Færsluflokkur: Spil og leikir

Við erum svartir, við erum hvítir...

Það var engin spurning hvort var mikilvægara í kvöld, fyrri forkeppni Eurovision eða heimaleikur KR. Eftir að hafa horft alveg að kalkúninum dreif ég mig niður á völl. Leikurinn var hörkuspennandi, sérstaklega í síðari hálfleik en við KR-ingar þurftum því miður að sætta okkur við að Kópavogsbúar ynnu, því leikurinn var í raun mjög ósanngjarn í okkar garð. Það var samt gott að sjá að KR getur barist og því hlakkar maður til spennandi sumars. Líka skemmtilegt að fylgjast með þessum nýju liðum, hvað þau eru æst svona í fyrstu leikjunum. En síðan verður það stórveldið sem blívur. Áfram KR!

Markaskorari KR

Þvílíkt sem hún Olga er frábær fótboltaspilari og öflugur markaskorari, enda er KR best í kvennafótboltanum. Væri ekki hægt að nýta hana betur fyrir KR, t.d. fá hana lánaða í aumingja karlaliðið, þar sem enginn hefur cojones til að klára málið og skjóta á rammann!!

Túttublómin eru komin!

Þegar ég var lítil - á áttunda áratugnum, þá gáfum við blómunum nafn eftir eiginleikum þeirra og hvernig við kynntumst þeim. Þess vegna heita baldursbrár líka túttublóm og biðukollur fíflanna blásublóm.  Hvönnin var músablóm, því í gamla Vesturbænum földu mýsnar sig í rótum hvannarinnar. Svo var það lakkrísblómið, sem ég hef nýlega lært að heitir Spánarkerfill, og flugublóm, sem ég man aldrei hvað heitir réttu nafni, en það var með belg fyrir neðan blómið sem flugur skriðu inn í. Peningablóm eða ástarblóm var arfi með hjartalaga lauf og lúpínan var sykurblóm, svo ekki sé minnst á breiðustu grasstráin sem voru að sjálfsögðu ýlustrá. 


Kaupa, kaupa, kaupa! - ætli H&M viti af þessu tækifæri?!

Ef eitthvað er til sölu, þá kaupa Íslendingar það! Þetta er vitað mál og þess vegna er fyrirtækjum óhætt að senda hingað umframlagera af öllum andskotanum, allt selst. Saumavélar verða náttúrulega allir að eiga, sérstaklega ef grunur leikur á að þær gætu verið þúsundkallinum ódýrari en alla jafna. Alveg sama þótt maður eigi saumavél, það væri glapræði að kaupa hana ekki og tapa af þessum gróða! Þetta er hugsunarhátturinn hér á landi, og ég skil ekki því í ósköpunum H&M hefur ekki fattað að senda hingað ruslið sitt. Það myndi rjúka út eins og heitar lummur. 
mbl.is Saumavélar streyma út í Kringlunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hafa konur ekkert vit á fótbolta?

Ég var að horfa á 14:2, fótboltaþáttinn á RÚV, þar sem aðalumræðuefnið var gengi landsliðins á móti Svíum. Umsjónarmaður þáttarins ákvað að leita álits "fólksins á götunni" og tók allnokkra einstaklinga tali og spurði þá álits þeirra á landsliðinu og hvað hægt væri að gera. Það var engin kona í hópi þessara einstaklinga. Tilviljun? Vantrú á að konur hafi nokkuð að segja um fótbolta? Umsjónarmaður hefði allavega átt að sjá sóma sinn í að grafa upp einhverjar konur sem hann kannast við, ef hann var hræddur við að taka konur tali af handahófi.

Frábær árangur hjá okkar fólki í sundinu!

Til hamingju! Ég fór ekki með í þetta sinn til Esbjerg, en afkvæmin eru þar bæði að sjálfsögðu. Sunddeild KR og Sunfélag Akraness sendu hóp frábærra sundmanna á mótið í ár, og þau eru greinilega komin í gírinn!
mbl.is Tveir sigrar hjá Ragnheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góð eru kvennaráð

barbie and kenEkki kemur á óvart að sterkar konur í þingflokkum Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar, þær Þórunn Sveinbjarnardóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hafi undirbyggt viðræður flokka sinna til að liðka fyrir samstarfi. Konur læra jú, frá blautu barnsbeini, að stýra samskiptum fólks í gegnum leiki sem snúast um samskipti fólks og skipulag lífsins, á meðan drengir eru hvattir til að hunsa samskipti og sinna ofbeldi og látum. Þetta kemur fram betur og betur eftir því sem konur hasla sér völl í ábyrgðarstöðum. Pælið í því hve mörg heimsmál myndu leysast fljótt ef fleiri konur væru við stjórnvölinn! Hugsið ykkur hve koma hefði mátt í veg fyrir mörg stríð ef sú hefði verið raunin í mannkynssögunni.

Viltu dansa gæskan...?

Ég skora hér með á Geir og Ingibjörgu að taka nokkur dansspor t.d. í Kastljósi, ef þeim tekst að landa viðræðunum. Við eigum það skilið!
mbl.is Geir og Ingibjörg ræðast við síðdegis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bubbi heppinn!

Það er nú sveimér gott að Bubbi litli skyldi fá byssuleyfi við 10 mánaða aldurinn. Ekki seinna vænna að byrja að kenna ungum Bandaríkjamönnum að leika sér með skotvopn um það leyti! En Bubbi litli þarf að geyma byssuna sína heima hjá afa þangað til hann hefur náð 14 ára aldri, en þá telja foreldrarnir að hann geti farið að skjóta soldið svona á umhverfið. Hversu sick getur bandarískt þjóðfélag orðið?!
mbl.is Tíu mánaða gamalt barn fær byssuleyfi í Illinois
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Testesterónið trekkir

Það kemur ekki á óvart að Eiríkur Hauksson veki athygli fyrir karlmannlegt atgervi og útgeislun! Í samanburði við aðra karlmenn sem taka þátt í keppninni, er hann náttúrulegur, eðlilegur karlmaður. Kannski hafa margir gleymst hvernig svoleiðis eintak lítur út, því aðrir karlkyns þátttakendur eru allt frá því að vera óver-metró yfir í að vera einfaldlega í kvenmannsfötum með brjóst. Ég var ekkert hrifin af laginu til að byrja með, en ég hef tröllatrú á útgeislun og sviðsframkomu Eika. Áfram Ísland!


mbl.is Slegist um Eirík í Helsinki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband