Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

Klikkað að gera

Já, já, ég hef ekki bloggað neitt í desember, ég veit það! Ykkur til upplýsingar hef ég verið að sinna rúmlega mínu starfi í vinnunni, auk þess sem ég er að skipta um vinnu og hef verið að reyna að byrja að setja mig inn í málin á nýjum stað. Fyrir utan þetta er það heimilið, börnin og dýrin, þannig að það verður eitthvað undan að láta. Í mínu tilfelli hef ég aldrei djammað, bloggað og æft jafnstopult og í þessum mánuði. En um áramótin sé ég fram á betri tíma. Hlakka til að byrja nýtt ár í stuði og á fullu í nýju vinnunni!


Aðalskipulag höfuðborgarsvæðisins í hnotskurn

Þið verðið að skoða þessa snilldarlegu útfærslu á aðalskipulagi höfuðborgarsvæðisins, en um leið verð ég að biðja hörundsárt fólk að hafa húmor fyrir þessu! Ég hef nú fengið upplýsingar um að Halldór Baldursson teiknaði og vona að hann afsaki dreifinguna þar sem ég get hans sem höfundar. Hér er tengill í síðuna hans. Smellið á myndina til að stækka:


Reykjavík og nágrenni

Viltu auga, tungu eða hnakkaspik?

Við fengum svið á sunnudögum eða á hátíðisdögum. Svið voru höfð á gamlárskvöld heima hjá okkur. Hvers vegna eldar maður ekki svið? Börnin í Hagaskóla léku sér með sviðin í dag og reyndu að ganga fram af hvoru öðru með því að bjóða tungu og stinga út augu. Sagði enginn þeim að það mætti ekki leika sér með matinn? Ætli þau trúi því að svið voru eitt sinn talin herramannsmatur?
mbl.is Borgarstjóri gæddi sér á sviðum með nemendum í Hagaskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ætti Muhamed að verða Jónsdóttir þegar hann flytur til Íslands?

Hvers vegna tíðkast það að margar aðfluttar konur taka upp eftirnafn mannsins síns við giftingu, t.d. Jackie Sigurðsson? Þetta er undarleg þróun og gæti endað með því að nafnahefðir íslenskrar tungu tapast og við tökum upp notkun fjölskyldunafna. Slíkt er einkennandi fyrir patríarkísk samfélög þar sem karlar slá eign sinni á konur og á ekki heima í samfélagi sem byggist á jafnrétti og einstaklingsfrelsi. Þetta var kannski skiljanlegt þegar ein og ein erlend kona giftist Íslendingum, en núna þegar vinsældir víkinganna hafa aukist á alþjóðlegum hjónabandsmarkaði og mannanafnalög eru orðin opnari, þá ættu þeir sjálfir að hafa vit á að leggja áherslu á að konur þeirra haldi sínu nafni til samræmis við íslenska málhefð. Það myndi örugglega flýta fyrir aðlögun kvennanna að siðum og þjóðfélagi því það er margsannað að menning er nátengd tungumálinu og málvenjum. Ég hef ekki enn heyrt um að aðfluttir eiginmenn íslenskra kvenna kalli sig t.d. Muhamed Jónsdóttir og get ekki séð að annað skuli gilda um konur og að þær taki karlmannseftirnöfn!

Hundrað milljónir til íslenskukennslu fyrir útlendinga

Ég fagna því að þetta mikilvæga málefni hafi náð í gegn. Þeir sem velja að setjast hér að til lengri eða skemmri tíma fá svo miklu betri innsýn í daglegt líf, sögu og menningu okkar þjóðfélags með tungumálinu og öðlast þar með forsendur til að ákveða að verða hluti af því. Fjölmenningarlegt samfélag er sá veruleiki sem blasir við okkur og þá þýðir ekki að stinga höfðinu í sandinn og halda að "vinnuaflið" hljóti að hverfa án þess að rífa kjaft. Núverandi ástand býður upp á myndun menningarhópaeyja í samfélaginu, en slæmar afleiðingar þess getum við séð í löndum eins og Frakklandi og Þýskalandi. Að kenna fólki íslensku og bjóða þeim upp á menntun sem því sæmir er besta ráðið til að hér megi þrífast heilbrigt þjóðfélag allra sem vilja vera Íslendingar. Ég óska félögum mínum í menntamálaráðuneytinu góðs gengis í að koma málinu í framkvæmd.


mbl.is 100 milljónum varið til íslenskukennslu fyrir útlendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Oprah Schram í íslenskt sjónvarp?

Ef einhver íslensk kona getur orðið Oprah Íslands, þá er það Bryndís Schram. Hún hefur reynslu úr sjónvarpi og af lífinu, er skemmtileg, réttsýn og hefur mikla útgeislun. Hvaða sjónvarpsstöð ætli kræki í hana og láti þessa hugmynd verða að veruleika?!

Heimabankar hættulegir?

Hefur einhver áhyggjur af þessu? Hvers vegna gera lífið flókið og leiðinlegt, ljótt og hættulegt? Fáið ykkur alvöru tölvu! fáið ykkur Mac! Ekkert stress, bara skemmtilegt, einfalt og fallegt líf.

Loksins eignaðist ég græjuna!

Loksins, loksins, ég fór og keypti mér borvél í dag, sumir segja karlmennskutáknið sem mig vantaði til að stjórna alveg örugglega öllu. Ég er búin að biðja fólk að gefa mér borvél í jólagjöf frá því ég keypti fyrstu íbúðina mína, en ég held að fólk hafi haldið að ég væri að djóka, að það gæti ekki verið að mig langaði virkilega í borvél. Það besta er, að hún er RAUÐ, bara flott græja! Svo var hún bara á fínu verði, í nýja raftækjamarkaðnum í Fellsmúla, þar sem ég fékk þjónustu, kennslu og allt. Get ekki beðið eftir að nota hana, brrmmm, brmmmm!!

Yfirtaka Íslendinga á menningarnótt í Köben

Jibbí, yfirtökum líka menningarnótt í Köben! Hermum fyrst eftir þeim með því að halda menningarnótt, förum svo til baka og stelum öllu heila draslinu! Kveðja til Köben til allra sem ég þekki þar, hagið ykkur eins og "prúðum" Íslendingum ber!
mbl.is Íslendingar taka þátt í menningarnótt í Kaupmannahöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo bissí!

Ég hef fengið ótal kvartanir vegna bloggleysis í september, en þið vitið hvernig þetta er elskurnar, hjá mér fer allt á fullt í september, börnin í skólann, ég sjálf áfram í námi, og svo er klikkað í vinnunni! Og svo tók ég líka á mig verkefni starfsmanns sem var að hætta, ferlega gaman! En ég reyni að bæta frammistöðuna...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband