Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
11.9.2006
Frábær götuhátíð
Hér má finna myndir af Hagamelshátíðinni sem var 9. sept sl. Hátíðin var haldin í tilefni af því að 60 ár eru frá því fyrstu húsin við Hagamelinn og Melaskólinn voru byggð og að 50 ár eru síðan yngri hluti görunnar og Melabúðin komu til sögunnar. Frábær mæting var, enda voru allir velkomnir, íbúar, velunnarar, vinir og aðdáendur. Fararstjórinn var að sjálfsögðu í undirbúningsnefndinni ásamt öðru frábæru fólki...
26.8.2006
Hafnfirðingar í góðum málum
Það telst frétt að konur eru í formennsku allra nefnda innan stjórnsýslu Hafnarfjarðar. Væri talað um það ef karlar stýrðu öllum nefndum? Held ekki. En þegar betur er rýnt í málið kemur í ljós að nefndarmenn skiptast nokkuð jafnt í heild, eða 57% karlar og 43% konur, sem ætti að vera innan skekkjumarka jafnréttissjónarmiða á báða bóga. Ég get ekki dregið aðra ályktun en þá að val á nefndarmönnum í Firðinum, svo og formönnum nefnda, hljóti að fara eftir einstaklingsbundnum hæfileikum, og er það vel. Hafnfirðingar rokka, enda er hún amma mín og nafna alin upp í Hafnarfirðinum!
16.8.2006
Leiðinlegur-son
Spænskir fjölmiðlar fara hamförum í dag vegna leiksins á móti Íslandi. Þetta er sagður vera leiðinlegasti leikur sem sést hefur og leikmenn kallaðir daufir og bjánalegir. Ég er sammála því, en fór samt á völlinn vegna stemmningarinnar. Þjálfari Spánverja fær sína sneið, enda sagt að Spánverjar hefðu átt að vinna leikinn ef þeir hefðu nennt að spila fótbolta. Á www.marca.es hefur verið sett inn skoðanakönnun um hvort þjálfarinn hefði átt að velja aðra menn í liðið á móti Íslandi, en nokkrir spænskir fjölmiðlar gera meira úr því að Raúl hefði verið að spila sinn 100. leik, heldur en að ræða leikinn sjálfan! Best var að þar sem allir þessir Íslendingar virtust heita eitthvað "-son", þá var talað um liðið sem "aburridoson" sem útleggst "leiðinlegurson"!
Vinir og fjölskylda | Breytt 22.8.2006 kl. 15:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.8.2006
Auglýsing um afhommun
Mér svelgdist illilega á ristaða brauðinu í morgun þegar ég sá heilsíðuauglýsingu í Mogganum frá einhverjum hóp kristinna trúfélaga. Yfirskriftin er: "Frjáls... úr viðjum samkynhneigðar". Er ekki í lagi með fólk? Er virkilega til einhver sem heldur því fram að hægt sé að þvinga einstaklinga til að vera annað en þeir sjálfir?! Maður veit ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Kannski væri ráð að draga andann djúpt og líta á þetta sem brandara á þessum annars gleðidegi, þegar ástæða er til að fagna leiðréttingu mikilvægra mannréttinda með samkynhneigðum.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
31.7.2006
Förum út í garð
Reykvíkingar gætu notað stóra sem smáa almenningsgarða borgarinnar miklu betur. Með tónleikum Sigur Rósar á Miklatúni hefur vonandi verið sleginn tónn í þessa átt. Hljómskálagarðurinn er þannig staðsettur, að ef flugvöllurinn skæri ekki helminginn af miðbænum, hefði garðurinn þróast líkt og Hyde Park í London eða Central Park í New York. þá kæmi fólk þangað í hádegishléi frá vinnu og börn kæmu og gæfu öndunum allan hringinn í kringum Tjörnina. Þar er hægt að grilla, leika sér og njóta lífsins. Einhvern tíma stóð til að opna þar kaffihús, hvað ætli hafi orðið um þau plön?
13.7.2006
Sumarstemmningin feikuð
Það er haustveður í hájúlí og ekki hægt að fara í útilegu um helgina eins og til stóð. Þá verður maður bara að redda sumarstemmningunni! Hlakka til helgarinnar í rigningu, - ætla í góðan reiðtúr um Mosfellsdal, fíla sveitina í rigningunni og mæta svo í bikíní í ímyndunarsólbað í Vesturbæjarlaugina. Planið er svo að enda í innipúkaútilegu með familíunni, enda fyrirfinnst varla skemmtilegra og klikkaðra fólk. Jíha!
Vinir og fjölskylda | Breytt 14.7.2006 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)