Hundur í berjamó

RexVið skruppum í heimsókn í sumarbústað á Suðurlandi í gær til vinkonu minnar og fjölskyldu sem þar dvelja, og fannst tilvalið að fá okkur göngutúr og líta eftir berjum. Það þurfti ekki að ganga lengi til að hnjóta um svört krækilyng og ilmandi bláberjalyng. Ber, ber, ber út um allt, svo við lögðumst í mosann (sem er frekar harður eftir þetta þurra sumar!) og hófum tínsluna. Börnin skoppuðu um og tíndu ber, unglingurinn talaði í gemsann með annarri hendinni og tíndi ber með hinni og við vinkonurnar veltum okkur frá einu lyngi til annars, liggjandi í mosanum masandi. Eins og í öðru, vildi lögregluhundurinn Rex (sem ég passa á sumrin) ólmur vera með og hóf að tína ber af mikilli áfergju. Ég hef aldrei áður séð hund í berjamó, tína af lynginu og kjamsa á berjunum, en þetta var mjög fyndin sjón! Svo var haldið í sumarbústaðinn og berin höfð í eftirrétt um kvöldið ásamt ís, rjóma og grilluðum sykurpúðum. Indæll dagur, og góð afsökun til að svíkjast um frá verkefnum og próflestri!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband