Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
23.12.2006
Klikkað að gera
Já, já, ég hef ekki bloggað neitt í desember, ég veit það! Ykkur til upplýsingar hef ég verið að sinna rúmlega mínu starfi í vinnunni, auk þess sem ég er að skipta um vinnu og hef verið að reyna að byrja að setja mig inn í málin á nýjum stað. Fyrir utan þetta er það heimilið, börnin og dýrin, þannig að það verður eitthvað undan að láta. Í mínu tilfelli hef ég aldrei djammað, bloggað og æft jafnstopult og í þessum mánuði. En um áramótin sé ég fram á betri tíma. Hlakka til að byrja nýtt ár í stuði og á fullu í nýju vinnunni!
Þið verðið að skoða þessa snilldarlegu útfærslu á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins, en um leið verð ég að biðja hörundsárt fólk að hafa húmor fyrir þessu! Ég hef nú fengið upplýsingar um að Halldór Baldursson teiknaði og vona að hann afsaki dreifinguna þar sem ég get hans sem höfundar. Hér er tengill í síðuna hans. Smellið á myndina til að stækka:
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2006
Viltu auga, tungu eða hnakkaspik?
Borgarstjóri gæddi sér á sviðum með nemendum í Hagaskóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég fagna því að þetta mikilvæga málefni hafi náð í gegn. Þeir sem velja að setjast hér að til lengri eða skemmri tíma fá svo miklu betri innsýn í daglegt líf, sögu og menningu okkar þjóðfélags með tungumálinu og öðlast þar með forsendur til að ákveða að verða hluti af því. Fjölmenningarlegt samfélag er sá veruleiki sem blasir við okkur og þá þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og halda að "vinnuaflið" hljóti að hverfa án þess að rífa kjaft. Núverandi ástand býður upp á myndun menningarhópaeyja í samfélaginu, en slæmar afleiðingar þess getum við séð í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi. Að kenna fólki íslensku og bjóða þeim upp á menntun sem því sæmir er besta ráðið til að hér megi þrífast heilbrigt þjóðfélag allra sem vilja vera Íslendingar. Ég óska félögum mínum í menntamálaráðuneytinu góðs gengis í að koma málinu í framkvæmd.
100 milljónum varið til íslenskukennslu fyrir útlendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
9.11.2006
Oprah Schram í íslenskt sjónvarp?
8.11.2006
Heimabankar hættulegir?
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
16.10.2006
Loksins eignaðist ég græjuna!
Vinir og fjölskylda | Breytt 19.10.2006 kl. 13:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.10.2006
Yfirtaka Íslendinga á menningarnótt í Köben
Íslendingar taka þátt í menningarnótt í Kaupmannahöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2006
Svo bissí!
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 19:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)