Hafa konur ekkert vit á fótbolta?

Ég var að horfa á 14:2, fótboltaþáttinn á RÚV, þar sem aðalumræðuefnið var gengi landsliðins á móti Svíum. Umsjónarmaður þáttarins ákvað að leita álits "fólksins á götunni" og tók allnokkra einstaklinga tali og spurði þá álits þeirra á landsliðinu og hvað hægt væri að gera. Það var engin kona í hópi þessara einstaklinga. Tilviljun? Vantrú á að konur hafi nokkuð að segja um fótbolta? Umsjónarmaður hefði allavega átt að sjá sóma sinn í að grafa upp einhverjar konur sem hann kannast við, ef hann var hræddur við að taka konur tali af handahófi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég held að það sé ekki málið að konur viti ekki neitt um fótbolta. Það eru bara ekki það margar sem að finnst hann skemmtilegur en við erum þó þónokkrar. Þú getur prufað að fara á pub og horfa á fótbolta vanalega er kynjahlutfallið þaniig 90%kk 9 % kvk og 1% starfsfólk :) 

Skonsan (IP-tala skráð) 8.6.2007 kl. 10:22

2 identicon

Tel að það sé dálítið til í þessu hjá Skonsunni.Yfir höfuð er mun fámennra af kvenfólki sem eru áhugamenn um knattspyrnu.En engu að síður þá hlýtur umsjónarmaðurinn að geta fundið einhverjar ef hann e.t.v hefði lagt meiri vinnu í þetta. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 00:38

3 identicon

Ég veit ekki hvort konur hafi ekki vit á fótbolta ... ætli þær sem horfi á fótbolta hafi ekki jafn mikið vit á honum og karlar. Er þetta ekki mýta eins og stærðfræðigenið?

Hinsvegar er betri spurning og mun áhugaverðari hvort karlmenn í KR hafi yfirhöfuð vit á fótbolta. Tjah ... eða karlalandsliðið í fótbolta. Mér sýnist stelpurnar "okkar" vera að standa sig mikið betur en strákarnir "sem eru ekki lengur okkar".

Bjössi (IP-tala skráð) 21.6.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband