Færsluflokkur: Ferðalög

Peking eða Bejing?

Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki á einu máli um hvort nota á Peking eða Beijing fyrir höfuðborg Kína, sem hýsir Ólympíuleikana í ár. Er réttara að nota annað nafnið, er það íslenskara, eða hvaða viðmið á að nota?

Knattspyrna sameinar Spánverja

Hér á Spáni er ljóst ad landslidinu í knattspyrnu hefur tekist ad sameina alla Spánverja og vekja med theim ollum sameiginlegt thjódarstolt. Katalóníumenn og Baskar geta ekki annad en verid Spánverjar í hjarta thegar thjódin hefur eignast Evrópumeistara í knattspyrnu eftir langa bid eftir sigri á stórmóti. Ótrúlegt en satt, thá hefur fótbolti nád ad gera thad sem stjórnmálamonnum thessa lands hefur ekki tekist í áratugi!
mbl.is Spánn Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Spánverjar gengu af goflunum af gledi

Thegar leiknum lauk í gaerkvoldi vard allt bókstaflega klikkad hér á Spáni! Fólk hafdi komid sér vída fyrir til ad horfa á leikinn, á borum, veitingahúsum, gangstéttum og flestir í gódra vina hópi. Thegar úrslitin voru ljós, thustu allir út á gotu, veifudu fánum, hoppudu ofan í gosbrunna, sprengdu flugelda og oskrudu af gledi. Thad var algjor upplifun af fá ad vera med í thessu. Sídan hélt gledin áfram um allan bae og eflaust í ollum baejum Spánar med thví ad bílflautur voru theyttar og fólk skemmti sér fram á rauda nótt. Ég tók upp myndband af látunum, og eins thegar Spánverjar skorudu, baedi móti Thjódverjum og Rússum, en their fognudu gífurlega hverju marki. Reyndar var upplifun bara ad horfa á thessa thrjá sídustu leiki Spánverjanna hér á Spáni!


mbl.is Dansað á götum úti á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stemmning á Spáni

Thad er thvílík stemmning hér á Spáni og frábaert ad horfa á leikina med innfaeddum. Thad vard allt vitlaust thegar Spánn vann Rússland og ekki verdur minna stud í kvold. Vid aetlum ad horfa á leikinn á thorpstorginu, narta í pizzu og taka thátt í stemmningunni med Spánverjum. ¡¡A por ellos!!Áfram SPÁNN!!


mbl.is Væntingar í Vín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Íslendingar kála dýrum í útrýmingarhættu sér til gamans

Hverjum dettur í hug að drepa ísbjörn, dýr sem nýlega hefur verið yfirlýst í útrýmingarhættu vegna bráðnunar íss á Norðurskautinu?! Hvað er að? Var hann að ógna einhverjum? Þurfum við Íslendingar ekki að fara að endurskoða fílósófíu okkar gagnvart náttúrunni? Það hlýtur að hafa verið hægt að sækja svæfingarlyf til dýralæknis á svæðinu og flytja björninn á brott Ég sé það alveg fyrir mér, að þegar síðasta ísbirnan í heiminum leitar lands á Íslandi eftir nokkra áratugi, ungafull og örvæntingafull, þá munu það verða hróðugir Íslendingar sem munu kála henni - alveg eins og við drápum síðasta geirfuglinn! Isbjarnarungi


mbl.is Ísbjörninn felldur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmtilegur fundur í Tékklandi

LibliceÉg er stödd í Tékklandi, nánar tiltekið í litlum bæ utan við Prag sem heitir Liblice. Tilefnið er ársfundur EUSCEA, Evrópusamtaka þeirra sem stýra mennta- og vísindaviðburðum, (www.euscea.org) Fundurinn fer fram í gamalli fallegri höll, sem sjá má á meðfylgjandi mynd, en hún hefur verið gerð upp og er núna notuð sem ráðstefnuhótel. Maturinn hér er stórkostlegur, ég veit nú ekki hvort hann er neitt sérstaklega tékkneskur, en hann er góður. Það helsta sem er tékkneskt eru kartöflur í öllum útgáfum auk alls kyns pylsa. Við fengum okkur rauðvín héðan úr héraðinu sem kom mjög á óvart, ferskt og gott. Við erum hér 40 manns frá 23 löndum, mjög skemmtilegt og hresst fólk, eins og við er að búast af viðburðastjórnendum.

Hvað kostar skutlið okkur?

fita vs olíaÉg rakst á áhugaverða síðu hjá Orkusetrinu þar sem hægt er að finna út hvað keyrsla kostar okkur, innanbæjar og utan, eftir því hvernig bíl við keyrum. Prófið þetta og spyrjið ykkur svo hvort ekki væri hægt að ganga eða hjóla og senda börn gangandi, hjólandi eða í strætó á íþróttaæfingar núna þegar daginn lengir. Þarna má einnig sjá rauntímamæli fyrir alla orkunotkun á Íslandi, raforkunotkun, heitavatnsnotkun og eldsneytisnotkun. Skemmtilegt. Hér er tengill í síðuna með prófinu, annars er þetta á orkusetur.is og þar fékk ég þessa skemmtilegu mynd líka lánaða.

Fjallbaksleið til Aþenu

Snow on AcropolisÉg lagði land undir fót í gær, sem ekki er svo sem í frásögur færandi, og var á leið á tveggja daga fund í Aþenu. Það er nú ekki heiglum hent að komast til Grikkjaveldis þar sem flugsamgöngur þangað eru örugglega stopulli en rútuferðir um fjallbaksleið nyrðri. Lausnin var að fljúga til Köben á sunnudagskvöldi, gista þar og fara áfram til Aþenu á mánudagsmorgun. Þegar ég svo mætti á Kastrup kom í ljós að allt flug til Aþenu hafði verið fellt niður. Starfsmaður SAS sagði mér kíminn að það hefði snjóað aðeins í borginni og þess vegna hafi flugvellinum hreinlega verið lokað og ekki væri hægt að lenda í borginni. Eftir að hafa kannað allar leiðir til að komast var ljóst að ég myndi í öllum tilfellum missa af fundinum. Því var ekki um annað að ræða en snúa við heim. Ég verð nú að játa að það var pínu kjánalegt að fara svona tilgangslausan flugrúnt út í heim og aftur til baka bara vegna þess að Grikkir eru ekki "ávallt reiðubúnir" eins og skátarnir...

Hvaða ameríski bíll er þessi Mörrseidís?

Mercedes BenzHvers vegna þarf Benz-umboðið að breyta umræðunni, nafninu og framburði á nafni bílategundarinnar sem það selur? Hvers vegna eigum við, hér á Íslandi, sem alltaf höfum talað um Benz eða Mercedez Benz, allt í einu að tala um "MÖRRSEIDÍS"?!, samanber auglýsingar sem ganga á öldum ljósvakans nú um stundir. Sagan sem ég heyrði af þessum bíl er að þýskur náungi, að nafni Benz, hafi orðið ástfanginn af suður-amerískri konu (argentískri held ég) sem hét Mercedes (borið fram "merseðes") og því kallaði hann bílinn Mercedes-Benz. Hér á landi hefur bílategundin alltaf verið kölluð Benz til styttingar. En Mörrseidís, með amerískum framburði og rúllandi tungu-erri... fíla það ekki alveg.

Bók andlitanna á netinu

Af því ég gef mig nú út fyrir að vera frekar svona tæknitengd og tölvuvædd miðað við að hafa verið unglingur "in the eighties" og gengið í framhaldsskóla sem trúði ekki á að tölvur myndu nokkurn tíma gera gagn, þá skráði ég mig á Facebook fyrir nokkru síðan. Nennti svo ekkert að gefa því meiri gaum fyrr en í síðustu viku að ég staðfesti skráninguna og opnaði mína eigin andlitsbók. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg allt. Grunntilgangurinn, í mínum huga, er networking. En fyrir utan það, þá er ég hrædd um að svona dót ræni mig mikilvægum tíma. Ég byrjaði t.d. á að opna forrit sem felst í að merkja inn staði sem maður hefur komið á í heiminum. Ég hélt að þetta væru löndin, en komst að því að þetta voru allar borgir og bæir í öllum héruðum og svæðum heims. Eins og alþjóð veit, var ég fararstjóri í sólarlöndum um nokkurra ára skeið þannig að lítill blettur í heiminum eins og Mallorca fyllti strax vel upp í kvótann. Þegar ég var komin upp í 140 staði, börnin farin að sofa án þess að ég vekti því athygli og klukkan þaut yfirum miðnætti, þá gafst ég upp. Hver hefur tíma í þetta?! Samt er ég farin að leita að fólki á Facebook en lofa sjálfri mér að eyða ekki of miklum tíma í þetta. Enda er ég á kafi í vinnu, verkefnum, námi og ferðalögum. En ef þið eruð með Facebook, viljið þið vera vinir mínir? Grin

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband