Við erum svartir, við erum hvítir...

Það var engin spurning hvort var mikilvægara í kvöld, fyrri forkeppni Eurovision eða heimaleikur KR. Eftir að hafa horft alveg að kalkúninum dreif ég mig niður á völl. Leikurinn var hörkuspennandi, sérstaklega í síðari hálfleik en við KR-ingar þurftum því miður að sætta okkur við að Kópavogsbúar ynnu, því leikurinn var í raun mjög ósanngjarn í okkar garð. Það var samt gott að sjá að KR getur barist og því hlakkar maður til spennandi sumars. Líka skemmtilegt að fylgjast með þessum nýju liðum, hvað þau eru æst svona í fyrstu leikjunum. En síðan verður það stórveldið sem blívur. Áfram KR!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband