Ostaskeraleitin mikla

imagesEitt af verkefnum sumarsins hefur verið að finna nothæfan ostaskera (ostahníf, ostaskerara) fyrir heimilið þar sem sá gamli góði gufaði upp með dularfullum hætti. Þetta var svona ostaskeri sem maður finnur aðeins einu sinni á lífsleiðinni, þar sem hann skar ost betur en aðrir slíkir. Hann var ekkert sérstaklega fagur, og því hafa verið nokkrir aðrir verið keyptir sem voru kannski flottari, en enginn þeirra hefur leyst grundvallarhlutverkið eins vel af hendi og sá gamli, þ.e. að skera fullkomnar ostsneiðar, án hlykkja, skrykkja eða annarra hnökra í ferlinu. Við höldum að sá gamli hljóti að hafa hafnað í ruslinu ásamt afgögnum af diskum, þar sem engin önnur skýring finnst á hvarfinu. Kannski maður þurfi að leita til Noregs, en ostaskerinn eins og við þekkjum hann er norsk uppfinning. Leit stendur yfir af verðugum arftaka...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Kristinn Lárusson

Kannast ofurvel við vandamálið. Minn gamli, góði ostaskeri gufaði upp í flutningum mill bæjarfélaga nú í vor, en viti menn, viku seinna fékk ég í Góða hirðinum ostakrera frá Fiskars, og er ekki ofsögum sagt, hann er sá langbesti, sem átt hef ég um dagana...kostaði 50 kall!

Ásgeir Kristinn Lárusson, 30.7.2007 kl. 15:15

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Það er óskiljanlegt að þeir sem framleiða ostaskera, gera það ekki almennilega. Allir kannast við þetta vandamál. 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 30.7.2007 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband