Færsluflokkur: Íþróttir

Að taka viljann fyrir verkið

Ég ætlaði að vera rosa sniðug og byrjaði í leikfimi í ágúst (stuttu, lokuðu námskeiði) og var hugmyndin að vera komin af stað ÁÐUR en allir kjánarnir láta undan auglýsingum og hópþrýstingi og flykkjast í ræktina í september. Mjög góð hugmynd. Svo koma svona vikur eins og þessi hér, í dag fór ég í erfisdrykkju uppúr hádeginu og svo í unglingaafmæli í kvöld, þannig að mataræðið var eins og við er að búast og leikfimistímanum sleppt. Næsti leikfimistími er á miðvikudaginn, þá verð ég með erlendan fyrirlesara hjá mér og fer með honum út að borða. Síðasti tími vikunnar er svo á fimmtudaginn og þá er ég að fara í kvennaklúbbskvöld með tilheyrandi veitingum og sleppi þ.a.l. leikfiminni. En hugmyndin er góð, þessi þarna sem sneri að því að fara í leikfimi og borða hollan mat... 

Peking eða Bejing?

Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki á einu máli um hvort nota á Peking eða Beijing fyrir höfuðborg Kína, sem hýsir Ólympíuleikana í ár. Er réttara að nota annað nafnið, er það íslenskara, eða hvaða viðmið á að nota?

Stemmning á Spáni

Thad er thvílík stemmning hér á Spáni og frábaert ad horfa á leikina med innfaeddum. Thad vard allt vitlaust thegar Spánn vann Rússland og ekki verdur minna stud í kvold. Vid aetlum ad horfa á leikinn á thorpstorginu, narta í pizzu og taka thátt í stemmningunni med Spánverjum. ¡¡A por ellos!!Áfram SPÁNN!!


mbl.is Væntingar í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við erum svartir, við erum hvítir...

Það var engin spurning hvort var mikilvægara í kvöld, fyrri forkeppni Eurovision eða heimaleikur KR. Eftir að hafa horft alveg að kalkúninum dreif ég mig niður á völl. Leikurinn var hörkuspennandi, sérstaklega í síðari hálfleik en við KR-ingar þurftum því miður að sætta okkur við að Kópavogsbúar ynnu, því leikurinn var í raun mjög ósanngjarn í okkar garð. Það var samt gott að sjá að KR getur barist og því hlakkar maður til spennandi sumars. Líka skemmtilegt að fylgjast með þessum nýju liðum, hvað þau eru æst svona í fyrstu leikjunum. En síðan verður það stórveldið sem blívur. Áfram KR!

Markaskorari KR

Þvílíkt sem hún Olga er frábær fótboltaspilari og öflugur markaskorari, enda er KR best í kvennafótboltanum. Væri ekki hægt að nýta hana betur fyrir KR, t.d. fá hana lánaða í aumingja karlaliðið, þar sem enginn hefur cojones til að klára málið og skjóta á rammann!!

Hafa konur ekkert vit á fótbolta?

Ég var að horfa á 14:2, fótboltaþáttinn á RÚV, þar sem aðalumræðuefnið var gengi landsliðins á móti Svíum. Umsjónarmaður þáttarins ákvað að leita álits "fólksins á götunni" og tók allnokkra einstaklinga tali og spurði þá álits þeirra á landsliðinu og hvað hægt væri að gera. Það var engin kona í hópi þessara einstaklinga. Tilviljun? Vantrú á að konur hafi nokkuð að segja um fótbolta? Umsjónarmaður hefði allavega átt að sjá sóma sinn í að grafa upp einhverjar konur sem hann kannast við, ef hann var hræddur við að taka konur tali af handahófi.

Vekið mig!

Ég vil vakna af þessari martröð! KR-ingar, nú er djókið farið að ganga of langt, vekið mig!!!

mbl.is KR-ingar sitja á botninum eftir fjóra leiki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar er greddan strákar?!

Það vantar eitthvað hjá KR liðinu núna í byrjun sumars. Þetta er hópur bestu knattspyrnumanna landsins, en þeir ná ekki að spila sem lið. Það vantar alla grimmd, alla greddu í liðið sem heild. Spurning hvort þjálfarinn þurfi ekki að skoða aðferðir sínar. Það er ekki eðlilegt að tapa þremur heimaleikjum. Koma svo KR, sumarið er rétt að byrja! Hífið ykkur upp úr þessu og farið að vinna sem lið! 
mbl.is Tvö mörk á KR-velli með skömmu millibili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær árangur hjá okkar fólki í sundinu!

Til hamingju! Ég fór ekki með í þetta sinn til Esbjerg, en afkvæmin eru þar bæði að sjálfsögðu. Sunddeild KR og Sunfélag Akraness sendu hóp frábærra sundmanna á mótið í ár, og þau eru greinilega komin í gírinn!
mbl.is Tveir sigrar hjá Ragnheiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur Bláa Lónið annað fjöldanum?

Páskarnir hafa að mestu farið í letilíf og vellíðan hjá fjölskyldunni, við duttum í púsl, þið vitið þetta sem er "öfugt" þannig að maður sér ekki myndina heldur á að púsla það sem fólkið á myndinni á kassanum sér. Þetta er mjög skemmtilegt og verðugt verkefnið fyrir okkur öll! Byrjaði páskana samt á að vera mjög aktív og fór í reiðtúr á miðvikudag og á skírdag og var með matargesti föstudaginn langa í humarsúpu, laugardag í lambalæri og páskadag í hangikjöti. Á föstudaginn langa brugðum við okkur svo í Bláa Lónið í sólinni. Þar standa yfir framkvæmdir þannig að aðstaðan er vægast sagt hræðilegt. Svo koma páskar, ferðamenn farnir að tínast til landsins, en Íslendingar líka fjölmennir í Lóninu vegna frísins og góða veðursins. Fjöldinn og aðstöðuleysið kemur því miður niður á upplifuninni, þótt maður geti að mestu slappað af úti í Lóninu sjálfu. Að öðru leyti er þetta eins og að vera á járnbrautastöð á annatíma. Ekki gott. Samt pössuðum við að vera ekki á þeim tíma sem transit farþegarnir eru hvað fjölmennastir, því það er hræðilegt. En nóg um það í bili. Vonandi verður framkvæmdum hraðað þannig að þjónustan verði komin í samt lag fyrir sumarið.

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband