Viðburðaríkur mánuður

September hefur verið svakalega viðburðaríkur hjá mér í vinnu og víðar. Búin að skipuleggja tvo risaviðburði og fjóra minni, sem allir tókust afskaplega vel. Vísindakaffin voru vel sótt og aldrei hafa fleiri komið á Vísindavöku. Svo er það skipulagið á Viku símenntunar sem mínir frábæru samstarfsaðilar um allt land sjá síðan um að framkvæma. En ég verð að játa að ég veit ekkert skemmtilegra en skipuleggja viðburði - ég bókstaflega þrífst á þeim! Tengist sjálfsagt gamla fararstjóranum í mér... En ég er nú samt pínu þreytt eftir þessa törn og fegin að nú gefst tími til að sinna persónulegum málefnum sem hafa setið á hakanum, eins og að hitta fjölskyldu og vini og kannski fara að synda og hjóla aftur. 

Þá er bara að halda í sér!

Stuðningsyfirlýsing barnshafandi kvenna við kjaradeilu ljósmæðra hófst með því að aðeins eitt barn fæddist á Landspítalanum fyrstu nótt verkfallsins. Áfram svona stelpur, gleymið kampavíninu, göngutúrunum og haldið ykkur frá kallinum! Herpið saman lærin og haldið í ykkur þar til búið er að semja! Ekki að spyrja að því...
mbl.is Eitt barn fæddist á LSH í nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt í góðu Geiri beibí!

Hæstvirtur forsætisráðherra vor telur ekki að við eigum í neinum teljandi efnahagserfiðleikum, samkvæmt viðtölum við hann í fréttaþáttum beggja sjónvarpsstöðva í kvöld. Það er allt í góðu, þótt fólk missi vinnuna, fjöldauppsagnir hafi orðið víða, fyrirtæki verði gjaldþrota og loki áður blómlegri starfsemi. Það er allt í lagi þótt krónan dansi súludans og vextir séu orðnir svo háir að venjulegt fólk getur ekki einu sinni séð fyrir sér afleiðingarnar í verstu martröðum sínum. Og það er ekkert tiltökumál þótt eignatengdar skuldir fari langt umfram verðmæti eigna. Nei, nei, þetta er allt í góðu, ekkert stress, verið alveg róleg. Við höfum það gott. Hættið þessu væli....

Göngutúr eða ball?

Það voru greinilega færri í kvöldgöngu á Ægisíðunni í kvöld en vanalega, þegar við Bella fórum í gönguna okkar. Kannski er komið haust í fólk þar sem veðrið hefur verið fremur haustlegt undanfarið. Í kvöld var samt fullkomið síðsumarveður, hlýtt og milt, og sólarlagið náttúrulega það fallegasta sem gerist. Eða kannski voru bara allir komnir í partý fyrir Stuðmannaballið á Nesinu í kvöld nema ég, þar sem ég ákvað að fara ekki á ballið í ár? 

Melabúðin er hagstæðari á svo margan hátt

Melabudin

Sumir hneykslast á því að ég versla oftast í Melabúðinni og geri mér ekki ferð í stórmarkaði nema til að kaupa stærri pakkningar af hreinlætisvörum eða þegar ég á von á fleiri en fjórum í matarboð. Þá er fólk að hugsa um verðlagið fyrst og fremst. Ég hef hins vegar alltaf haldið því fram að Melabúðin sé ekkert dýrari en aðrar matvöruverslanir nema ef vera skyldu Bónus og Krónan - sem ég sæki vegna áðurnefndra vörukaupa.

Í gær datt ég inn í Hagkaup Eiðistorgi og ákvað að kaupa nú inn af því helsta sem vantaði en fékk næstum hjartaáfall við kassann vegna þess hve hátt verðið var. Þetta fannst mér ástæða til að gerast meðvitaður neytandi og fór því með kassamiðann og bar saman þær vörur sem ég kaupi helst í minni búð, Melabúðinni. Og viti menn! Melabúðin er mun ódýrari, svo nú hef ég áþreifanlegar sannanir!

En Melabúðin er hagstæðari á svo margan hátt, ekki aðeins fyrir budduna. Hér eru nokkur atriði sem mér koma helst í hug:

 

  1. Vöruverð er í meðallagi, dýrara en Bónus en hagstæðara en t.d. Hagkaup og Nóatún. 10-11 kemur þessu ekki við, því hún er svo svaka dýr. 
  2. Ég og mínir göngum í verslunina, þurfum ekki að fara á bíl með meðfylgjandi bensíneyðslu, mengun og umferð.
  3. Hægt er að senda börnin í búðina þegar eitthvað smálegt vantar. Það kennir þeim sjálfstæði og að aðstoða við heimilisstörfin.
  4. Ég kaupi BARA það sem vantar þá stundina. Það þýðir að ég er alltaf með ferskt hráefni og safna ekki birgðum sem annars vegar taka pláss og hins vegar fara oft yfir síðasta söludag og enda í ruslinu og verða því mun dýrari á endanum.
  5. Ég hitti nágranna og vini, tala við fólk og fæ fréttir í rólegheitum, þar sem enginn er í stórmarkaðastresskasti.
  6. Ég fæ hlýlegt og gott viðmót, frábæra og persónulega þjónustu og ýmsa aukaþjónustu sem fólk sem þekkir bara stórmarkaði veit ekki einu sinni að er til. T.d. er hægt að láta skrifa hjá sér vörur ef maður er blankur eða gleymdi veskinu, afgreiðslufólk gefur ráð við innkaup og jafnvel uppskriftir og margt fleira.
  7. Þar sem ég þarf ekki að fara á bíl, þarf ekki að bera kynstrin af vörum, ég hitti fólk og fæ gott viðmót og persónulega þjónustu, þá hefur Melabúðin góð andleg áhrif sem er ómetanlegt fyrir geðheilsuna...

 

Ég gæti haldið áfram en læt gott heita.


Að taka viljann fyrir verkið

Ég ætlaði að vera rosa sniðug og byrjaði í leikfimi í ágúst (stuttu, lokuðu námskeiði) og var hugmyndin að vera komin af stað ÁÐUR en allir kjánarnir láta undan auglýsingum og hópþrýstingi og flykkjast í ræktina í september. Mjög góð hugmynd. Svo koma svona vikur eins og þessi hér, í dag fór ég í erfisdrykkju uppúr hádeginu og svo í unglingaafmæli í kvöld, þannig að mataræðið var eins og við er að búast og leikfimistímanum sleppt. Næsti leikfimistími er á miðvikudaginn, þá verð ég með erlendan fyrirlesara hjá mér og fer með honum út að borða. Síðasti tími vikunnar er svo á fimmtudaginn og þá er ég að fara í kvennaklúbbskvöld með tilheyrandi veitingum og sleppi þ.a.l. leikfiminni. En hugmyndin er góð, þessi þarna sem sneri að því að fara í leikfimi og borða hollan mat... 

Haustið heilsaði í dag

Það var eins og haustið kæmi í dag. Hrollkalt í lofti og vindur, allir skólar byrjaðir og fólk í atvinnulífinu er að vakna í þynnkunni eftir sumarfríið, grillkvöldin og sumarbústaðaferðirnar. Ég dröslaðist í dragtina og á hælana eftir að hafa verið í útilegubuxum, stuttermabol og pumaskóm síðan í júní. Þá er að spýta í lófana og kröfurnar eru miklar og skemmtilegar; vinnan, aukavinnan, extra-verkefnin og aukaaukavinnan, heimilið, heilsan, félagslífið. Þetta verður góður vetur. Rosalega hlakka ég til jólanna!

Hluti af stemmningunni

Poppmaul er stór hluti stemmningarinnar við að fara í bíó. Munið þið eftir þegar poppið í bíó var selt í lokuðum plastpokum af temmilegri stærð og maður þurfti að standast freistinguna að opna poppið áður en myndin hófst? Nýja poppið er ágætt líka. Opnir pokar og gífurlegt magn auglýsinga og kynninga áður en myndin sjálf hefst í bíó hefur líka orðið til þess að ekki margir eiga popp eftir þegar kemur að myndinni sjálfri! Popp og bíó, órjúfanlegt par!
mbl.is Popp bannað í bíóum í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýi fjölskyldumeðlimurinn

DSC00136Loksins kemur hér mynd af nýjasta meðlim fjölskyldunnar henni Bellu, eða Bellu Fóu feykirófu eins og hún heitir fullu nafni. Hún er skemmtilegasta, jákvæðasta, félagslyndasta og skapbesta dýr sem fyrirfinnst og er hún þó af nafntoguðu skemmtilegu hundakyni, en hún er Enskur Cocker Spaniel. Hún er 5 mánaða á þessari mynd, sem tekin var í sumar í sveitinni. 

Peking eða Bejing?

Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki á einu máli um hvort nota á Peking eða Beijing fyrir höfuðborg Kína, sem hýsir Ólympíuleikana í ár. Er réttara að nota annað nafnið, er það íslenskara, eða hvaða viðmið á að nota?

Knattspyrna sameinar Spánverja

Hér á Spáni er ljóst ad landslidinu í knattspyrnu hefur tekist ad sameina alla Spánverja og vekja med theim ollum sameiginlegt thjódarstolt. Katalóníumenn og Baskar geta ekki annad en verid Spánverjar í hjarta thegar thjódin hefur eignast Evrópumeistara í knattspyrnu eftir langa bid eftir sigri á stórmóti. Ótrúlegt en satt, thá hefur fótbolti nád ad gera thad sem stjórnmálamonnum thessa lands hefur ekki tekist í áratugi!
mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjar gengu af goflunum af gledi

Thegar leiknum lauk í gaerkvoldi vard allt bókstaflega klikkad hér á Spáni! Fólk hafdi komid sér vída fyrir til ad horfa á leikinn, á borum, veitingahúsum, gangstéttum og flestir í gódra vina hópi. Thegar úrslitin voru ljós, thustu allir út á gotu, veifudu fánum, hoppudu ofan í gosbrunna, sprengdu flugelda og oskrudu af gledi. Thad var algjor upplifun af fá ad vera med í thessu. Sídan hélt gledin áfram um allan bae og eflaust í ollum baejum Spánar med thví ad bílflautur voru theyttar og fólk skemmti sér fram á rauda nótt. Ég tók upp myndband af látunum, og eins thegar Spánverjar skorudu, baedi móti Thjódverjum og Rússum, en their fognudu gífurlega hverju marki. Reyndar var upplifun bara ad horfa á thessa thrjá sídustu leiki Spánverjanna hér á Spáni!


mbl.is Dansað á götum úti á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stemmning á Spáni

Thad er thvílík stemmning hér á Spáni og frábaert ad horfa á leikina med innfaeddum. Thad vard allt vitlaust thegar Spánn vann Rússland og ekki verdur minna stud í kvold. Vid aetlum ad horfa á leikinn á thorpstorginu, narta í pizzu og taka thátt í stemmningunni med Spánverjum. ¡¡A por ellos!!Áfram SPÁNN!!


mbl.is Væntingar í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af skólpi, dreni, rörum og vatnsnotkun

vatnskraniÞað er verið að skipta um skólpið á húsinu okkar og húsinu við hliðina. Það þurfti að skrúfa fyrir vatn á meðan verið var að ganga frá lögnum, sem varð til þess að kranar og pípur fylltust af smásteinum. Út af þessu var ekki hægt að nota sturtu og bað, ekki hægt að drekka vatnið og erfitt var að sturta niður. Þetta varði næstum því í heilan sólarhring. Þegar svona er, þá fattar maður hvað við erum heppin með allt þetta góða vatn sem við eigum, kalt og heitt og fullt af því! Ég verð reyndar alltaf mjög þakklát fyrir vatnið okkar þegar ég er í útlöndum, en maður hefur gott af því að láta minna sig á þetta áþreifanlega. Ég hljóp yfir í laugina á náttfötunum í morgun til að fara í sturtu, svo þetta reddaðist. Mikið er maður nú háður vatninu! Í tengslum við framkvæmdirnar er verið að setja dren í kringum húsið, svo núna veit ég nákvæmlega hvað það er! Þegar fólk, t.d. fasteignasalar töluðu hróðugir um að búið væri að "drena" eða "skipta um drenið" á einhverju ákveðnu húsi, þá kinkaði ég kolli og hummaði en hafði ekki græna glætu hvað verið var að tala um en fannst eins og ég ætti að vita þetta. En núna veit ég þetta sko í alvöru og veit hvers vegna sett eru dren í tengslum við röraskipti gamalla húsa. Maður er alltaf að læra eitthvað nýtt! Næst eru það gluggaskipti og íbúðin mín verður eins og ný (eða nýlegri, því húsið er á besta aldri byggt 1957). En vatnið er komið aftur enda getum við víst ekki án þess verið.

Íslendingar kála dýrum í útrýmingarhættu sér til gamans

Hverjum dettur í hug að drepa ísbjörn, dýr sem nýlega hefur verið yfirlýst í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss á Norðurskautinu?! Hvað er að? Var hann að ógna einhverjum? Þurfum við Íslendingar ekki að fara að endurskoða fílósófíu okkar gagnvart náttúrunni? Það hlýtur að hafa verið hægt að sækja svæfingarlyf til dýralæknis á svæðinu og flytja björninn á brott Ég sé það alveg fyrir mér, að þegar síðasta ísbirnan í heiminum leitar lands á Íslandi eftir nokkra áratugi, ungafull og örvæntingafull, þá munu það verða hróðugir Íslendingar sem munu kála henni - alveg eins og við drápum síðasta geirfuglinn! Isbjarnarungi


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum svartir, við erum hvítir...

Það var engin spurning hvort var mikilvægara í kvöld, fyrri forkeppni Eurovision eða heimaleikur KR. Eftir að hafa horft alveg að kalkúninum dreif ég mig niður á völl. Leikurinn var hörkuspennandi, sérstaklega í síðari hálfleik en við KR-ingar þurftum því miður að sætta okkur við að Kópavogsbúar ynnu, því leikurinn var í raun mjög ósanngjarn í okkar garð. Það var samt gott að sjá að KR getur barist og því hlakkar maður til spennandi sumars. Líka skemmtilegt að fylgjast með þessum nýju liðum, hvað þau eru æst svona í fyrstu leikjunum. En síðan verður það stórveldið sem blívur. Áfram KR!

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband