Peking eða Bejing?

Íslenskir fjölmiðlar virðast ekki á einu máli um hvort nota á Peking eða Beijing fyrir höfuðborg Kína, sem hýsir Ólympíuleikana í ár. Er réttara að nota annað nafnið, er það íslenskara, eða hvaða viðmið á að nota?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon


Hið rétta er að nota orðið Beijing.  Þetta er nafnið sem Kínverjar vilja nota.  Nafnið Peking á rætur sínar að rekja til franskra trúboða á 17. öld.  Þeir studdust við ákveðninn en jafnfram gamlan framburð Kínverja á nafninu Beijing.  Þetta festist enn í sessi þegar Bretar notuðu nafnið Peking.  Borgin Beijing hefur reyndar heitið mismunandi nöfnum í gegnum aldirnar; Zhongdu (12. öld), Dadu (14. öld), Beiping, og svo Beijing.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 5.8.2008 kl. 19:26

2 Smámynd: Fararstjórinn

Ef þetta er rétt, þá er um að gera að nota Beijing. Ég hélt kannski að Peking væri íslenskur ritháttur, en nú er ég á því að nota hitt.

Fararstjórinn, 6.8.2008 kl. 22:37

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Ekki má gleyma því að málvenjan í hverju landi getur verið mjög rík. Við nefnum höfuðstað Danmerkur Kaupmannahöfn og ekkert annað, Stockholm Stokkhólm, Bergen Björgvini, London Lundúni og jafnvel New York var oft nefnd Nýja Jórvík sem er alveg rétt þýðing. Í gamalli danskri orðabók sem Björn Jónsson ritstjóri Ísafoldar prentaði 1896 er á bls. 611-613 listi yfir ýms landfræðinöfn sem ólík eru á íslensku. Þennan lista mætti gjarnan draga aftur fram í dagsljósið enda margt þar sem styðst við fornritin. Þó er e.t.v. gengið of langt í ýmsu t.d. er Afiríkulandið Eþíópía nefnt Bláland sem er gjörsamlega út í hött.

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 10.8.2008 kl. 07:52

4 identicon

Að mínu mati er ekki bara "Bláland" út í hött... heldur öll þau nöfn sem við "mismælum" okkur með... sbr. Þýskaland er ekki Germany, heldur Deutsland, Kaupmannahöfn er ekki Copenhagen, heldur Köbenhavn o.s.frv.  !!!!  Látum bara staði, lönd og nöfn halda sínum einkennum í friði fyrir okkar litlu þjóð!

Edda (IP-tala skráð) 25.8.2008 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband