppbyggingu og orkunýtingu. Hér væri um að ræða umhverfisvænan iðnað sem tæki ekki mikið pláss og mengaði lítið sem ekkert. Hægt væri að koma orkunni í verð, eins og stjórnmálamenn okkar virðast fyrir alla muni vilja gera, þjóðarbúið fengi tekjur af einhverju öðru en þorski og áli, og ekki verra að loks myndi kuldinn og vindurinn nýtast okkur sem söluvara. Þetta kalla ég stóriðju í lagi!
mbl.is Kostnaður við orku til netþjónabús 20-30% lægri hér en í samkeppnislöndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tryggvi L. Skjaldarson

Orka til netþjónabús er aðeins brot af því sem álver notar.  Netþjónabú er engin stóriðja og kemur ekki í staðinn til að nýta orkuna sem við eigum óbeislaða.  Hugmyndin er samt góð og sjálfsagt að skoða betur.

Tryggvi L. Skjaldarson, 21.6.2007 kl. 20:49

2 Smámynd: Fararstjórinn

En kannski eru tekjurnar umtalsverðar, og það þarf ekki endilega að nota alla orkuna þótt hún sé til. Svo er orka Íslendinga víst ekki alveg ótakmörkuð... Málið er að nota hana gáfulega.

Fararstjórinn, 21.6.2007 kl. 22:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband